Sagnir - 01.04.1984, Side 25

Sagnir - 01.04.1984, Side 25
BRENNIVÍNIÐ FÆR Á SIG ÓORÐ árið 1872 og segist í ferðabók sinni frá árinu 1875 hafa ritað í blað eitt um að „sjá megi fleiri dæmi á einum degi í Reykjavík um blygðunarlausan drykkjuskap á almannafæri heldur en á einum mánuði á Englandi og Skotlandi“. Hann ritar að fundið hafi verið að þcssari fullyrðingu við sig og leit- ast við að færa nokkur rök fyrir henni í bókinni. Innflutningur brennivíns til Reykjavíkur nam 140.000 pottum árið 1872. Þá var loksins lagður tollur á brennivínið og það mun- aði um hann; meðalverð potts var 18 skildingar árið 1870 og 24 árið 1872 en tollurinn var átta skild- ingar. Strax árið 1873 hrapaði inn- flutningur niður í 25.000 potta. Fleira olli en verðlagið. Málavext- ir voru þeir að alþingi bað þess árið 1871 að brennivínstollur yrði ekki lögleiddur fyrr en þingið hefði fengið löggjafarvald og réði sjálft fjárhag fslendinga. Danir sinntu þessu í engu, settu á tollinn og hitnaði þá ýmsum í hamsi. f Reykjavík var af þessu tilefni stofnað bindisfélag, 1. apríl árið 1873. Menn hétu að halda brenni- vínsbindindi þangað til íslend- ingar réðu sjálfir yfir víntollinum og ráðstöfun hans; þó var leyft að drekka hvítt öl og rauðvín. Sagt var að hið takmarkaða og hápólitíska bindindi hlyti strax mikinn hljómgrunn í Reykjavík og víða úti um landið. íslendingar fengu sjálfstæðan Qárhag að form- inu til þegar árið eftir, 1874. Þá urðu pottarnir þrefalt fleiri en árið 1873 enda var pólitískur bindind- tshvati úr sögunni. Alþingi setti fyrst fjárlög upp á eigin spýtur árið 1875 og dró ekki að hækka tollinn á brennivíni; á hinum sterkustu tegundum var hækkun- in yfir 100%. Baráttan gegn búðar- stöðum Idaustið 1875 og allt árið 1876 var Yfirlögregluþjónninn í Reykjavík árið 1872 Úr riti R.F. Burtons. Hér mun vera sýndur Alexíus Árnason lög- regluþjónn. Hann var „hár vexti en grannur, gekk alltaf með háan baðtn- ullarhatt... “ Honum til trausts voru þrtr menn meðgaddakylfur (morgunstjörnur), að sögn Burtons, en auðsœtt er að Burton taldi þörf á slíku liði í Reykjavtk til að halda drukknum mönnum í skefjum. algjör fiskbrestur á miðum Reyk- víkinga og hin mesta eymd meðal almúga í bænum. Sjómenn höfðu ekkert við að vera nema slóra í búðum og voru nú mjög upp á náð og miskunn kaupmanna með allt brennivín eða aðra brjóst- birtu. Efnt var til samskota víða um land til hjálpar hinum bágstöddu í Reykjavík og tombólur voru haldnar í bænum; konur embætt- ismanna fengu 60 sjómannskon- um efni í handavinnu sem síðan skyldi selja. Árið 1876 ritaði ein þessara fyrirkvenna af þessu tilefni: „... íslenska kvenfólkið er iðjusamara en karlmennirnir sem alltaf slæpast í búðunum" (Ást- ríður Melsteð). Browne tók til þess að reykvískar sjómannskon- ur sýndu nokkurn vott lífsorku en karlarnir þeirra, sjómennirnir, engan. Og Burton segir að ekki hafi sést vín á íslenskum konum. En nú skyldi hafin endurhæfing sjómanna og komið í veg fyrir búðarstöður. í nóvember árið 1875 gengust fimm borgarar fyrir stofnun Sjómannaklúbbs og var sagt að hann væri stofnaður „til að draga menn frá klúbb Bakkusar“. Þetta var eins konar SÁÁ síns tíma. Tveir af stofnendum klúbbsins, þeir Egill kaupmaður Egilsson og séra Matthías Joch- umsson, höfðu staðið fyrir bind- indisfélaginu í Reykjavík árið 1873 en það skyldi m.a. „efla framfarafýsi". Samkomur Sjó- mannaklúbbsins voru haldnar í stórhýsi Egils, Glasgow í Grjóta- þorpi, og var vínnotkun með öllu bönnuð en fá mátti kaffi, te og rauðgraut. Opnaður var lessalur og lágu þar frammi bækur og blöð. Sjómenn og verkamenn tóku þessu vel og komu saman til að lesa, taka í spil og tefla; fyrir- lestrar voru haldnir og dansleikir. Séra Matthías nefndi þetta „ný- móðins „fútt““. Á dansiböllunum spilaði Brandur í Stuðlakoti bæði vals og galloppaði og voru þetta ódýrar skemmtanir og vinsælar. Á fyrirlestrum voru líka fjöl- margir, stundum 4-500 manns. Svo var sjómönnum og verka- mönnum kennd réttritun, skrift, reikningur o.fl. Þetta starf mun hafa staðið í blóma rúm tvö ár en tók síðan af eins og annað gott, e.t.v. sökum þess að fiskur gekk aftur á miðin og mönnum gafst minni tími. Óvitaeitur Um 1890 var komið nýtt hljóð í kútinn, brennivín var úthrópað, mátti helst hvergi sjást og skyldi gert landrækt. Einn af mönnum SAGNIR 23
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.