Nýtt Helgafell - 01.11.1957, Side 11
SPÖNSK LJÓÐ
105
Federíco Gnrcia Lorca:
KVEÐIÐ Á HESTBAKX
Kordóva.
Ein í fjarska.
Klárinn blakkur, tunglið fullt,
og ólífur í skreppu minni.
Víst rata ég veginn,
en kemst þó aldrei til Ivordóvu.
Framum sléttuna framum storminn,
klárinn blakkur, tunglið rautt.
Dauðinn starir á mig
lír turnum Kordóvu.
Æ, hvað leiðin er löng!
Æ, klárinn minn góður!
Æ, dauðinn bíður mín,
fyrr en ég kemst til Kordóvu!
Ivordóva.
Ein í fjarska.
Federico Garcia Lorca:
SVEFN GÖN GU-ÞUL A
Grænt, grænt, svo gott og grænt!
Vindur grænn í grænu laufi,
gnoðin yfir djúpri röst,
hesturinn á heiðar-klifi.
Sveipuð skugga á svölum hátt
sofin hvílir ein í draumi.
Hörund grænt og grænir lokkar,
glitrar silfur-hrím í augum.
Grænt, grænt, svo gott og grænt!
Meðan flökku-máninn líður,
myrkum sjónum gjörvallt skoðar
hana, sem þó sér ei neitt.
Grænt, grænt, svo gott og grænt!
Miklar stjörnur héluhvítar
hraða sér með skuggans fiski
til að opna dagsins dyr.
Furan sverfur svalan vind
*
sinni þjöl í úfnu limi;
veiðikattar kryppu skýtur
koldimmt áló-vaxið fjall.
Kemur nokkur? Hver? og hvaðan?
Hún er þar á svölum uppi,
grænt er hörund, hárið grænt,
hafið napurt ber í drauma.
„Kaupa vil ég hennar hús,
hestinn minn í skiptum láta,
hnakk minn fyrir hennar spegil,
hnífinn fyrir rekkjuvoð.
Kunningi, frá Kabra-skörðum
kem ég sár og drifinn blóði.“
„Drengur minn, ef mætti ég ráða,
mundi varla á kaupum standa.
En nú verð ég uppfrá þessu
eltki ég, né ræð hér húsum.“
„Vinur, gjarna vildi ég hljóta
væran dauða í hvílu minni,
hvílu úr stáli helzt af öllu,
hvítt og slétt sé rekkjulínið.
Greinirðu ekki svöðusárið
sem mig sker frá brjósti að kverk?“
„Hundruð þrenn af rauðum rósum
roða hvítan skyrtubarminn;
blóð þitt angar úðavakið
allt í kringum lindann bleika.
En nú verð ég uppfrá þessu
ekki ég, né ræð hér húsum.“
„Lát mig þó í þetta sinn
þessar háu svalir klífa;
leyf mér ennþá upp að klífa
efst á þessar grænu svalir,
svala-rið í mjúkri móðu
mánans, þar sem vötnin niða.“
Síðan klífa á svalir hátt
saman tveir, og eftir láta
litla rauða rák af blóði,
raka slóð af heitum tárum.
Titrandi yfir efstu þökum
örsmá silfruð ljósker blika.