Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.12.1931, Page 73
DYRALJOÐ.
Það er gott verk og á ýmsan hátt
gagnlegt, að gefa út ljóðasöfn eins
og þetta, sem hér er um að ræða.
Þeir, sem unna sérstaklega ljóðum
um ákveðið efni, geta þar gengið
að þeim, fráskildum öllu „hinu“.
Eins og það er gaman að hafa ljóð
ákveðins höfundar í einni bók,
þannig getur og verið gaman að
hafa ljóð um ákveðið efni saman
á einum stað. Þá eru þau og góð
til þess, ef vel er valið, að skilja
það góða eða það bezta frá öllu
því lakara, og verða á þann hátt
leiðbeining þeim, er miður kunna
að dæma, og jafnframt hjálpa til
þess, að einmitt það bezta fái að
lifa og festast. Enn eru slík söfn
merkileg að því leyti, að þau eru
spegilmynd af hugsunarhætti þjóð-
arinnar, því að varla eru skáld svo
ólík öllum mönnum öðrum, að ekki
komi fram í ljóðum þeirra tals-
vert rétt mynd af skoðunum al-
þjóðar.
Dýraljóð. Valið hefir Guðmundur
Finnbogason. ísafoldarprentsmiðja.
Verð í bandi 5.50.
Dr. Guðm. Finnbogason lands-
bókavörður, er maður gerfróður
um íslenzka ljóðagerð. Er því ekki
undarlegt, þótt í hans hlut falli
að velja í söfn eins og þetta, enda
hefir hann gert það fyr. Og þó að
ávallt muni verða einhver ágrein-
ingur um slíkt val, þá má þó reiða
sig á, að hann fer eins nærri réttu
og hægt er til að ætlast, og tekur
ekkert, sem ekki er gott.
Hér verður nú ekki farið að „rit-
dæma“ þessa bók, heldur vill Stefn-
ir með þessum línum benda á
hana. En ýmislegt mætti þó finna
út úr bókinni, sem gæti komið á
óvart. Það er t. d. merkilegt, hvað
skáldin hafa misskift gáfu sinni
milli dýranna. Hestar fá þessi ó-
sköp að fylla mætti mörg bindi.
En kýr og kindur og hundar fá
lítið. Skyldu skáld yfirleitt vera
fremur hestamenn en kúasmalar
eða fjárhirðar?
Margt mætti líka skrifa um