Sagnir - 01.06.1995, Qupperneq 10

Sagnir - 01.06.1995, Qupperneq 10
mörg þúsund krónur, því setja þyrfti á stofn kvikmyndaverksmiðju sem að minnsta kosti gæti afgreitt 3200 metra á hverri viku. Reyndar hafði eigandi Nýja bíós þegar leitað tilboða hjá þýska „Ufa-félaginu“ í Berlín um textabreytingu til íslensks máls og var tilboð þess um 1000 krónur miðað við átta þátta mynd en félagið setti það skilyrði að auki að Nýja bíó hefði fastan mann í Berlín til að sjá um þýðingu text- anna. Aætlunin sem bíóhúsaeigendur birtu var hins vegar við það miðuð að verkið yrði unnið í Reykjavík og þeir bentu á að það verk yrði að sjálfsögðu tæplega eins vel af hendi leyst eins og hjá erlendum kvikmyndaverksmiðjum sem hefðu margra ára reynslu og æfðum og vönum mönnum á að skipa og öll tæki af nýj- ustu og bestu gerð. Til við- bótar yrði að hafa hugfast að ekki mætti taka textana úr mörgum myndum, eigend- urnir teldu það skemmd á myndinni og vildu ekki leyfa það þar sem hver mynd væri sýnd í afar skamman tíma en allar myndir sem sýndar væru á Islandi væru leigðar, um kaup á myndum væri ekki að ræða. A þriðja áratugnum, eins og löngum fýrr og síðar, skipti hvort kvikmyndahúsið í Reykjavík að jafnaði um myndir tvisvar í viku og sýndi þar með rúmlega eitt hundrað nryndir á ári. For- svarsmenn kvikmyndahús- anna rituðu árið 1927:" Ef tekinn yrði upp sá siður að fá text- ann að öllum þessum myndum á ís- lensku, til þess að sýna þær í 3-4 daga, yrði kostnaðurinn sem af því leiddi fyrir hvort kvikmyndahúsið 80-100 þúsund krónur á ári. Þegar þess er gætt, að fýrir margar myndir sem sýndar eru (til dæmis á sumrin) koma alls ekki inn 800 krónur, eða sem nemur kostnaðinum við textabreyt- inguna, þá sjá allir sanngjamir menn hvílík fjarstæða er að tala um íslenskan texta á kvikmyndahúsunum hér, eins og nú er ástatt. Hið eina, sem hægt er að gera, ef menn ekki vilja þola hér kvikmyndir með útlendum texta, er að loka kvikmyndahúsunum. Þannig hjálpaðist margt að við það að ekki var talið unnt að setja íslenskan texta við erlendar kvikmyndir, jafnvel þótt þær væra þöglar. Fámennið gat vissulega skapað margvíslegan vanda. „Talandi myndir“ Þegar talmyndirnar leystu þær þöglu af hólmi Alþingishátíðarárið 1930 voru margir smeykir við hina nýju tækni vegna þess að þá skorti málakunnáttu til að skilja það sem sagt var í myndunum. Tilfmningar sumra voru blendnar, dag- inn fýrir fýrstu talmyndasýningu á íslandi sagði Morgunblaðið:'2 „sumir [munu] líta þannig á, að þeir eigi munu eiga sama erindi og áður í bíó, vegna vantandi málakunnáttu, því þeir munu eigi geta skilið tungur þær sem talaðar eru í myndunum — ensku og þýsku.“ Blaðið gat huggað þá hina sömu með því, að munurinn á talmyndunum og hinum þöglu væri minni en margur héldi, það sagði: „Texti er sýndur við og við, og er hann á dönsku eins og aðrir textar kvik- mynda sem hér hafa verið sýndar, svo menn eiga jafn auðvelt með að fýlgja þræði myndanna eins og áður, þó þeir skilji ekki eða aðeins að litlu leyti mál leikendanna." Auk þess væru alllangir kaflar myndanna oft þöglir. Strax á fýrsta degi talmyndanna á Is- landi var því þó haldið fram að fæstir skildu það sem sagt væri í slíkum mynd- um.13 Ekki voru allir sammála því en nokkuð skiptar skoðanir voru um mála- kunnáttu landsmanna. Sumum þótti tals- verður hægðarauki af dönsku þýðing- unni.14 Aðrir töldu Islendinga bara nokk- uð slynga í ensku og voru engan veginn sáttir við þennan danska skýringartexta. Skömmu eftir fýrstu talmyndasýninguna var ritað:15 Ef nokkuð er hæft í . . . frásögn um vankunnáttu Islendinga í ensku, sem veldur þvi að þeir skilja ekki það, sem talmyndirn- ar herma, þá getur ástæð- an vart verið önnur en sú, að inn í samtölin er klínt dönskum texta, sem ekk- ert gerir annað en glepja áheyrandann og trufla hann, og verða þess vald- andi, að hann missir þráð- inn í atburðunum. I myndinni er sagt frá at- burði (á ensku). Leikarinn byijar setninguna, en á meðan hann heldur áfram að tala, er smellt á tjaldið dönsku lesmáli, ágripi þess, sem leikarinn heldur áfram að segja. Ahorfand- inn fer að stauta sig fram úr þessu og lendir síðan í miðri setningu, úti á þekju, og áttar sig ekki strax á framhaldinu. Það væri góðra gjalda vert að nema þetta danska lesmál úr myndunum. Is- lendingar þarfnast áreiðanlega engrar tilsagnar í ensku frá Dönum. Undir þetta sjónarmið var tekið:16 „þessi dönsku skýringarinnskot í myndirnar [eru] óþarfa agnúi athygli manna. Það má vera allsendis meinfangalaust danskri menningu, þótt bent sé á, að slíkir að- aldrættir væru birtir á ensku; þess heldur, sem hér er miklu meiri fjöldi enskulæsra en enskumælandi og -skiljandi." Með þessu móti gætu textaskýringamar jafnvel orðið hjálparhella þessum þorra manna Bió , ... 5onny Boy (The singing Fool) hljóm- og tal-mynd i 11 þáttum. Aðalhlutverkin Ieika: A1 Jolson, JosephineDnnn, Sonny Boy. Aðgönguiiiiðar selilir frá kl. 1. Tekið á móti pöntimum í símá 344. Pantaðra aðgcngumiða á sýninguna kl. 7, sje vitjað fyrir kl. 6, og á sýniugur.a Id. 9 fyrir kl. 8. Eftir þann tíma veröa pantanir seldar öðrum, ef eltki er öðru vísi um samið. Talmyndir héldu innreið sína á Islandi hinn I. september 1930. 8 SAGNIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Sagnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.