Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.12.1931, Page 81

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.12.1931, Page 81
Stefnir] Umbrot iðjuhöldanna. 591 hljómfalli. Sogskálar grípa stál- flökin. Sterkir armar sníða þau og svo eru þau lögð niður. Ofan á þau leggst ógurlegur ]>ungi og þegar þau koma undan farginu eru á ]>au komin mörg hundruð göt. Áður en mann varir er orð- in úr þessu bifreiðargrind. Hálfri annari klukkustund eftir að stál- ið er komið inn í verksmiðjuna er grindin fullbúin. Tíu þúsund grindur á dag. Pontiak, Chrysler, Buick, Chevrolet og yfirleitt flest- ar bifreiðir, sem búnar eru til í Ameríku, eru með stálgrindum frá Smith. Smith segir sjálfur, að verk- smiðjan sé ómynd, þó að hún borgi sig vel. Enn þá verði menn að snerta stálið einstaka sinnum, einu sinni til tvisvar hverja grind. En Smith er ekki allur með hug- ann við bifreiðagrindur. Einu sinni, þegar hann var í sumarfríi í Florida, datt honum í hug sér- stök aðferð til ])ess að búa til járnrör, betri og ódýrari en áður. Járnþynnur voru vafðar upp og soðnar saman þar sem brúnirnar mætast. Fjórum mánuðum eftir að hann kom heim, var verksmiðja komin á laggirnar, sem bjó til 15 kílómetra af pípum á dag.

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.