Sagnir - 01.06.1995, Blaðsíða 49

Sagnir - 01.06.1995, Blaðsíða 49
Góði Jónas minn! Eg fékk á dögunum svo ágætt bréf frá þér (auk tveggja annarra minni) að ég hefi nærri haft það að daglegri skemmtan síðan . . . Þegar Tómas hefur skrifað í nokkum tíma kemur Sigríður fram ganginn og staðnæmist i stofugættinni. „Guðveriþérnáðugur Tómas, hvað í ósköpunum gengur þér til að glænepjast svona um nætur, eins og þú ert á þig kominn?" Tómas svarar engu en bendir rólega á hálfskrifað bréfið. „Þessir Kaupmannahafnarpiltar munu ganga að þér dauðum Tómas minn, sagði ekki læknirinn að þú ættir að skrifa liggj- andi ef þú þarft nauðsynlega að senda þessi bréf?“ „Æ blessuð góða Sigríður,“ hvíslaði Tómas hásum rómi, „taktu nú ekki frá mér mína einustu gleði í þessum harða heinri. Annars veit ég ekki til hvurs Guð lætur mig lifa svo lengi ef æfi mín á ekki að vera til neins annars nema rétt með mæðu og óþægð að hafa fyrir lífinu." „Er nú ekki heldur seint fyrir þig að bjarga þessu eyðilandi eins og fyrir þér er komið?“ „Ekki ætla ég mér nú að bjarga landinu, enda hvorki hæfileikar né heilsa mín til þess vænleg, en umfram allt vildi ég, góða Sigríður, fara undir græna torfu með þá vitund að ég hafi látið mér mest annt um af öllu að vera til nytsemi. Það sem er fagurt og það sem nyt má hafa að, þetta voru eitt sinn leiðarstjörnur Fjöln- is.“ Allt í einu beygir Tómas sig í keng og herpist í sárri hóstahviðu og gengur upp nokkuð blóð. Það líður nokkur tími uns hann hefur jafnað sig og þá styður Sigríður mann sinn til baðstofunnar á ný. „Taktu nú með ritföng mín og litla lampann svo að Jónas fái nú krafsið mitt,“ stynur Tómas. Þegar Tómas kemur aftur í rúmið hefur stytt upp og fyrsta sólarglenna dagsins glampar á litla glugganum yfir rúminu. Sigríður býr eins vel um hann og hægt er og hann tekur undir eins til við bréfið. „Sárt er mér að þeyta þér fram og aftur góða mín, en gætirðu dekrað við mig karlægan og fundið það sem ég nótaði um Alþingi, svo ég geti sent það með bréfinu til Jónasar," segir Tómas með þessum undarlega hása róm. Þegar Sigríður kemur aftur eftir nokk- urn tíma með greinina um Alþingi og nýlagað kaffi er Tómas sofnaður. Hún leggur frá sér bakkann, tekur pennann úr hendi manns síns og sest á rúnrstokkinn með bréfið. Hún lítur yfir það og les niðurlag þess: . . . vera kann að þetta slái sér upp í tæringu; þó hef ég enn meiri von, að það moltni úr, þegar fer að hitna í veðrinu. Læknirinn hefir reynt alt, sem hann getur, við mig, en eina meðalið, sem dugir er ekki fáanlegt en það eru blóðsugumar. Eg er orðinn dauðþreyttur við þetta pár, þvi í mánuð hefi nú ég ekki tekið penna í hönd. Skrifaðu mér rækilega, einkurn þegar skipin koma. Þinn einlægur elskandi T. Sæ- mundsson. Sigríður dregur fyrir litla gluggann fyrir ofan rúmið og gengur þögul fram með lampann og kalt kaffið. Heimildir BréfTómasar Sæmundssonar gefm út á 100 ára afmæli hans 7. júní 1907. Búið hefur til prentunarjón Helgason. Rv. Sigurður Kristjánsson 1907. SAGNIR 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.