Sagnir - 01.04.1984, Síða 31

Sagnir - 01.04.1984, Síða 31
MATFÖNG ÚR SJÓ íslenzkt heimilislíf Bandaríkjamanninum J. Ross Browne, sem hérvaráferðárið 1862, hefurgreini- legafundist það undarlegur siður að hengja upp fisk í hýhýlum manna. Eins og síðar verður vikið að, varð mjólkurneyzla ekki almenn í Reykjavík fyrr en upp úr alda- mótum ogjafnvel enn síðar meðal hinna fátækustu. Ekki er vafi á, að skortur var á kalki í fæðunni og hefði því síldarneysla verið til bóta. En eflaust hefur ráðið miklu, að síld geymist illa eins og fleiri feitir fiskar. Saltið var fremur notað á þorskinn, og þegar farið var að ísa síld í beitu undir aldamótin, var engin hefð fyrir síldaráti. Fólk virðist hafa hirt skelfisk í harðindum, þótt hann væri ekki hafður til átu annars. í bréfi frá Geir biskup góða segir um harð- indi 1803: ... og ýmsa þekki ég af tómt- húsfólki í höfuðstaðnum, sem ekkert annað viðurværi hefur en skelfisk úr fjörunni. Og er ekki annað að heyra á biskupi, en að þarna sé lagst lágt í mataröflun. Söl virðast ekki hafa verið etin í Reykjavík eftir miðja 19. öld, en til minja um sölvatekju fyrr á öld- um eigum við örnefnið Sölvhóll, sem Sölvhólsgata er kennd við. Linir og sætir á bragðið Þórbergur Þórðarson rithöfund- ur skrásetti ýmislegt eftir fróðum mönnum um lifnaðarhætti í Reykjavík á s.hl. 19. aldar, þar á meðal margt um mataræði fólks. Þorskhausarnir voru hertir og geymdir þannig: Daginn áður en átti að eta þá voru þeir látnir liggja í sjó um það bil hálftíma, en síðan hanga í hjalli þar til næsta dag. Voru þeir þá orðnir „linir og sætir á bragðið" eftir því sem fram kemur í frásögn Þórbergs. Trosið var matreitt á ýmsa vegu. Smáfiskurinn nefndist öðru nafni soðning, enda þekktist ekki önnur matreiðsluaðferð fyrr en eftir 1880; þá fyrst var farið að steikja fisk. Önnur nýjung varð um sama leyti í matreiðslu; farið var að búa til fiskbollur með mör og lauk eða graslauk. Fyrst voru þær soðnar í súpu, en fljótlega var farið að steikja þær eins og annan fisk. Þetta þótti góð tilbreyting í mataræði, en óvíst er, hvort fátæklingar hafa tekið upp þennan sið. Heimildamenn Þórbergs voru frá Hlíðarhúsum þar sem bjuggu útgerðarbændur. Reynt var að nýta innyflin sem best. Hrognin voru hnoðuð saman við mjöl og gerðar soð- kökur úr því deigi. Kútmagar voru ýmist fylltir afmjöli og kall- aðir mjölmagar eða af lifur og nefndir lifrarmagar. Oft var lifur soðin í nýjum þorskhausum, svo- nefndum lifrarhausum. Allt þótti þetta ágætismatur. Síðast en ekki síst var lifrin brædd í lýsi. Algengt var, að nokkrar ijölskyldur ættu saman lifrarbræðslupott, sem þær skiptust á um að nota, líkt og fólk gerir með vídeótæki og spólur nú á dögum. Lýsið var notað í ýmislegt, aðallega þó í bræðing. Bræðingur var það nefnt, er lýsi og tólg voru brædd saman og haft sem viðbit í stað smjörs. Smjör var reyndar notað líka, en var torfengnara og dýrara. Það fékkst aðallega í vöruskiptum fyrir fisk eins og fyrr greinir, eða sem búsílag með vermönnum, sem dvöldust á reykvískum heimilum á vertíð- inni. Matseðill hjá útgerðarbónda SAGNIR 29
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.