Nýtt Helgafell - 01.11.1957, Page 7
FORSPJALL
101
Albert Camus sagði nýlega: „Getum
vér farið eins hratt og eldflaug með
kjarnorkusprengju? Því miður er
andlegur þroski hægfara í saman-
burði við þróun langdrægra flug-
skeyta. En hvað um það, úr því að
kjarnorkustyrjöld gæti svipt framtíð-
ina öllu gildi, veitir hún oss á ný
frelsi til að velja. Vér höfum engu að
glata nema öllu. Þess vegna skulum
vér halda fram stefnunni. Þetta er
lögeggjan vorrar kynslóðar. Því sé-
um vér dæmdir til að falla, þá er þó
nokkurs virði að hafa fylgt lífinu að
málum, en ekki þeim, sem vildu tor-
tíma því".
ÞEIR, SEM lifa í sífelldi hættu,
verða oft skyggnari á verðmæti lífs-
ins og síður hneigðir til ofstækis én
aðrir menn. Ef til vill á þetta eftir að
sannast á fyrstu kynslóð atómaldar.
Vitundin um yfirvofandi skelfingu
kann að geta forðað henni írá því
að ofmetnast af valdi sínu yfir efn-
inu. Reynsla undanfarinna tveggja
áratuga hefur þar að auki orðið
henni drjúgur skóli. Engum þarf
lengur að blandast hugur um þær
ógnir, sem einræðissinnaðar múg-
hrevfingar nútímans geta leitt yfir
mannkynið. Og hin pólitísku fræði-
kerfi, sem áttu uppruna sinn í fram-
faratrú 19.. aldar, hafa beðið skip-
brot í umbrotum síðustu tíma og í
afhjúpun hins kommúnistíska ein-
ræðis.
Sumir vilja kalla þá kynslóð, sem
ófús er að láta hrífast af fyrirheitum
glæstra kennisetninga, svartsýna og
sneydda hugsjónum. En er það ekki
einn mikilvægasti lærdómur vorra
tíma, að verstu verkin eru oftast unn-
in af þeim, sem eru blindaðir af trú
á fjarlæga draumsýn, svo að þeir
sjá ekki veruleikann í kringum sig
og eru tilfinningalausir fyrir því böli,
sem þeir valda öðrum?
Von heimsins virðist einmitt bund-
in þeim, sem fást til að hafa augun
á jörðinni, en láta ekki gervitungl
kennisetninga villa sér sýn, og þeim,
sem sjá ekki gildi lífsins aðeins í
hinu stóra og volduga, heldur í
margbreytileik og fegurð hins smáa:
í frelsi og hamingju hvers lifandi
manns.