Sagnir


Sagnir - 01.04.1984, Qupperneq 49

Sagnir - 01.04.1984, Qupperneq 49
HAFNALAUS HÖFUÐSTAÐUR urinn af framkvæmdum Tryggva varð því lítill sem enginn. Björn ritstjóri lýsti þessu svo í ísafold árið 1907: Nýju viðgerðinni á henni fbryggjunni] er lokið fyrir skömmu með þeim prýðilega árangri, að hálf-klofinn er frá og siginn austurjaðarinn á henni að framan alllangt upp- eftir og hitt þó enn verra, að nú er fullyrt, að alls ekki sé við hana lendandi nema í blíðviðri og sjóleysu. (ísafold 34. árg. (1907) 5, bls. 19). Þessi er, í fáum orðum, saga fyrstu bryggjunnar í Reykjavík, sem byggð var á vegum yfirvalda. Þótt hörmungarsaga hennar sé mikil, voru þó ýmsar hugmyndir á lofti um úrbætur í hafnarmálum höfuðstaðarins. Hafnarnefnd og hug- myndir um hafnarbætur á 19. öld Hafnargerð var ekki rismikil á öldinni sem leið, hins vegar var mikið rætt um hafnarbætur og ekki skorti hugmyndir. Árið 1855 var hafnarnefnd skipuð í Reykja- vík. Næstu árin virtust nefndar- menn hafa fullan hug á úrbótum. En í þessu efni, sem svo mörgum öðrum, slokknaði áhuginn skyndilega þegar minnst var á kostnað. Áfram voru þó málin rædd og upp komu ýmsar nýstár- legar hugmyndir. Útlendingar voru fengnir til að skoða hafnar- stæðið og gera tillögur um lausn- lr- Rætt var um stórskipahöfn, hafnargarða, lokaða höfn, skipa- kví, stórskipabryggju úr stáli og höfn í Tjörninni, sem tengd yrði hinni höfninni með skipaskurði. En hvort sem um var að ræða óljósar hugmyndir eða skýrt mótaðar tillögur datt botninn úr málinu um leið og kostnaðar- aaetlun barst bæjarstjórninni. Árið 1895 urðu nokkur þátta- skil. Yfirsmiður Þjórsárbrúarinn- ar, Vaughan að nafni, lagði fram tillögu um stórskipabryggju. Kostnaðaráætlunin hljóðaði upp á rúmar • eitt hundrað þúsund krónur. Alþingi heimilaði níutíu þúsund króna lán úr viðlagasjóði og var bæjaryfirvöldum þá lítið að vanbúnaði. En snemma árs 1896 barst hafnarnefndinni bréf frá kaupmönnum og verslunarstjór- um bæjarins þess efnis að fá hingað áreiðanlegan mann til að gera tillögu um skipakví. Töldu þeir slíkt mannvirki koma að mun meiri notum en stórskipabryggju. Hafnarnefndin féllst á áskorun bréfritara og fékk hingað danskan verkfræðing. Lagði hann til að gerð yrði heljarmikil skipakví með hurðum, auk útihafnar sem ætlað var að verja hurðir þessar skemmdum. Áætlaður kostnaður var fjórar milljónir og sex hundr- uð þúsund krónur. Slíkt fyrirtæki var gjörsamlega ofviða efnahag bæjarins. Þessi tillaga var því ekki rædd frekar. En hvað olli sinnaskiptum kaupmanna árið 1896, þegar Al- þingi hafði veitt vilyrði fyrir láni? Ritstjóri ísafoldar skýrir svo frá í janúar 1896 að við nánari athugun hafi komið hik á suma. Hversu góð sem hafskipabryggj- an yrði, mundi hún aðeins koma að fullum notum í góðu veðri og sjólausu. Hins vegar þyrfti að tryggja siglingar til bæjarins allt árið um kring ásamt fljótri og öruggri afgreiðslu skipanna. Því væri hafskipakví besta lausnin ef Reykjavík ætti að vera miðstöð út- og innflutnings fyrir lands- menn um komandi framtíð. Olnbogabarnið Fyrstu ár þessarar aldar var lítið rætt um hafnarframkvæmdir í hafnarnefndinni. Þó komu fram nokkrar bryggjuhugmyndir, sem allar þóttu of kostnaðarsamar. Hugur nefndarmanna virtist mjög bundinn við skipakví, ekki bryggju. Skipstjórinn á danska varðskip- inu ’Heklu1 sagði í grein, sem hann birti í ísafold árið 1902, að Reykjavík væri hálfgert „oln- bogabarn1' í hafnarmálum. Flestir stærstu bæir á íslandi tækju höfuð- staðnum þar fram, því þeir gætu Tillaga H. Paulli um hafnarkví. Þetta mannvirki átti að kosta 4,6 milljónir sem voru fjórfaldar tekjur landssjóðs. SAGNIR 47
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148

x

Sagnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.