Sagnir - 01.06.1995, Blaðsíða 62

Sagnir - 01.06.1995, Blaðsíða 62
Líkneski af Önnu og Mariu mey með Jesúbamið. Þiljur með myndskurði frá Flatatungu í Skagafirði. upp kirkju- og /eða bænhúsgrunnar á Skeljastöðum og Stöng i Þjórsárdal, og Kúabót í Alftaveri og álitamál er hvort telja beri kapelluna í Kapelluhrauni með hér. Það er sameiginlegt einkenni margra kirknanna í þessum flokki að kór þeirra er þrengri en kirkjuskipið sjálft. Þetta mun teljast rómanskt lag og sést einnig á kirkjutóftum frá miðöldum á Grænlandi, Færeyjum og Noregi.32 Líkur benda til að kirkjurnar á Laufási og að Gásum hafi verið timburkirkjur en kirkjan að Varmá a.m.k. með umgjörð úr torfi sem og kirkjan að Krossi. Innra rými Innra rými kirkna skiptist í grundvallar- atriðum í tvennt: Kór og framkirkju. I dómkirkjunum var að auki forkirkja í vestri. Skipting þessi hefur verið rakin til fyrirmynda í Biblíunni um musteri Salomons (I.Kon. 6). Forkirkja mun hafa verið aðgreind frá framkirkju með heilum vegg með dyr- um á. Val- þjófsstaðahurðin er t.d. talin hafa verið fyrir slík— um dyrum. Kórþil skildi að framkirkju og kór en víða í kirkjum landsins má enn sjá leifar slíks.33 Þau hafa væntanlega verið staðsett vestan við krossstúkur þar sem um slíkar var að ræða, annars á skilum kórs og fram- kirkju. Lestrarkórar (lectorium), sem voru eins konar svalir, munu hafa verið yfir kórþilum stærri kirkna. Slíkir kórar eru enn til í Noregi en ritheimildir vitna um þá hér á landi.34 Kirkjur voru helgaðar ákveðnum dýrl- ingum, mismörgum þó. I veglegum kirkjum voru mörg ölturu og hvert helg- að sínum dýrlingi. Háaltari hefur staðið í kór en útölturu í krossstúkum þar sem þær voru eða i framkirkju, hugsanlega í útbrotum framkirkju.35 Mjög var jafnan vandað til umbúnaðar á ölturum og giltu um það nákvæmar reglur. Altarisklæði skyldu vera að framan en altarisdúkar breiddir ofan á. A ölturunum hvíldu helgir gripir, svo sem krossar, ljósastikur, helgiskrín og bækur. Yfir útölturum rnunu hafa staðið líkneski af þeim dýrl- ingum sem þau voru helguð.36 Umbúnaður háaltaris í St. Dcnis kirkjunni í París. 60 SAGNIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.