Sagnir - 01.06.1995, Blaðsíða 39

Sagnir - 01.06.1995, Blaðsíða 39
stefna? Fyrir utan ofannefnd stig á raun- særri endurspeglun á veruleikanum verð- ur að gera ráð fyrir að í skáldverki sé að fmna sannleika í svolítið annarri merk- ingu; öll metnaðarfull verk setja sér nefnilega að miðla einhveijum almenn- um sannleika um lífið og tilveruna. Það er einhvers konar heildarniðurstaða verksins sem reyndar er ekki alltaf einhlít eða augljós og gefur tilefni til óhkra túlk- ana. Ef sögulegar skáldsögur og sagnfræði- verk eru borin saman með ofangreinda punkta í huga virðist mér vera nokkur munur á viðleitni, markmiðum og um- gengni þessara textaflokka við sannleik- ann, ef svo má segja, þótt sú staðhæfing standi að sannleikurinn er ekki beinlínis aðgreinandi þáttur. Sagnfræðingurinn stefnir að því að fara rétt með staðreyndir og álykta með rökum út frá gögnum sínum um framvindu og samhengi. Traustleiki staðhæfinga og niðurstaðna hans veltur á því hve áreiðanlegar heim- ildir hans eru og röksemdirnar sannfær- andi. Skáldið hefur meiri áhuga á því að koma á framfæri sannleika í þeirri merk- ingu sem síðast er nefndur hér að ofan, hinni dýpri merkingu verksins. Aftur á móti er það minna atriði að fara rétt með staðreyndir og mörg dæmi um það að skáldsagnahöfundar hagræði þeim og hniki til eftir kröfum verksins eins og sagt er. Mikilvægara er að hin almenna umhverfismynd komi heim og saman við almenna þekkingu á sögutíma og sögu- sviði svo að lesandi taki veruleika verks- ins gildan. Og þá kem ég að því sem hugsanlega má nefna sem einn aðgreinandi þátt sagnffæði og skáldskapar. Skáldsögu- höfundurinn nýtir sér sögulega þekkingu til að móta mynd af því einstaka. Drama- tisk framsetning heppnast best á sviði hins sértæka og einstaklingsbundna. Skáldsagan hefur ákveðna atburði að söguefni, einnig vissar persónur og til að segja frá þeim en þó sérstaklega sviðsetja á trúanlegan hátt verður að leita til sagn- fræðiþekkingarinnar og leiða af því al- menna hið einstaka. lokum dæmi: Það þarf t.d. að lýsa verslunarskipi í sögulegri skáldsögu sem segir frá atburðum á 17. öld. Sagnfræðibækur geyma ýmsan fróð- leik um skip á þeim tíma og hann notar skáldsöguhöfundur þegar hann mótar skip sitt í sögunni. Þetta er þveröfugt við það sem sagnfræðingarnir gera. Þeir safna saman mörgum einstökum vitnisburðum um tiltekið atriði og markmið þeirra er að álykta af þeim og draga upp almenna mynd af fyrirbærinu. Það má t.d. finna ýmis konar heimildir um meðferð ung- barna á 18. öld á Islandi og væntanlega hefði sagnfræðingur meiri áhuga á því hvernig ungbamaumönnun var almennt háttað í landinu á umræddum tíma en lýsa einstöku dæmi. Lýsing dæmisins væri þá a.m.k. ekki markmið i sjálfu sér heldur leið til að miðla almennri sögu- legri vitneskju; hið einstaka tilfelli hefði fyrst og fremst gildi vegna þess að það væri dæmigert fyrir það sem sagn- fræðingurinn túlkaði sem almennt. Hér einfalda ég að sjálfsögðu flókið mál því auðvelt er að benda á skáldsagna- höfunda sem byggja verk sín á umfangs- mikilli eigin öflun og úrvinnslu ffurn- heimilda og vinna forvinnuna að skáld- verkum sínum líkt og sagnfræðingar myndu gera. Marga þætti vinna þeir þó óhjákvæmilega út frá verkum sem fyrir hendi eru og nýta sér sagnfræðilegar nið- urstöður. Mikilvægara er þó að úrvinnsla þeirra stefnir ekki að almennum söguleg- um ályktunum heldur að því að móta at- burðarás, sviðsetningar eða persónulýs- ingar. Frásögnin er alltaf á sviði hins ein- staka hvort heldur höfundur kannar frumheimildir og vinnur úr þeim sjálfur eða nýtir sér rannsóknir annarra. Það er svo enn annað mál að skáld- söguhöfundurinn leitast við, eins og fyrr er nefnt, að koma á framfæri lífssýn eða heimspeki með sögu sinni. I því tilliti stefnir skáldsöguhöfundurinn frá hinu einstaka til hins almenna; af sögu, er gerist á sviði hins sértæka, skal lesandi draga víðtækari ályktanir en textinn læt- ur í ljós á yfirborðinu og meira en bara sagnfræðilegan lærdóm um söguefnið. Þetta markmið skáldsöguhöfundar gerir það að verkum að hvert einstakt atriði í sögunni fær aðra og víðari merkingu en í einfaldri atburðasögu. Það hefur annað 14 sbfla8„ SANNA bókl HugsaSu elos og liUa ma^oski- an! Talaðu eins og hún! Gerðu eins og hún! ÞaS » ? , i'XiiTI?uT - SI1“" s&ls: tzTi°* -—wp. ó ,ö,» u> TO-i-ó-I-k, b““ “' w Se“ ae”i' aS Sælia hfZ íZmg tSr i“”ra En t“nS ” ■« U 2L” ~ ZZ‘mTk'* m”ndn seg)a! -Þo“a«»»»<£■ sjcapur. Starfsmolamennirnir mundu segia- Þetta u ekkerT már^Stí^" Málmennirnir mund" segia: „Þetta^r stí!I" Oar , nnirnÍr mundu se^ «Þetta er enginn °g llstcunennirnir mundu segja: „Þetta er enginlsf' " -Þanmg nta þjónar sannleilcans/' svaraði röddta. lifa e^ 7nain^Ín Mammagaggm "* hverju eigum við að a' eí engin kemur út í fjögur ór?" " saíínleikans tegna ?h^f ^orgaríni hér í heimi maun mm. Og samstundis var tekin frA c„uu . “ g löngun til að halda áfran, 17- * Sobbeggi afa öll ur á Hann . j , með bokina, sem hann var byrjað- Sat daIltla stund eins og steindauður í skrifstóln um sinum, og röddin hans Gvuðs hætti að tala Þórbergur Þórðarson: Sálmurinn um blómið. SAGNIR 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.