Nýtt Helgafell - 01.11.1957, Page 27
HVERNIG URÐU LJÓÐ JÓNASAR TIL?
121
ið. Þennan ferða- og kveðskapardag hafði
hann einmitt fvrst komizt í geðshræringu,
er hann var orðinn viðskila við förunevtið,
hugurinn þar með kominn úr jafnvægi og
hversdagsskorðum, hrífst síðan af tign og
töfrum öræfanáttúrunnar, einveran eykur
honum næmleika og skáldflug, og hann
sveltur daglengis, fastar til kvæðisins eins
og helgur maður gerir fyrir guðræknis-
stund. En stórháiíð hefur Jónasi verið sá
dagur, er hann orti sh'kt kvæði.
V
Mánuði síðar en þetta varð, kom Bjarni
Thorarensen heim til Hörgárdals úr suður-
ferðinni, og tíu dögum seinna varð hann
bráðkvaddur. En Jónas hafði haldið áfram
ferðum sínum og rannsóknum norður eftir
Vesturlandi (kvað þá m. a. í hálfkæringi
dróttkvæða skopkenningavísu, Aldarhátt,
„á reið fyrir neðan Fróðá,“ sbr. ehdr. pr.
í Skírni 1048, 18ö—186). Vafalaust hefur
hann m. a. ætlað að heimsækja Bjarna
á Möðruvöllum, er norður kæmi, og ef til
vill að dveljast eitthvað hjá honum. Hann
er kominn norður í Húnavatnssýslu og
segir svo sjálfur frá (í bréfi, Bit II, 116),
að 28. ágúst hafi hann á Reykjabraut mætt
sendiboða með fregnina af sviplegu frá-
falli Bjarna. „Sama dag yrki eg á hestbaki
kvæði, sem er varla af lakasta tagi“ („som
vel ikke er af de sletteste“), segir hann:
Skjótt hefir sól brugðið sumri.----
Skjótt hefir guð brugðið gleði
góðvina þinna.------
Nú reikar harmur í húsum
og hryggð á þjóðbrautum.
Honum er mikið niðri fyrir, söknuðurinn
sár, um leið og hann telur í skapþunga
sínum það, sem eitt „hlægir“ hann við hel-
lTegnina, og getur í þessu harmljóði sagt:
„Glaðir skulum allir. . “. — Hann yrkir
hér undir bragarhætti, sem Bjarna var
tamur, og bregður upp dráttum til mann-
Ivsingar, sem annars er ekki mikið um í
erfiljóðum Jónasar:
Ástmögur íslands hinn trausli
og ættjarðar blóminn.
Áður sat ítur með glöðum
og orðum vel skipti.-----
Kættir þú margan að mörgu, . . .
þýðmennið, þrekmennið glaða
og þjóðskáldið góða.
En lýsingin á kveðskap Bjarna á betur við
Ijóðmæli Jónasar sjálfs: „söngurinn ljúfi“.
VI
Eitt sinna mörgu ljúflingslaga yrkir Jón-
as síðasta sumardagsmorguninn fyrsta,
sem hann er á Islandi (A sumardagsmorg-
uninn fyrsta 1842). Það er eini sálmurinn,
sem til er eftir hann, og ætti það kvæði,
eða meginhluti þess, vissulega að vera í
sálmabók okkar, þar sem aldrei hefur verið
neitt eftir þetta helgiskáld. Hér sem víðar
kemur fram algyðistrú Jónasar eða nátt-
úrutrú. Hann finnur guð í náttúrunni: „Gat
ei nema guð og eldur gjört svo dýrðlegt
furðuverk", sagði hann um fjallið Skjald-
breið. Þegar hann yrkir áköll og bænir,
verður varla greint milli guðdóms og nátt-
úru. I Andvöku-„sálmi“, er hann nefnir
svo og vrkir um þetta leyti, ákallar hann
„dagsljósið dýra“, í Hulduljóðum hafði
hann (í nafni Eggerts) beðið fyrir blóm-
unum til guðs, sem hann ávarpar: „Faðir
og vinur alls, sem er!“ Og í sumardags-
sálminum fyrsta — og hinzta —, þeim er
hér um ræðir, ákallar hann drottin á sama
hátt:
Höfundur, faðir alls, sem er
um alheimsgeiminn, hvar sem fer.
Hér þakkar hann skaparanum ljósgjöfina
og biður fyrir landinu, en sjálfum sér til
handa þess eins, er honum var allra hnossa
mest, að mega njóta sumardýrðar náttúr-
unnar:
Leyfðu nú, drottinn, enn að una
eitt sumar mér við náttúruna;
kallirðu þá, eg glaður get
gengið til þín hið dimma fet.