Nýtt Helgafell - 01.11.1957, Page 19

Nýtt Helgafell - 01.11.1957, Page 19
HVERNIG URÐU LJÓÐ JÓNASAR TIL? 113 það minnkun þeim skáldunum, að þeir tæki sér ekki oftar yrkisefni úr þeim, en einlium man hann, að nefndur var „Gunn- arshólmi“, og þótti honum sem Bjarni skoraði á Jónas að yrkja um liann. Eftir langa viðstöðu riðu þeir frændur þaðan um kvöldið inn á Akureyri; var þá tungls- skin og blíða mikil. Á leiðinni talaði Hall- grímur eitthvað til frænda síns, sem lengst af reið þegjandi. Þá sagði Jónas: „Tala þú nú sem minnst, frændi, nú skálda ég.“ Um nóttina var þeim báðum vísað til sængur í loftsherbergi, og háttaði Hallgrímur og sofnaði skjótt, en ekki varð hann þess var, að frændi hans færi úr fötum eða svæfi, heldur sat hann við borð þar og samdi eitthvað eða orti. Næsta dag hélt hann sama starfi fram. Og er áleið daginn, bað hann Hallgrím að hverfa heim og skilja sig eftir, en lokað bréf fékk hann honum og bað hann sjálfan færa það amtmanni á heimleiðinni. Síðan kvöddust þeir, og er Hallgrímur kom að Möðruvöllum, spurði amtmaður um ferð Jónasar, færði Hall- grímur honum þá kveðju hans og skilaði bréfinu. Hann lieyrði þá, að í bréfinu var kvæðið „Gunnarshólmi“, og man Hallgrím- ur enn eftir rúm finnntíu ár ýms lofs- og undrunarorð, meðal annarra sviplík og þau, sem séra Páll sál. Jónsson í Viðvík sagði mér frá, en þá var hann ritari Bjarna amt- manns. „Nú er mér bezt“ — eða „nú er mér mál að liætta að kveða,“ hafa báðir sagt að hann hafi þá mælt, — eins og eng- inn þarf að efa,“ segir séra Matthías. Frá þessu skýrði Hallgrímur einnig m. a. Stefáni skólameistara Stefánssyni mjög á sönni lund, og er sú frásögn birt í Lesbók Morgunblaðsins 18. okt. 1925. Engin ástæða er til að vefengja þessa sögu Hallgríms í aðalatriðum. En þess ber að geta, að Jónas hafði þetta sama vor (1837) dvalizt hjá vini sínum Tómasi presti Sæmundssyni á Breiðabólsstað í Fljóts- hlíð þrjár vikur, í júnílok og júlíbyrjun, og farið þaðan rannsóknarferðir um hérað- ið. Hafði séra Tómas vitjað Jónasar til Vestmannaeyja og fylgt honurn heim til sín. Er ekki ósennilegt, að þá hafi þeir lagt leið sína um Gunnarshólma. Um þær mundir rifjaði Jónas einnig upp Njálssögu, því að hann skrifar Konráði frá Reykja- vík 8. ágúst: „Nú lauk ég við Njálu áðan, til að búa mig undir alþingiskomuna.“ Vera má því, að drög að kvæðinu hafi orðið til syðra eða áður en Hallgrímur hugði. Vafalaust hefur þar a. m. k. gerzt undir- búningur að því, óbeinn, ef ekki meðvit- andi. Það bendir þó fremur til, að kvæðið sé ekki ort í Fljótshlíð, að landslagsmyndir þær, sem það bregður upp, sjást ekki allar frá Gunnarshólma, t. a. m. sjást ekki Rang- árvellir þaðan. Það er einmitt helzti galli þessa dýrlega kvæðis, að þar er talið fram sumt það, sem hefur ekki getað haft nein áhrif á Gunnar á hinni örlagaríku stundu. — En vissulega voru hér að verki ærin samstæð öfl til þess, að Jónas mætti yrkja þetta kvæði þarna nyrðra, eins og dr. Matthías Þórðarson hefur tekið fram í hinni miklu ævisögu sinni af Jönasi (Rit V, nxxix); gáfur hans og skáldþroski, nýleg dvöl í stórbrotinni náttúrufegurð á Gunnars slóð- um, Njála fersk í huga, reynsla af því að vera horfinn fósturjarðar ströndum, sem hann var nú enn að yfirgefa, og svo eggjan öndvegisskáldsins Bjarna Thorarensens á að gera skil þessu yrkisefni frá æskustöðv- um hans. Fátt lá líka nær mesta náttúru- skáldi Islands en að yrkja út af írægustu, fegurstu og gagnorðustu náttúrulýsingu ís- lenzkra fornbókmennta. Það eru því til þess miklar líkur, að rétt sé frásögn Hallgríms Tómassonar, að á sólar- hringnum góða í september 1837 í Eyja- firði hafi Gunnarshólmi a. m. k. hlotið fullnaðarmynd sína, ef ekki þá verið ortur frá rótum. III Eftir þessa sumardvöl á íslandi 1837 fer Jónas aftur til Hafnar og er þar til vors 1839. Frá janúar það ár vitum við um kvæði. sem hann mun hafa ort á sólar-

x

Nýtt Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.