Nýtt Helgafell - 01.11.1957, Síða 15
JÓN SIGURÐSSÓN
ÍÖ9
Viktoríu, Pan og Mystener, og mér leið
eins og trúuðum manni, sem f'innst hann
hafa snert klæðafald guðs.
Jón Sigurðsson þýddi fjórar af bókum
Hamsuns, Viktoríu, Pan, Sult og Að liaust-
nóttum, en auk þess meðal annars smá-
sögur eftir Johannes V. Jensen — og eru
allar þýðingar hans meistaraverk, og hafa
ásamt bezta skáldskap frumsömdum, verið
uppistaðan í íslenzkum stilskóla á öld vax-
andi ritmenningar.
Eg fékk náin kvnni af vinnubrögðum
hans þegar við gáfum út saman Sögur frá
ýmsum löndum, í þrem bindum. Við feng-
uni marga af slyngustu snillingum til að
þýða, en eg held að nálega hver saga eigi
Jóni Sigurðssyni að þakka einhverjar breyt-
ingar til bóta — allir beygðu sig fyrir því,
sem honum þótti betur fara. Viðkvæmni
hans fyrir máli og stíl minnti helzt á prins-
essuna á bauninni í ævintýri Andersens.
Hann kenndi strax til, hvað lítið sem
ekki var með felldu. Svipurinn breyttist
snögglega, varð vandræðalegur, áhyggju-
fullur eða háðskur, þegar hann kom að
óheppilegu orði, stirðlegu inálfari eða leið-
inlegu. Og hann sá óðar hvernig breyta
skvldi. Mér virtist hann aldrei skorta hug-
kvæmni til að orða á fallega íslenzku jafn-
vel erfiðustu hluti. Ef nokkur var fæddur
stílisti, gagnkunnur öllum forða tungunn-
ar, jafnt mæltu máli sem rituðu, þá var
hann það. Smekkur hans hárfínn, smekkur
snillingsins.
í meir en þrjá áratugi var hann skrif-
stofustjóri Alþingis, og lagði síðustu hönd
á fleiri þingskjöl en nokkur getur vitað.
Þingmenn leituðu ráða hans um orðalag
og framsetningu, hann átti öllum fremur
hvers manns traust í þeim efnum. Ahrif
hans á þinglegt mál og lagamál eru meiri
en svo, að þau verði nokkurn tíma metin.
Jón kaldi var hann kallaður af vinum
sínum, aldrei annað — og heldur ekki af
sjálfum sér í þann hóp, til dæmis í síma:
„Komdu sæll, það er Jón kaldi.“ Þetta
nafn fór honum vel, var hreinlegt og hressi-
legt, og í því karlmannleg kímni.
Hann var höfðinglegur maður sýnum,
manna bezt eygur, virðulegur í framgöngu,
prúðmenni og aristókrat — en ef glatt var
á hjalla einhver lausbeizlaðasti hrókur alls
fagnaðar, sem um getur. Söngmaður ágæt-
ur, meistari eftirhermu og hvers konar lif-
andi f'rásagnar. Manna fljótastur að láta
fjúka í hendingum eða í fyndnum svörum.
Einn aðsópsmesti gleðimaður í samkvæm-
um Reykjavíkur á síðasta mannsaldri. Vin-
margur og dáður.
Hann var hlýr í lund og góður maður.
Fullgildur drengskaparmaður bæði í lífs-
starfi og skiptum við alla menn. Einn af
þeim, sem enginn vissi neitt misjafnt um,
öllum þótti vænt um, allir sakna.