Sagnir


Sagnir - 01.04.1984, Qupperneq 50

Sagnir - 01.04.1984, Qupperneq 50
HAFNALAUS HÖFUÐSTAÐUR státað af bryggjum sem jafnvel stór hafskip gætu lagst að. Ekki voru það þó orð danska skipstjór- ans sem loks ýttu við forráða- mönnum Reykjavíkur í hafnar- málum. Árið 1905 skoraði kaup- mannaráðið í Reykjavík á bæjar- yfirvöld að fá hingað norskan eða skoskan verkfræðing til að rann- saka hafnarstæðið og gera tillögur um skipakví. Gabriel Smith hafn- arstjóri í Kristjaníu, nú Osló, var fenginn til þessa verks. Tillögur hans voru lagðar fyrir bæjar- stjórnarfund síðla hausts 1906. Hvað var það þá sem kom kaupmönnum til að hvetja bæjar- yfirvöld til dáða í hafnarmálinu? Páll Líndal getur þess í bók sinni Bæirnir byggjast að áætlanir um höfn í Skerjafirði og verslun- arstað í Viðey hafi, framar öðru, knúið á um framkvæmdir við Reykjavíkurhöfn. Er því rétt að athuga nánar þessar áætlanir og viðbrögð málsnretandi manna við þeim. Millj ónafélagið Þeir sem nú líta yfir sundið til Viðeyjar sjá þar lítið lífsmark, en svo hefur þó ekki alltafverið. Fyrr á þessari öld var þar blómlegt at- hafnalíf, einkum á árunum 1907- 1914. Þá réð í Viðey útgerðar- og verslunarfélagið P.J. Thorsteins- son og co. hf., sem stofnað var í Kaupmannahöfn vorið 1907. Að því stóðu efnaðir kaupsýslumenn hérlendis og í Danmörku. ís- lensku hluthafarnir voru þeir PéturJ. Thorsteinsson, semefnast hafði á umsvifum sínum á Bíldu- dal og víðar á síðustu áratugum 19. aldar og Thor Jensen, sém um aldamótin hafði komið undir sig fótunum í verslunarrekstri í Reykjavík. í daglegu tali var þetta félag aldrei nefnt annað en Mill- jónafélagið - eða Milljónarfélagið - því sú saga gekk að hlutafé þess næmi einni nrilljón króna, sem var sem næst sama upphæð og árstekjur landssjóðs. Félagið mun þó aldrei hafa átt svo mikið. í fljótu bragði kann að virðast undarlegt að velja slíku stórfélagi, sem Milljónafélagið átti að verða, stað í Viðey. Reynslan hafði oft sýnt að ekki var auðvelt með flutninga milli lands og eyjar, hvorki á fólki né varningi. Félagið hugðist gera út togara, en hafnar- kostir í Reykjavík voru óviðun- andi fyrir stærri skip. Annað kom og til sem olli því að Viðey varð fyrir valinu. Eggert Briem, bóndi í Viðey, var tengdasonur Péturs J. Thorsteinssonar og því hæg heimatökin að fá þar leigt land. Milljónafélagið hóf þegar smíði hafskipabryggju við austurenda Viðeyjar, við svonefndan Sund- bakka, gegnt Gufunesi. Því verki var lokið sumarið 1907. Félagið réðst einnig í margvíslegar aðrar framkvæmdir sem sýndu að það hugðist þegar í upphafi verða stórveldi í verslun og útgerð hér- lendis. Löggilding? En félagið lét ekki staðar numið. Næsta skref var að sækja um lög- gildingu verslunarstaðar í eynni. Slík löggilding hafði það í för með sér að liver sem var gat sótt um verslunarlóð og hafið kaupskap. Frumvarp um löggildingu Sund- bakkans var fyrst lagt fyrir Al- þingi árið 1907. Aðalrökin fyrir henni voru þau, að þá gætu skip siglt beint til hafnar í Viðey án þess að þurfa að fara til Reykja- víkur eða annarrar löggiltrar hafnar fyrst og sýna pappíra sína, eins og skipsstjórnarmönnum bar skylda til. Ymsar víkur og annes, sem þingmenn vissu oft lítil deili á, höfðu fram að þessu verið lög- gilt næsta umyrðalaust. Virtist sem svo myndi einnig fara um Viðey. Málið fór órætt gegnum efri deild. í neðri deild snerust þingmenn Reykjavíkur, þeir Tryggvi Gunnarsson bankastjóri og Guðmundur Björnsson land- læknir, öndverðir gegn þessari beiðni. Töldu þeir hér vegið að verslunarhagsmunum Reykvík- inga og sagði Guðmundur þetta vera gróðabragð af hálfu milljón- armanna. Þingmennirnir héldu því fram að löggilding í Viðey yrði Reykjavík til mikils ljárhags- tjóns og sennilega verða þess valdandi að aldrei yrði gerð mannsæmandi höfn í höfuðstaðn- um sjálfum. Málið var því fcllt í neðri deild. Ekki leið þó á löngu þar til það var tekið upp aftur. Á þinginu 1909 kom enn fram frumvarp um löggildingu Sundbakkans. Rökin með því voru að mannvirki væru orðin slík í Viðey að hún ætti lög- gildingu skilið. Mótrökin voru hin sömu og á þinginu 1907 að því viðbættu að lega Viðeyjar utan lögsagnarumdæmis Reykja- víkur ylli því að bærinn færi var- hluta af hafnargjöldum þar. Hannes Hafstein, ráðherra, hélt því fram að hér væri verið að opna fleiri leið til verslunar og skerða einokunaraðstöðu Milljónafé- lagsins, en allt kom fyrir ekki og frumvarpið var fellt. ThorJensen útgerðarmaður (1863-1947) 48 SAGNIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148

x

Sagnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.