Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.12.1931, Blaðsíða 95
Stefnir]
Kviksettur.
605
Stærsta úrval í borginni af allskonar
vef naðarvörum.
Tilbúinn fatnaður,
ytri og innri, fyrir konur, karla
og bðrn.
Hlífðarföt, feikna úrval. — Smávara allskonar.
O. fl. o. fl.
MARTEINN EINARSSON & CO.
PÓSTHÓLF 256 — REYKJAVÍK — SÍMAR 315 og 1495.
,,Eg hefi ekki sett nafn mitt á
nokkra mynd í tuttugu ár“, svar-
aði Priam.
,,Það væri líka stakasti óþarfi“,
svaraði Oxford. „Hver þumlung-
ur í myndum yðar er eins og
nafn yðar væri letrað á hann. Það
er sérréttindi, sem mestu meist-
arar veraldarinnar hafa, að láta
vera að setja stafi sína á mynd-
irnar. í mínum augum er hver
mynd yðar með nafni. En það er
ekki svo um alla. Menn vilja fá
sönnun. Af því stafar öll ógæf-
an“.
„Ógæfan?"
„Já“, svaraði Oxford. „Eg
verð að segja yður upp alla sög-
una, til þess að þér skiljið hvern-
ig komið er“. Hann setti á sig
hátíðlegan svip. „Fyrir nokkru
síðan kom til mín maður og bauð
mér mynd til kaups. Hann var
auðsjáanlega smákaupmaður. En
eg þekkti á svipstundu, að myndin
var eftir yður. Eg keypti hana“.
„Hvað gáfuð þér fyrir hana?“
„Eg get vel sagt yður það“,
sagði Oxford eftir talsverða bið.
„Eg borgaði 1000 krónur fyrir
hana“.
„Svo!“ hrópaði Priam. Hann sá
nú að einhver millimaður hafði
þarna grætt mörg hundruð pró-
sent á myndum hans. „Hver var
maðurinn?“