Nýtt Helgafell - 01.11.1957, Blaðsíða 31

Nýtt Helgafell - 01.11.1957, Blaðsíða 31
HVERNÍG URÐU LJÓÐ JÓNASAR TÍL? orð, „sumardal“ (sbr. ehdr.). Það orð hefur hann vafaiítið lært af séra Jóni Þorlákssyni á Bægisá, er þýddi m. a. kvæði eitt eftir norska skáldið Claus Frimann, sem nefnist Landkostirnir (á norsku Bondens takke- sanq), er prentað í fvrra bindi Ljóðabókar séra Jóns 1842 og byrjar einmitt á orðun- um „Minn sumardalur, þökk sé þér“ („Tak være dig, min sommerdal“). Kvæðið er sex 8 braglínu erindi, og hvert þeirra hefst á því, að ávarpaður er einhver tiltekinn staður úti í náttúrunni, sem skáldið hefur mætur á (sumardalur, skógur, fjallagirð- ing, akurlendi, bæjarlækur), nema hvað síðasta vísan er lofgerð til guðs. Og ávallt eru tvær fyrstu braglínurnar endurteknar óbreyttar í vísulok. Stíll og bragarháttur minna svo mjög á Dalvísu Jónasar (Fífil- brekka, gróin grund), að varla verður um tengslin efazt.1 En, eins og fvrr getur, yrkir Jónas bæði Dalvísu og sonnettuna í Sórey, 1—2 árum eftir að Landkostirnir höfðu birzt í Ljóðabók Jóns Þorlákssonar. Kvæð- ið beinir lmga Jónasar heim í dalinn þeirra séra Jóns á Bægisá, heim í Oxnadal, og um liann og til hans yrkir hann Dalvísu.'2 En samanburður hennar við þessa þýðingu eins af helztu lærifeðrum Jónasar í kveð- skap(arstíl) sýnir einmitt vel, hve lítið það var, sem Jónas gat þegið af öðrum til náttúrukvæða sinna, það gátu í mesta lagi, eins og hér, orðið einhverjir aðdrættir til farvegarins, — uppsprettan sjálf bjó hið innra með skáldinu. I útlenda kvæðinu þýdda er það búmaður, sem talar við nátt- úruna, í kvæði Jónasar elskhugi hennar. Og það var Jónas einmitt um fram flest annað: elskhugi náttúrunnar. Jafnvel kvæði eins og Dalvísa, sem er mestmegnis orða- þula, verður að gæluyrðum og vinahótum: Fífilbrekka, gróin grund, . . . ilóatetur, . . . gljúfrabúi, qamli foss, gilið mitt, . . . qóða 1) Sbr. Jón Helgason, Frón 1944, 243. í þýðingu séra Jóns segir m. a.: „minn góði skógur“, „minn bæjarlæk- ur, ])ökk sé þér, þú símáll, beztur granna“, o. fl. því líkt. 2) Sbr. Bernharð Stefánsson. jólablað Tímans 1951. Í25 skarð, . . . verið hefur vel með oss, . . . hnúkafjöllin hvít og blá, skýlið öllu, lielq og há, hlífið dal, . . . sœladalur, qleðin æsku, hvíldin elli. Þetta verður, eins og Halldór Kiljan Laxness hefur sagt (í Al- þýðubókinni), „eins konar lítaníukennd upptalning“, helgiþula. Og hér er komið að kjarna þessa máls. Mikið af bezta kveð- skap Jónasar er til komið við innilega til- finningu lians fyrir náttúrunni og náin tengsl hans við liana. Eftir þeim leyni- þráðum úr lífsins ríki barst honum oftast innblástur sinn eða skáldskaparkveikja. Þetta á ekki aðeins við um eiginleg nátt- úrukvæði, heldur þorrann af ágætasta skáldskap hans. Þegar sagt hefur verið,1 að Bjarni Thor- arensen sé skáld hins innra, Jónas meira hins ytra, þá er það aðeins að nokkru leyti rétt. Sanni nær væri að segja, að Bjarni sé öðru fremur mannsins, einstaklingsins skáld, Jónas náttúrunnar skáld. Þegar Bjarni lýsti náttúrunni, varð honum oft að persónugera hana. Hún varð helzt að fá mannsmót til að öðlast svip og eðli lífsins. En þegar Jónas lýsir mönnum og einkenn- um þeirra, verður honum helzt að líkja til náttúrunnar. Allt líf, öll fegurð og göfgi minnir hann á náttúruna. Þegar hann yrk- ir um föður sinn og „ástina björtu, er úr augum skein“, fær hann ekki líkt henni við annað fremur en hið dýrlegasta, sem hann þekkti úr náttúrunni: Var hún mér æ sem á vorum ali grös in grænu guðfögur sól. Og náttúrunni þurfti Jónas elcki að líkja til neins annars en sjálfrar hennar: „Með hjálminn skyggnda, hvítri líkan mjöll“ (um Tindafjöll, í Gunnarshólma), og enn skal minnt á akurinn danska, sem bærðist í vindblæ og varð „lifandi kornstanga móða“. 1) Hannes Hafstein. Ljóftmæli Jónasar 1883, XLI.

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.