Sagnir - 01.06.1995, Blaðsíða 9

Sagnir - 01.06.1995, Blaðsíða 9
Gamla bíó (stofnað 1906) og Nýja bíó (stofnað 1912) voru aðalkvikmyndahúsin í Reykjavík fram í seinna stríð. Þar sem aðeins tvö kvikmyndahús voru rekin í Reykjavík fram í seinna stríð, Gamla bíó og Nýja bíó, treystu forráðamenn þeirra sér ekki til að standa undir kostnaðinum sem þvi fylgdi að setja íslenskan texta við erlendar myndir. Til þess var markaðurinn of smár. Þegar árið 1927 rituðu forsvarsmenn bióhús- anna m.a.:9 engum mun vera meira áhugamál en sjálfum eigendum kvikmyndahúsanna hér, að hægt væri að hafa íslenskan texta við kvikmyndir þær, sem þau sýna. En jafnframt verður að segja hveija sögu eins og hún er, jafnt í þessu máli sem öðrum. Þeir, sem halda að hægt sé að taka upp íslenskan texta við myndirnar með tiltölulega litlum tilkostnaði og fyrirhöfn, hafa áreiðan- lega ekki sett sig inn í það mál. Sann- leikurinn er sá, að ekki er unnt að framkvæma þetta hér á landi hve fegn- ir sem menn vildu . . . Bent var á að kvikmyndahúsin í Reykja- vík sýndu ekki bæði sömu myndimar enda myndi aðsókn verða ærið lítil að því bíóhúsinu sem síðar sýndi sömu myndina og hitt hefði áður sýnt. Hvort kvikmyndahúsið um sig yrði því alveg að kosta íslenskan texta við allar þær myndir sem það sýndi. Reykvíkingar gátu ekki borið sig saman við stórborgarbúa millj- ónaþjóðanna þar sem tugir og jafnvel hundruð kvikmyndahúsa störfuðu sem höfðu tök á að skiptast á myndum rnilli bæja eða borgarhluta og standa sameigin- lega að textun mynda. Forráðamenn kvikmyndahúsanna tóku Danmörku sem dæmi en þar væru um 400 bíóhús í hin- um ýmsum borgum og bæjum og þar gætu kvikmyndahúsin jafnan skipst á um myndimar auk þess sem sumar myndim- ar „gengju" um öll Norðurlönd með óbreyttum danska textanum. Textakostn- aðurinn í Danmörku jafnaðist þannig niður á a.m.k. 3-400 staði en á Islandi lenti hann allur á einu einasta kvik- myndahúsi. Síðan greindu eigendur bíó- húsanna frá því hvað það kostaði í raun að koma textanum á íslensku en á þess- um tíma vom þöglu myndimar enn ráð- andi og texta skotið inn á milli atriða eða þátta til skýringar:1" Meðallengd myndar er 8 þættir, og leggjum vér því átta þátta mynd til grundvallar fyrir kostnaðaráætlun vorri. I hveijum þætti em að meðaltali 20 textar, og hver texti að jafnaði 5 metrar á lengd. Þá em 100 metrar af texta í þætti. AUs eru þá 800 metrar af texta í átta þátta mynd. Samkvæmt verðlista frá Nordisk Film Co., kostar framköllun og prentun á ’Karton’ 0.90 au. pr. metra. Dæmið lítur þá þannig út: 800 metra hráfilma með prentun og franrköllun @ 0.90 ........ kr. 720.00 Þýðing á texta ............— 35.00 24 mtr. slaufur (framan og aftan við hvern þátt) @ 0.20 ........— 4.80 Vinna við að taka úr údenda textann og setja íslenskan í, og aftur við að taka úr íslenska textann og setja þann útlenda inn aftur, 3 tímar pr. þátt í hvert sinn = 48 tímar fýrir hveija 8 þætti @ 1.30 um tímann ... — 62.40 Samtals kr. 822.20 Aætlun þessi er gerð svo lág sem unnt er, og er ekki reiknaður með sá tími, sem fer í að sjá hveija mynd, hjá manni þeim sem hefði á hendi þýð- ingar á textanum. Ennfremur er ótal- inn sá kostnaður, sem nauðsynleg vélakaup sem til verksins heyrir hefur í för með sér, þær vélar einar kosta SAGNIR 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.