Sagnir - 01.04.1984, Side 98

Sagnir - 01.04.1984, Side 98
ÍSTAKA Á TJÖRNINNI 19. aldarinnar hófst íslensk tog- araútgerð. Árið 1907 er að því leyti tímamótaár að þá tóku til starfa tvö útgerðarfélög sem bæði áttu eftir að hafa mikil áhrif á bæjarlífið og sýna og sanna að íslensk togaraútgerð var arðbær atvinnugrein. Þetta voru útgerð- arfélögin Alliance og íslandsfélag- ið. Sama ár hófst svo starfsemi Milljónafélagsins í Viðey. Nú var því þannig háttað að ís var meðal helstu nauðsynja við slíka útgerð jafnvel þótt mest væri veitt í salt og saltfiskur okkar helsta útflutningsvara. Þótt saltað væri um borð mátti búast við því ef vel veiddist að ekki hefðist undan og því varð að geyma þann fisk sem af gekk í ís svo ekki spilltist. Á sama ári og áðurnefnd út- gerðarfélög komust á laggirnar hófust siglingar með ísaðan fisk á Bretlandsmarkað. Reið Mill- jónafélagið á vaðið þegar það sendi togara sinn Snorra Sturlu- son í fyrstu ferðina þá um haustið. Það varð svo venjan að togararnir hófu veiðar í ís þegar síldveiðum lauk einhvern tímann í septem- ber. Þessum veiðum var haldið áfram fram í janúar en bestu sölu- möguleikarnir á Bretlandsmark- aði voru einmitt um jól og ára- mót. Það er svo gaman til þess að vita að þessi hefð að sigla með ísvarinn fisk til Bretlands um ára- mót hefur haldist alla tíð síðan þrátt fyrir tvær heimsstyrjaldir og þorskastríð, að vísu með þeirri undantekingu að breskir togara- eigendur settu löndunarbann á íslensk skip á árunum 1952-1956 þegar fiskveiðilandhelgin var færð út í fjórar mílur. Rekstur íshúsanna virðist hafa gengið vel, að minnsta kosti sagði Thor Jensen í skýrslu til stjórnar Milljónafélagsins í árslok 1908 að íshús þau sem þá voru í bænum bæru sig vel fjárhagslega og þörfin fyrir ís og ísgeymslur færi vaxandi. ístakaá Tjöminni. Vonarstrœti íbaksýn. Um frystingu og frysti- geymslur í umhleypingasömu vetrarveðri eins og það gerist á íslandi er ekki óalgengt að svellbólstrar myndist á útidyratröppum og gangstétt- um. Þegar skóflan og bölbænir hafa ekki dugað á þessar slysa- gildrur er vanalega gripið til þess alkunna þjóðráðs að dengja salti á svellið. Hvað svo gerist hugsum við ekkert um nema hvað við vitum að sé ekki þeim mun meira frost hverfur klakinn. Að hér sé um að ræða sömu aðferð og fyrst var notuð til að frysta matvæli dettur víst fáum í hug a.m.k. fáum þeirra sem fæddir eru um og eftir stríð. Þeir sem hafa unnið í frystihúsum vita að fiskurinn er frystur í plötum í þar til gerðum tækjum og kannast við að ammoníak kemur við sögu. Þeim dettur því ekki í hug neitt sam- band milli þess sem er að gerast á tröppunum hjá sér og frystihúsa. En hvað er það sem í raun gerist? Þegar ís og salti er blandað sanran myndast unr 21° C frost í blöndunni. Ef umhverfið er hlýrra dregur blandan til sín hita úr því. ís bráðnar ef hitinn fer yfir frostmark en þessi ís- og salt- blanda bráðnar við lægra hitastig. Því leysir klakann þótt nokkuð frost sé úti. Þessi vitneskja var hagnýtt í íshúsunum. Matvæl- ununr var difið í ís- og saltblöndu þar til þau voru gegnfrosin og síðan komið fyrir í frystigeymslu þar sem samskonar blanda var notuð til kælingar. Gallinn var sá að með þessari aðferð var erfitt að ná frostinu í geymslunum niður fyrir 15° C senr er heldur lítill kuldi til geymslu og nratvælin vildu þrána. Þá er þess að geta að ef fiskur var frystur óvarinn var eðlilega af honum nokkurt saltbragð. Þar sem beitusíldin, mikilvæg- asta afurð íshúsanna, cr feitur fiskur og því sérlega viðkvænrur fyrir þráa var hún meðhöndluð á sérstakan lrátt eftir að hún hafði verið fryst í þar til gerðum kössum. ísak Jónsson lýsir aðferð- inni svo í bæklingi senr hann gaf út á Akureyri rétt eftir aldamót: Eptir að fiskurinn var frystur og kominn inn í frystihúsið, var hver kaka tekin og rekin ofan í vatn, við það nryndaðist íslrúð utan um fiskinn; þetta var gert fleirum sinnunr, eptir því senr þurfa þótti, auðvitað var þctta gert inni í frostlrúsinu í svo nriklu frosti, að vatnið, senr tolldi utan á kökunni, varð að ís óðara, en að lrún konr upp úr vatninu, væri þetta gert þrisvar, var klakahúðin orðin svo þykk utan unr fiskinn, senr unr hann hefði verið steypt gleri. Síðan voru kökurnar lagðar í trékassa og þeinr staflað í geymslu. Mjög nrikilvægt var að vanda til bygginga. Einangrun á ísgeynrslunr þurfti af auðsæjunr ástæðunr að vera góð og einnig hitt að þær væru í ljósum litum til að verjast hita sólarljóssins. Unr þessi atriði kvartar Bjarni Sæ- mundsson í skýrslu um fiskirann- 96 SAGNIR
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.