Nýtt Helgafell - 01.11.1957, Side 14
108
HELGAFELL
yrkja. Hvernig myndi Viktoría Hamsuns
líta 111 á íslenzku? Verkefnið hefur heillað
hann sterkar en nokkurt yrkisefni, sem
kann að hafa búið í brjósti hans. Og til
varð á íslenzku snilldarlegri skáldsöguþýð-
ing, en áður var í heiminn borin á landi
voru. Og þessi saga var fegursta saga ver-
aldar.
Síðan hefur verið mikil ritöld á Islandi,
bæði að vöxtum og hækkandi smekk, en
andrúmsloft og hugsunarháttur breytzt.
Sennilega skilur enginn yngri manna hvað
Viktoría á íslenzku var falleg bók 1912,
né hvílíkan heim hún opnaði fimmtán
ára dreng, eins og eg var þ'á. Eg fann, að
þessi saga var algerlega einstæð, að eng-
in slík saga hafði áður orðið til, né
mvndi nokkru sinni framar verða skrifuð.
Því svona var ástin milli ungs manns og
ungrar konu, engum hafði tekizt að lýsa
því fyrr, og sagan um þessa ást hlaut að
vera hið fegursta, sem mannleg hönd gæti
skrifað. Og eg er enn sannfærður um að
meistaraverk Hamsuns sé fallegasta saga,
sem skrifuð hefur verið, og ekki til fegurra
ástarbréf í bókmenntum heimsins, en bréf
Viktoríu í sögulok.
Og málblærinn var dýrlegri en á nokk-
urri annarri nýrri tíma sögu á íslenzku,
og bar með sér ilm, langt utan úr heimi,
af skógum og vegum og görðum, þar sem
ungir elskendur gengu — fjarlendan ilm,
sem með undarlegum hætti var í orðum
minnar tungu, seiddur inn í stílinn. Málið
og sagan eitt, óaðskiljanleg, eins og í
liverri frásögn sem er æðsta list. Eg hafði
haldið að aldrei gæti orðið til íslenzka
jafn-áhrifasterk sögumálinu forna, en þarna
var hún — tárhrein og fersk, jafn-fullkom-
lega eðlileg og hún hefði alltaf verið til, en
gat þó ekki hafa litið ljós dagsins fyrr en
nú. Mál síns tíma, og afturelding nýrrar
orðlistar á Islandi.
Eg man mér fannst sárt að skáld Vik-
toríu skyldi aldrei getað vitað hve verk
hans var fallegt á íslenzku. Seinna þýddi
Jón Sigurðsson fleiri af bókum Hamsuns,
og skáldið myndi glugga í þessar þýðingar,
revna að skilja, gefast upp við það og
hugsa: hvernig skyldi honum takast, þess-
um Islendingi, sem hefur bundið tryggð
við verk mín, og þýðir þau fyrir litla þjóð
— til hvers er hann að þessu, lesa ekki allir
norsku á Islandi?
Eg lútti Knut Hamsun, rétt snöggvast,
í maí 1943. Hann stóð með konu sinni
fyrir utan Ilótel Kaiserhof í Berlín, tal-
aði hátt, eins og gamlir menn gera þegar
heyrnin er biluð, sagði að þau yrðu að
spyrja einhvern til vegar. Eg gekk til þeirra
og bauðst til að hjálpa þeim. Eg hafði hitt
frúna nokkrum árum áður, og minnti hana
á það. Hún bað mig að afsaka að hún
kynnti mig ekki manni sínum, hann
heyrði svo illa, ætti bágt með að tala við
ókunnuga. Eg svaraði að eg vissi að hann
vildi fá að vera í friði fyrir ónæði af aðdá-
endum sínum, — og fylgdi þeim niður í
neðanjarðarbrautina, og að spori lestarinn-
ar, sem þau ættu að taka til að komast
leiðar sinnar. Svo kvaddi eg þau og ætl-
aði að fara, en Hamsun, sem ekkert hafði
skilið at' tali mínu við frúna, hélt að eg
hefði komið að sækja þau, til að fylgja
þeim, og sagði undrandi: „Skal ikke han
der med?“
Þá gekk frúin að honum og hrópaði inn
í eyra hans: „Þetta er íslenzki lektorinn í
háskólanum í Berlíu, og honum þykir vænt
um að hafa fengið að sjá þig einu sinni á
ævinni.“ Hamsun brosti hlýlega, og rétti
mér hendina. Eg kom upp að eyra hans og
sagði: „Eitt verð eg að segja yður, sem eg
veit ekki hvort þér vitið, — að Jón Sig-
urðsson frá Kaldaðarnesi hefur þýtt bæk-
ur yðar á íslenzku af frábærri snilld“.
Hamsun horfði á mig alvarlega, sínum
stóru, óglejrmanlegu, blábjörtu augum og
sagði: „Det glæder mig meget at höre —
det glæder mig virkelig meget at höre“ —
og þrýsti hönd mína aftur að skilnaði.
Eg hélt sjálfum mér veizlu um kvöldið.
Eg hafði tekið í þá hönd, sem hafði skrifað