Sagnir - 01.06.1995, Side 62
Líkneski af Önnu og Mariu mey með Jesúbamið.
Þiljur með myndskurði frá Flatatungu í Skagafirði.
upp kirkju- og /eða bænhúsgrunnar á
Skeljastöðum og Stöng i Þjórsárdal, og
Kúabót í Alftaveri og álitamál er hvort
telja beri kapelluna í Kapelluhrauni með
hér.
Það er sameiginlegt einkenni margra
kirknanna í þessum flokki að kór þeirra
er þrengri en kirkjuskipið sjálft. Þetta
mun teljast rómanskt lag og sést einnig á
kirkjutóftum frá miðöldum á Grænlandi,
Færeyjum og Noregi.32 Líkur benda til
að kirkjurnar á Laufási og að Gásum hafi
verið timburkirkjur en kirkjan að Varmá
a.m.k. með umgjörð úr torfi sem og
kirkjan að Krossi.
Innra rými
Innra rými kirkna skiptist í grundvallar-
atriðum í tvennt: Kór og framkirkju. I
dómkirkjunum var að auki forkirkja í
vestri. Skipting þessi hefur verið rakin til
fyrirmynda í Biblíunni um musteri
Salomons (I.Kon. 6). Forkirkja mun hafa
verið aðgreind
frá framkirkju
með heilum
vegg með dyr-
um á. Val-
þjófsstaðahurðin
er t.d. talin hafa
verið fyrir slík—
um dyrum.
Kórþil skildi að
framkirkju og
kór en víða í
kirkjum landsins má enn sjá leifar slíks.33
Þau hafa væntanlega verið staðsett vestan
við krossstúkur þar sem um slíkar var að
ræða, annars á skilum kórs og fram-
kirkju. Lestrarkórar (lectorium), sem
voru eins konar svalir, munu hafa verið
yfir kórþilum stærri kirkna. Slíkir kórar
eru enn til í Noregi en ritheimildir vitna
um þá hér á landi.34
Kirkjur voru helgaðar ákveðnum dýrl-
ingum, mismörgum þó. I veglegum
kirkjum voru mörg ölturu og hvert helg-
að sínum dýrlingi. Háaltari hefur staðið í
kór en útölturu í krossstúkum þar sem
þær voru eða i framkirkju, hugsanlega í
útbrotum framkirkju.35 Mjög var jafnan
vandað til umbúnaðar á ölturum og giltu
um það nákvæmar reglur. Altarisklæði
skyldu vera að framan en altarisdúkar
breiddir ofan á. A ölturunum hvíldu
helgir gripir, svo sem krossar, ljósastikur,
helgiskrín og bækur. Yfir útölturum
rnunu hafa staðið líkneski af þeim dýrl-
ingum sem þau voru helguð.36
Umbúnaður háaltaris í St. Dcnis kirkjunni í París.
60 SAGNIR