Sagnir - 01.04.1984, Page 38

Sagnir - 01.04.1984, Page 38
OPNIR BÁTAR Á SKÚTUÖLD Bestu sjómannsefnin vildu þá ekki líta við sjó- ferðum á þilskipum... Þessi orð hafði Markús Bjarnason skipstjóri, árið 1897, um viðhorf sjómanna til þilskipanna á fyrri hluta skútualdarinnar. Hann var einn aðalforkólfur Stýrimanna- skólans og ötull talsmaður þil- skipaveiðanna, vildi veg þeirra sem mestan, en fannst að ekki hefði miðað sem skyldi. Skútuút- gerðin mátti sín hcldur ekki mik- ils fyrstu tvo áratugi skútualdarinn- ar. Allt fram til loka níunda ára- tugarins urðu skúturnar aldrei Mikill andbyr mætti þeim sem ráðast vildu í skútuútgerð á árunum 1870-90. Skúturnar voru mjög dýrar í innkaupi og hvorki til lánastofnanir né tryggingarfé- lög. Erlend tryggingarfélög voru treg til að tryggja íslensk skip vegna lélegs aðbúnaðar hér á landi. Höfnum og vitum var mjög ábótavant og öryggismál í ólestri. Ur mörgu af þessu rættist Þetta er hluti af þilskipajlota Reykvík- inga árið 1905, en hámarki sínu náði hann ári seinna þegar skúturnar urðu alls 46. Þá veiddu þær mestan hluta Reykja- víkurajlans, og varafþað sem áður var að bátaútgerð vœri mikilfrá Reykjavtk. fleiri en þrjár til sex á ári, voru smáar og aðeins gerðar út yfir vor- og sumartímann fyrstu árin. Páttaskilin urðu um 1890. Skút- unum tók að fjölga ört, voru þær tíu árið 1890, 22 árið 1895 og árið 1901 voru skúturnar í Reykjavík orðnar 41. Þegar svo var konrið veiddist svo til allur afli Reykvík- inga á skútur. Auk þess voru þær miklu stærri en fyrr á skútuöldinni og, af aflaskýrslunum að dæma, miklu afkastameiri en opnu bát- arnir miðað við mannafla um borð. En hvers vegna urðu þá umskiptin í þessum „besta og beinasta framfaravegi“ íslendinga ekki fyrr? undir lok aldarinnar, auk þess sem ódýrar skútur fengust frá Bretum þegar þeir sneru sér að gufuskipa- veiðum, en það auðveldaði mönnum mjög að yfirstíga erfið- asta hjallann. Markús Bjarnason nefnir meðal annars fordóma manna og vantrú, auk agaleysis um borð sem orsak- ir þess hve skútuútgerðin var lengi að komast á legg. Framan af hafi nær eingöngu verið danskir skipstjórar á skútunum, sem þekktu miðin illa. íslendingar hafi oft ekki skilið dönskuna, og margs konar árekstrar orðið um borð. Allar reglur um kaup og kjör hafi verið mjög óljósar og menn oft ekki vitað hvaða kaup þeim yrði ætlað þegar veiðiferðin hófst. Almenn hrifning og fögnuður virtist ekki hafa verið meðal bæjarbúa yfir hinni nýju atvinnu- grein. Fyrsta reynsla manna af skútunum var skrykkjótt, og almenningsálitið ekki hliðhollt skútusjómönnum ef marka má ummæli Markúsar Bjarnasonar í Dagskrá: Á þessi skip safnaðist líka allt versta ruslið af mönnum sem til var, og þótt það heppnaðist að ná í brúklegan skipstjóra, þá gat hann ekkert ráðið við þennan óaldarlýð, sem honum var út- hlutað á skipin. (28. janúar 1897, 206) Þeir sem nægilegt fé áttu, veðjuðu ekki á skútuútgerð fyrr en um 1890, með fáum undantekning- um. Þar má nefna Geir Zoéga, sem ásanrt öðrum keypti fyrstu Reykjavíkurskútuna. Þilskipaút- vegurinn hafði ekki enn öðlast það aðdráttarafl sem síðar varð. Tortryggni og slæmur aðbún- aður hcfði varla nægt til að aftra upprennandi atvinnuvegi, ef fleira hefði ekki haft áhrif. Hefur bátaút- vegurinn átt þar einhvern hlut að máli? Baslið við bátaskýrslurnar í 19. aldar tímaritum sést stund- um kvartað yfir þeim slóðaskap íslendinga að eiga ekki almenni- leg yfirlit yfir atvinnuvegi sína. Það sé fyrir neðan allar hellur fyrir siðmenntaða þjóð. Skýrslugerðin var lítil og ónákvæm og þess vegna erfiðara en ætla mætti að finna heimildir um bátafjölda. Meðaljóninn skilaði oft ekki skýrslunum sínum, enda líklega ekki hart eftir þeim gengið. Með samanburði á skjölum bæjarfó- geta um fjölda skipa og báta, afla- skýrslum landshöfðingja auk ýmissa prentaðra heimilda má þó sjá megindrættina. 36 SAGNIR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.