Sagnir - 01.06.1995, Blaðsíða 35

Sagnir - 01.06.1995, Blaðsíða 35
Holdsveikraspítalinn í Laugarncsi á árunum 1920-1930. um. Hreinlæti var mikilvægt þessum sjúklingum, þá aðallega hreinsun vökvans sem lak úr sárum niður á fatnað þess og átti til að þorna þar. Ekki hefur það bætt lyktina sem lagði frá þeim. Það var á árunum 1869-1874 sem norski læknirinn Annauer Hansen fann bakteríuna sem olli myndun þessara hnúta sem einkenndu holdsveikina. Þar með var kenningin um arfgengi sjúk- dómsins úr sögunni því hér var um smit- sjúkdóm að ræða. Engin lækning var til við þessum sjúkdómi en meðgöngutími hans gat verið langur þar til fyrstu ein- kenni fóru að gera vart við sig.40 Holds- veiki dró sjúklinginn að lokum til dauða.41 Arið 1894 kom hingað til landsins danskur húðsjúkdómalæknir, Edvard Ehlers að nafni, til að kynna sér út- breiðslu holdsveikinnar. Hann komst að raun um að hún var mun útbreiddari hér á landi en menn höfðu haldið í fyrstu. Niðurstöður hans um útbreiðslu sjúk- dómsins voru birtar í Kaupmannahöfn árið 1895. „Er þar veikinni lýst, tíðni hennar . . . og þeim þungu búsifjum, er landsmenn sættu af hennar hálfu.“42 Þá kynnti Ehlers dönskum stjómvöldum niðurstöður sínar og dró þar upp ömur- lega rnynd af heilbrigðisástandi þessara sjúklinga á Islandi sem meðal annars var svohljóðandi: Komi menn, þegar . . . 13-16 menn liggja í svefni, inn í . . . baðstofu á fá- tækum bæjum, þar sem holdsveikin er skæðust, þá finnur maður þegar svo mikinn hita, sem óefað bæði surnar og vetur svipar til hitans í hitahúsi róm- versku baðanna, en að öðru leyti er það ólíkt. Fyrir manni verður svækja, sem ætlar að kæfa fólk og óhollur þefur. Hann stafar frá votu og mygluðu heyi, frá æðardúnssængunum eða ullar- ábreiðunum, sem sjaldan eða aldrei eru þurrkaður eða viðraðar. Sökum þess, að vefnaðarvara úr ull þolir ekki suðu . . . þá verður þvottur rekkju- voða þessara óömggari að því er sótt- næmisefnið snertir og útbreiðslu þess . . . Náttúrulega hefur það og mikla og ískyggilegu þýðinga fyrir sóttnæma sjúkdóma, er fleiri en einn sofa í rúmi saman og svo rnargri menn sofa og halda til í sama herbergi.43 Þessi ömurlega lýsing Ehlers sýnir glögg- lega að aðbúnaður holdsveikra hér á landi hefur stuðlað enn frekar að út- breiðslu sjúkdómsins. Herferð gegn holdsveiki Rétt um miðja 19. öld höfðu holds- veikraspítalar verið starfræktir hér á landi um nokkurt skeið en þar hafði enga læknishjálp verið að fá. Virðast spítalamir hafa verið einhvers konar geymslustaðir fyrir þessa sjúklinga. Arið 1848 gekk skæður mislingafaraldur í landinu og dóu þá flestir holdsveikisjúklingarnir á þessum spítölunum sem voru þá lagðir niður.44 Þegar Ehlers var hér á ferð árið 1894 hitti hann 146 holdsveikisjúklinga sem bjuggu inni á heimilum ósýktra. Hann taldi að holdsveikraspítalarnir sem höfðu verið starfræktir hér fyrir 1848 hefðu að ein- hveiju leyti heft útbreiðslu sjúkdóms- ins.45 Engar áreiðanlegar tölur em til um fjölda holdsveikisjúklinga hér á landi fyrr en árið 1896 en árið áður fyrirskipaði landshöfðingi öllum héraðslæknum „að byija svo fljótt, sem auðið er, á fullkom- inni og nákvæmri talning á öllum holds- veikum, sem í héruðum þeirra em . . ,“46 Eftir talninguna greindust 236 sjúklingar með holdsveiki. Tafla 2 sýnir ^ölda holdsveikra á ámnum 1896-1920. Samkvæmt þessari töflu minnkaði út- breiðsla sjúkdómsins til muna þegar frá leið. Það var Ehlers sem boðaði herferð SAGNIR 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.