Sagnir - 01.06.1995, Blaðsíða 14
Árið 1965 fóru
þannig t.d. ríflega
1.610 þúsund manns
í bíóin í Reykjavík
og nágrenni.27 íbúar
höfuðborgarinnar
voru þá rúmlega 78
þúsund. Um svipað
leyti var loksins
byijað að setja ís-
lenskan skýringar-
texta við erlendar
ntyndir. Kvik-
myndahúsunum
hafði vaxið svo fisk-
ur um hrygg að til
þess höfðu skapast
forsendur. Bíóhús-
um hafði t.d. fjölgað
mjög síðan á stríðs-
árunum.
Ný ogfullkomin sýmngartæki voru keypt í ný kvikmyndahús, eins og þessi i' Laugarásbíói sem var opnað vorið 1960. Tjamarbíó hóf
göngu sína árið
1942, að tilhlutan
Háskóla Islands, og
þar með vom kvik-
myndahúsin í
Reykjavík orðin
þijú. Fjögur ný bíó-
hús tóku síðan til
starfa í höfuðstaðn-
um með skömmu
millibili frá stríðs-
lokum og fram und-
ir 1950. Trípólíbíó
var opnað í sam-
nefndum bragga á
Melunum árið 1947.
Sama ár stigu fýrstu
gestimir inn í Aust-
urbæjarbíó við
Snorrabraut. Á ann-
an jóladag 1948
hófst starfsemi
Hafnarbíós í bresk-
Langstœrsta btóltús landsins, Háskólabtó, var opnað vorið 1961. um herskála á homi Skúlagötu og Bar.
ónsstigs og haustið 1949 var loks opnað
Stjörnubió við Laugaveg með pomp og
pragt en smíði þess hafði tafist um nokk-
ur ár sökum skorts á byggingarefni. Eftir
þessar breytingar var unnt að hýsa rúm-
lega tvö þúsund fleiri gesti í kvikmynda-
húsum bæjarins en á stríðsámnum, eða
alls um 3.500 manns.28
Undir lok sjötta áratugarins og í upp-
hafi þess sjöunda urðu enn breytingar.
Arið 1957 hófst Sjómannadagsráð handa
Tafla II Fjöldi bíógesta í Reykjavík, Kópavogi og Hafnatfirði 1965-1980
1965: 1.610.837
1966: 1.551.338
1967: 1.354.216
1968: 1.229.872
1969: 1.130.410
1970: 1.151.578
1971: 1.217.415
1972: 1.391.610
1973: 1.490.998
1974: 1.635.133
1975: 1.784.000
1976: 1.702.000
1977: 1.743.000
1978: 1.820.000
1979: 1.831.000
1980: 1.786.000
Heimildir: Hagtlðindi 53:8 (1968), bls. 146. — Hagtíðindi 55:6 (1970), bls. 98. — Hagtíðindi 58:8
(1973), bls. 140. - Hagtíðindi 60:9 (1975), bls. 163. - Hagtíðindi 61:2 (1976), bls. 46. - Hagtlðindi
62:11 (1977), bls. 209. - Hagtíðindi 65:2 (1980), bls. 45. - Hagtíðindi 66:11 (1981), bls. 234.
12 SAGNIR