Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.12.1931, Page 91
Stefnir]
Kviksettur.
601
gjarnlega. Á andliti hans var
þessi hálf fleðulegi svipur, sem
kemur þegar menn vilja fá eitt-
hvað fram, fá einhvern mann
til að gera ákveðið verk. Eða svo
virtist Priam.
„Nú!“ hugsaði hann. „Hann
'vill fá mig til þess að búa til
myndir undir nafni Farlls“. Hann
varð eitthvað ótrúlega reiður við
þessa hugsun.. „Hann hefir séð
frá upphafi, að mín mynd er al-
veg eins og hún væri eftir Farll.
ög nú vill hann ná samkomulagi“.
En hátt sagði hann: „Eg vil ekki
ráðleggja yður neitt, herra Ox-
ford, eg er enginn kaupmaður“.
Hann sagði þetta í fjandsamleg-
um málróm, þannig, að það hefði
átt að stinga upp í Oxford. En
hann var ekki á því. Hann beygði
aðeins inn á aðra braut. Hann
.fór að lýsa myndinni frá Volterra.
Hann lýsti henni svo nákvæmlega
eins og hann hefði hana fyrir
augum sér, og hann dæmdi ná-
'kvæmlega hvern smáhlut í mynd-
inni. „Sá kann sínar sakir“ hugs-
aði Priam.
„Finnst yður eg láta of mikið
af myndinni?" spurði hann allt
í einu.
„Helzt til mikið“, svaraði Pri-
am. — Hvað hann langaði burt!
„Þessu bjóst eg við“. Oxford
Lesarkasafn
Jóns Ófeigssonar er nýjung
sem allir kennarar og foreldr-
ar œttu að kynna sér. Út eru
komnar um 100 arkir af afar
marguíslegu lestrarefni fyrir
yngri og eldri.
Huer örk kostar 30 aura.
Bindið kostar 50 aura.
Skrá um innihald safnsins
er send huerjum sem þess
óskar, ókeypis.
Bókaverzlun
Sigfúsar Eymundssonar.
tjUKAVlRSlUN Hfirul A8 LVMUMOSSÖNAA