Nýtt Helgafell - 01.11.1957, Page 30

Nýtt Helgafell - 01.11.1957, Page 30
124 HELGAFELL Eiginhandarrit Jónasar, í réttrí stœrð (KG 81 b /, í Arnasajni). Elt svo hina! haltu hugprúður til búða Víkur. — Við þig leiki völin á mölinni. Sjálfsagt hefði Jónas breytt í endurskoð- un því litla, sem hér stendur til bóta, ef honum hefði enzt aldur til. X Þótt mikið af kvæðum Jónasar væri sem sé upphaflega ort á skammri stundu, eins og dæmin sýna, breytti hann þeim oft síðar, sem ljóst er af handritum hans, og bregzt varla, að hann hafi þá vikið þeim til betra vegar — því að Jónas var bæði snillingur og listamaður, þó enn meiri snillingur. En þetta væri efni í annan pist- il. Hér skal að lokum aðeins nefnt eitt dæmi þessa. Fyrra liluta lokaerindis sonn- ettunnar Eg bið að heilsa hafði Jónas fyrst þannig: Söngvarinn Ijúfi, fuglinn trúr, sem fer með fjaðrabliki háa vegaleysu í grænan dal að kveða kvæðin þín, en breytir „söngvarinn“ í „vorboðinn“ (svo prentað í Fjölni 1844) og „grænan dal“ í „lágan dal“, unz hann finnur loks hið rétta

x

Nýtt Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.