Nýtt Helgafell - 01.11.1957, Page 24
118
HELGAFELL
hans. „Skelfing var Jónas latur maður.“ —
„Jónas var dulur og þunglyndur, en ágæt-
ur í umgengni og óvenjulega glaðlyndur,
þegar svo bar undir.“ Þetta eru óbreytt
orð Páls.
Páll sagði, að Jónas hefði lítið ort í skóla.
---------Þeir voru sambýlismenn á Garði
Páll og Jónas. Einu sinni kom Páll heim
frá miðdegisverði og raulaði fvrir munni
sér:
Nu lider dagen sá jævnt og trindt,
alt mánen stár over Stevens klint,
over Stevens klint.
Jónas vatt sér við og kvað:
Nú hverfur sólin af himinbaug,
en húmið vekur álf og draug,
vekur álf og draug.
Árið 1839 kom Gaimard til Hafnar. . ..
Landar efndu til veizlu og vildu fagna
honum sem bezt. Þorgeir Guðmundsson fór
á fund Jónasar og bað hann gera kvæði
um Gaimard. Jónas tók því dauflega og
hét engu góðu. En þegar Þorgeir var far-
inn, reis hann á fætur og gekk um gólf
raulandi; orti hann þá á skammri stundu
3 fyrstu erindin í kvæðinu „Þú stóðst á
tindi Heklu hám“. Þegar þangað var kom-
ið, nam hann staðar og sagðist ekki geta
meira. Gekk hann þá út í bæ og inn í mat-
söluhús, . .. og varð ekki meira urn kveð-
skapinn það kvöld. En að kvöldi næsta
dags hafði Jónas lokið kvæðinu. „Hann gat
ekkert með jyrirhöfn. Það kom yfir hann
svona,“1 sagði Páll.“
I framhaldi þess, er áðan var haft eftir
Gröndal úr Dægradvöl, segir hann um
kvæðið til Gaimards, að það var „prentað
á lausum blöðum með fátíðri prýði; kostaði
sú prentun yfir 80 krónur [fyrir 118 árum].
Kvæðið barst skjótt til íslands, og lærðu
allir það ósjálfrátt, og var það mjög sung-
1) Leturbreytt hér.
ið. En enginn efi er á, að þetta er eitt af
þeim kvæðum, sem hvað mest hafa stutt
að framförum landsins og andlegri styrk-
ingu þjóðar vorrar.“ í þessu kvæði eru
m. a. þessar kjarnyrðalínur um eðli, áhrif
og gildi vísinda:
Vísindin efla alla dáð,
orkuna styrkja, viljann hvessa,
vonina glæða, hugann hressa,
farsældum vefja lýð og láð.
Eyrsta línan er skráð gullnum stöfum yfir
inngöngudyr að hátíðasal Háskóla Islands:
Vísindin efla alla dáð.
IV
Frá vori 1839 til hausts 1842 var Jónas
síðast á Islandi, ferðaðist á sumrum urn
mestallt landið, en dvaldist á vetrum í
Reykjavík til að vinna úr rannsóknarefn-
um sínum. Og nú yrkir hann miklu meira
en hann hafði gert á undanförnum 7 ár-
um, frá því er hann fór fyrst utan. Ilvað
veldur þessum aukna kveðskap? Að nokkru
leyti tilbreytingarsamara líf, þar sem ferða-
lögin hafa komið róti á hugann, — bréf
konungs 1840 um, að athuga skyldi mögu-
Ieika á endurreisn alþingis, hefur í svip
orðið Jónasi fagnaðarefni og orkugjafi, —
og sorgarfregnir hafa ekki síður aukið hon-
um andlegt frjómagn, þar sem um þessar
mundir féllu frá óvenjumargir þeirra, sem
Jónasi þótti sérstök eftirsjá að. Ytri atvik
endast þó engan veginn til að skýra þetta
gróðrarskeið á skáldferli hans til fulls. En
nú hefur Jónas náð því stigi, að losna fer
um þær hömlur, sem nánari kynni af heims-
bókmenntum höfðu sett sköpunargáfu
hans fyrst eftir utanförina, og aukin fjar-
sýn til'þeirra úti á Islandi kann að hafa
aukið honum frjálsræði og sjálfstæði gagn-
vart skáldskapnum. Aðalatriðið er þó ein-
staklingsþroski og andleg frjósemi, sem
bundin er vissu aldursskeiði. Það er at-
hyglisvert, að flest eru kvæðin frá árun-
um 1841 og 1842, þegar Jónas er rétt inn-