Sagnir - 01.06.1995, Page 56

Sagnir - 01.06.1995, Page 56
Guðrún Harðardóttir Um íslenskar kirkjubyggingar á miðöldum Litlar heimildir er að fwna um þau guðshús sem hýstu Islendinga við helgihald á miðöldum. Engin kirkjafrá þessum tima hefur varðveist í heild sinni en auk ritheimilda gefa nokkrir kirkjugrunnar vísbendingar um gerð hinna horfnu kirkna. Þráttfyrir þetta gefur það æði brotakennda mynd af umgjörð helgihaldsins og verður því oft að geta í eyðurnar °g gefa hugmyndafluginu lausan tauminn. Byggingarefni og byggingarlag Smíðaefni og gerð fornra íslenskra kirkjuhúsa eru að sjálfsögðu ekki fullkönn- uð. Rannsóknir sem hing- að til hafa verið gerðar benda þó til þess að dóm- kirkjurnar á Hólum og í Skálholti hafi verið fyrst og fremst úr timbri. Raunar eru torfkirkjur þær sem enn standa eig- inlega timburhús með ytri hlíf úr torfi. Draga þær nafn sitt af þessari hlíf en timburkirkjurnar af því að hafa hana ekki. Fornleifar og ritaðar heimildir leggjast á eitt um að gefa í skyn að bæði altimburhús og innri grind torfhúsa hafi til forna verið með svokölluðu stafverki. Hugtak þetta vekur upp mynd af norskum staf- kirkjum í hugum margra enda er byggingartækni þessi vel sýnileg í slíkum kirkjum. Það þarf ekki að koma á óvart að tækni þessi hafi numið hér land með landnámsmönnum af norrænu bergi brotnu enda eðlilegt að hand- verkstækni sem til er heima fýrir flytjist með landnemum til nýrra heimkynna, á sama hátt og búfénaður eða tungu- mál. I grófum dráttum er stafverkið talið eiga sér þijú stig þróunar frá stólpaverki til stafverks. Stólpaverk kallast það þegar klofnum tgábolum er stungið í jörð þar sem hvert borð er við annars hlið en hornstólpar heilir. Næsta stig má ætla að komi fram til að spoma við fúa í timbrinu sem or- sakast af jarðstöðu staf- anna. A þessu stigi eru það einungis homstafirnir sem em jarðgrafnir en svokall- aðar syllur felldar í þá uppi og niðri, þannig að sú neðri snerti ekki jörð. I rauf á þessum syllum er sérstaklega tilhoggnum borðum raðað saman svo að þau myndi þil. Með þriðja stigi þróunarinnar 54 SAGNIR

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.