Sagnir - 01.04.1984, Blaðsíða 12
HYSKIÐ í ÞURRABÚÐUM
nokkuð framandi fyrir okkur
Nútímaíslendinga. Núna segja
sumir að fiskurinn og frjálst
verkafólk séu forsendur framfara
og hagvaxtar á íslandi. Tímarnir
breytast og mennirnir með.
Sumar hugmyndir virðast þó vera
lífseigari en aðrar. Heyrist ekki
enn talað um spillinguna í Reykja-
vík?
Önundur kunni nú öllu betur
við sig en áður í Reykjavík;
lagðist hann nú hvern aftan í
hvílu með góðri meðvitund um
að hafa framkvæmt eitthvað
gott og nytsamlegt um daginn,
og fannst honum það yndis-
legra en nokkur drykkjugleði.
(.Ármatm á Alþingi 4 1832, bls.
10-11.)
„Sollurinn og sukkið“
Sá íslendingur sem einna fyrstur
hóf frelsisbaráttuna gegn Dönum,
sá einnig „sukkið" í Reykjavík.
Að hans dómi var það að mestu
komið frá Danskinum. Maður
þessi hét Baldvin Einarsson.
Hann gaf út ársritið Ármanti á Al-
þingi, alls fjórum sinnum á árun-
um 1829-1832. Þar er að finna
samtal helstu fulltrúa andstæðra
skoðana á íslandi. Einn þeirra hét
Önundur og var úr hópi lausa-
eða tómthúsmanna, sem voru að
áliti Baldvins „lauslyndir og
óþolnir við vinnu, og gefnir fyrir
nýbreytni og munað“. Önundur
átti heima í nágrenni Reykjavík-
urbæjar, eða nánar tiltekið á Sel-
tjarnarnesi. Eitt sumar vistaði
hann sig í sveit og breyttist þá
ýmislegt til hins betra í fari hans.
Baldvin var lítt hrifinn af
Reykjavík og nágrcnni — allt var
þar hálfdanskt. Jafnframt voru þar
latir tómthúsmenn og vegna spill-
ingarinnar í bænum urðu þcir að
algerum ónytjungum.
Jón Espólín, sýslumaður og
sagnaritari, var í mörgu sammála
Baldvini, hvað varðar munaðarlíf
alþýðunnar nálægt Reykjavík.
Ekki var hegðan hennar til eftir-
breytni. Það var á fyrstu árum
nítjándu aldar sem
... alþýða manna vildi fátt nýta,
nema kaupstaðarvöru, og setti
oft í óþarfa, og varð mönnum
af því skuldsamt um Suðurnes
öll, og varð þar löngum margt
fólk óharðgjört og fór ei batn-
andi.
(Jón Espólín íslands árbœkttr í
sögnformi XII, bls. 4.)
„Fátækt og ómegð“
Um miðja nítjándu öld voru
Reykvíkingar komnir nokkuð
yfir eitt þúsund og bjó helmingur
þeirra í tómthúsum. í bænum
bjuggu nú nokkrir innlendir em-
bættismenn, handiðnaðarmenn
og kaupmenn eða verslunarstjór-
ar. Danski bæjarbragurinn var
óðum að víkja og íslensk borgara-
stétt að myndast. Hagsmunir
borgara og tómthúsmanna fóru
ekki ætíð saman. Stór hluti af
útsvari borgaranna rann til
fátækrasjóðs, en í hann leituðu
einna helst tómthúsmenn. Enn
heyrðust því óánægjuraddir í garð
þeirra.
í mánaðarritinu Reykjavíkur-
póstinum birtist, í janúar 1849,
„Hugvekja um tómthúsmenn".
Höfundur, sem er óþekktur, segir
að hreppsþyngsli séu mest þar
sem tómthúsmenn séu flestir. í
góðærum komist þeir varla af og
um leið og eitthvað beri út af þá
verði þeir „eins og von er, komnir
á sveitina með hyski sínu“. Hann
segir að tómthúsmenn séu frá
„öndverðu ómannlegri", en í
Reykjavík séu þeir betur settir en
annars staðar á landinu. Þar þurfi
þcir enga lóðartolla að borga, en
hafi skipsuppsátur, móskurð og
hagagöngu ókeypis. Jafnframt
geti þeir fengið vinnu hjá bænum
eða kaupmönnum. Þrátt fyrir
þetta séu kjör þeirra bágborin og
flestir fátækt og ómegð bundnir.
Höfundur þessarar greinar vill
ekki að tómthúsmönnum fjölgi
meira í Reykjavík, af því að öll
sveitaþyngsli bæjarins séu þeirra
vegna.
Hér talar sá sem ber hag borgar-
anna fyrir brjósti. Þeir kærðu sig
ekki um að láta stórar fúlgur í vasa
tómthúsmanna til að halda í þeim
lífi.
Eftir að hafa heyrt þessar raddir
fortíðarinnar erum við líklega ein-
hverju nær um andstöðuna gegn
tómthúsmönnum. En skiljum við
10 SAGNIR