Sagnir - 01.06.1995, Blaðsíða 57
hættu menn að grafa homstafina niður
og létu þá í stað þess hvíla á steinum.1 A
þennan hátt er timburgrindin eins vel
varin jarðvegsfúa og hægt er.
Stafverks sér enn stað í gömlum torf-
húsum á Islandi svo sem í bænhúsinu að
Gröf á Höfðaströnd, skálanum að Keld-
uni á Rangárvöllum og á Stóru-Okrum í
Skagafirði.
Hvað byggingarlag kirkna með staf-
verki varðar, þá virðist hér á landi hægt
að tala um tvær megingerðir. Annars
vegar eru einskipakirkjur þar sem kirkju-
skipið er einfalt að gerð og eru torf-
kirkjur og einfaldar tintburkirkjur full-
trúar fýrir þær. Hins vegar em þrískipa-
kirkjur, öðru nafni útbrotakirkjur. Þær
em þannig byggðar að frá miðskipi
greinast tvö lægri og þrengri hliðarskip,
svokölluð útbrot. Utbrotin greinast frá
miðskipinu með innstöfum sem bera það
uppi.
Dómkirkjurnar
Toluverð vitneskja liggur nú fýrir um
hinar fomu dómkirkjur sem byggðar
voru hér á landi frá því biskupsstólarnir
voru stofnaðir uns lútherskur siður komst
á.
Hin fýrsta raunverulega dómkirkja hér
á landi var kirkja sú sem Gissur Isleifsson,
fýrsti stólsbiskupinn (1082-1118), lét reisa
í Skálholti. í Hungurvöku segir að hún
hafi verið þrítug að lengd2 og er þá lík-
lega átt við álnamál. Væntanlega er þama
átt við hina gömlu íslensku alin. Þessi
lengdareining gat verið breytileg en
raunhæft er að miða við um 50 cm fýrir
eina alin.3 Ut frá þessu væri kirkjan ná-
lægt 15 metrum að lengd.
Næst reis kirkja á Hólum, hinum ný-
stofnaða biskupsstóli Norðlendinga.
Samkvæmt Jótis sögu Itelga lét biskup reisa
mikla kirkju, virðulega eða volduga eftir
því hvaða gerð sögunnar er skoðuð. Ekki
getur nákvæmlega urn stærð hennar en af
atburðalýsingum að dænta, bæði í Slurl-
ungu og biskupasögum, gægjast fram ein-
stakir hlutar þessarar kirkju Jóns Og-
mundssonar sem
var biskup á Hól-
um 1106-1121.
Þótt engin séu
málin er víst að
Hólakirkja þessi
hefur verið veg-
leg. Af ofan-
greindum rit-
heimildum er ljóst
að á Hólum hefur
staðið kirkja nteð
krossörmum og
forkirkju.4 Af
heimildum að
dæma virðist sem
kirkja þessi hafi
staðið fram yfir
miðja þrettándu
öld.
I Hungurvöku
kemur fram að
Magnús Einarson,
biskup í Skálholti
1134-1148, hafi látið auka mjög kirkju í
Skálholti. Hvemig og hversu mikið
Magnús hefur látið stækka eða bæta
kirkjuna verður þó seint svarað.3
Næstu framkvæmdir við kirkjubygg-
ingu í Skálholti urðu snemma í biskups-
tíð Klængs Þorsteinssonar (1152-1176) en
hvergi segir af örlögum kirkjunnar sem
þar stóð fýrir og Magnús hafði svo ný-
lega aukið. Hungurvaka þegir um stærð
hinnar nýju kirkju en gefur í skyn að
smíðin hafi verið ærið kostnaðarsöm fýrir
stólinn.6 Það gefur tilefni til að ætla að
kirkjan hafi verið bæði stór og vegleg.
Páll Jónsson, sem var biskup 1195-1211,
lét auka stöph við þessa kirkju.7
Heimildir benda til þess að Jörundur
Þorsteinsson sem sat á biskupsstóli 1267-
1313 hafi látið endurreisa Hóladómkirkju
í biskupstíð sinni.8 Astæður þeirrar bygg-
ingar eru ekki kunnar en ef til vill hefur
aðeins verið um gagngerar endurbætur á
gömlu kirkjunni að ræða. I seinni tíma
heimildum er að finna mál af þessari
kirkju og þykja þau alláreiðanleg að mati
fræðimanna. Samkvæmt þessu mun
kirkjan hafa verið 50 álnir [um 25 m] að
lengd, 19 álnir [tæpir 10 m] að breidd um
framkirkju, stöpullinn 17 álnir [tæpir 9
m] að lengd og eins á breidd en ekki er
minnst á breidd um stúkur né stærð
kórs.9
Auðunn rauði Þorbergsson, sem tók
við embætti af Jörundi, hófst handa við
byggingu steinkirkju á Hólum á biskups-
árum sínum. Honum auðnaðist því
miður ekki að láta ljúka verkinu og stóð
steinhleðslan eins og tótt utan um kirkj-
una og þær næstu á eftir og var ekki rifin
fýrr en framkvæmdir hófust við þá Hóla-
dómkirkju sem enn stendur.1"
Margar heimildir segja frá kirkjubruna
í Skálholti árið 1309 eftir að eldingu
hafði slegið niður í kirkjuna. Fljótlega
eftir þetta lét Arni Helgason sem þá var
biskup í Skálholti (1304-1320) hefja
framkvæmdir við nýja kirkjubyggingu á
staðnum. Engin mál eru til af þessari
kirkju en í heimildum frá 18. öld er
rninnst á mikla stærð hennar. Kirkja þessi
varð fýrir miklum skakkafollum af völd-
unr veðurs og vinda.11
Kirkja sú sem Jörundur hafði látið gera
upp á Hólum fauk í ofsaveðri árið 1394.
Þá sat Pétur biskup Nikulásson (1391-
1411) Hólastól. Hann lét gera nýja kirkju
í sinni tíð og stóð hún allt fram til 1624. I
síðari tíma heimildum hafa varðveist mál
af þessari kirkju og samkvæmt þeim
hefur hún verið 50 álna löng, stöpullinn
17 x 17 álnir, framkirkjan 19 álnir á
breidd en 35 álnir um stúkurnar og kór-
inn 17 álnir á lengd. Heimild frá 1616 ber
saman við þessar tölur og verða máhn
því að teljast nokkuð áreiðanleg.12 Þetta
fellur að þekktum máluin Jörundarkirkju
og óneitanlega vaknar sú spurning hvort
mál Péturskirkju hafi í heimildum færst
yfir á Jörundarkirkju með einhveijum
hætti. A móti því mælir múrtóftin, sem
virðist hafa verið byggð utan um Jörund-
arkirkju og gæti hafa orðið til þess að
næsta kirkja (Péturskirkja) varð að vera af
SAGNIR 55