Nýtt Helgafell - 01.11.1957, Síða 36

Nýtt Helgafell - 01.11.1957, Síða 36
130 HELGAFELL fræðilegu formúlur, sem Pctrkinson hefur sett fram. Nægja verður að nefna tvö öfl, sem að verki eru, og setja má fram í formi grund- vallarsetninga: 1) Embættismenn reyna ætíð að fjölga undirmönnum sínum eftir því, sem hægt er, en ekki keppinautum. 2) Embættismenn og skrifstofumenn skapa hver öðrum verkefni. Við skulum líta á fyrra atriðið og hugsa okkur viðbrögð embættismanns, sem álítur, með réttu eða röngu, að hann sé ofhlaðinn störfum. Við þessu getur embættismaður þessi, sem við skulum kalla A, gert eitt af þrennu. Hann getur sagt af sér, hann getur skipt verkum sínum til helminga á móti öðrum manni, sem við köllum B, loks getur hann farið fram á að fá tvo aðstoðarmenn, C og D. Það fyrirfinnst varla í allri sögunni dæmi þess, að A hafi kosið annað en þriðju leiðina. Upp úr afsögn hefur hann það eitt að glata eftirlaunaréttindum sínum. Ef B yrði settur sem fulltrúi jafnhátt honum, mundi mikilvægi hans sjálfs minnka og B kynni að verða honum skæður keppinautur um skrifstofustjórastarfið, þegar það losnaði. Þess vegna mundi A leggja allt kapp á að fá C og D sem undirmenn sína. Þeir mundu auka virðingu hans sjálfs, hann mundi skipta með þeim verkum og vera eini maðurinn, sem þekkti starfssvið þeirra. Það er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir því, að A verður að fá C og D báða tvo. Það væri óhugsandi að skipa C einan að- stoðarmann hans. Ef svo færi mundi af því leiða, að C tæki að sér hluta af starfi A og nálgaðist hann fljótlega að virðingu, eins og B hefði gert. Það mundi t. d. styrkja stöðu C, að varla yrði hægt að ganga fram hjá honum, ef skipa ætti eftirmann í núver- andi stöðu A. Niðurstaðan er sú mikilvæga regla, að undirmenn verða alltaf að vera tveir og tveir. Þá leggja báðir sig fram um að þóknast yfirboðara sínum af ótta við að hinn verði hækkaður í launaflokki á undan honum. Nú líður brátt að því, að C telur sig hafa meira að gera en hann ráði við. Á sama hátt og áður mun A eftir beiðni C fara fram á, að C fái tvo aðstoðarmenn, E og F. Hins vegar sér A, að ekki er hægt að komast hjá togstreitu milli C og D, sem eru og eiga að vera jafnir, nema með því að leggja til áð D fái líka tvo aðstoðarmenn, G og H. Þegar A er búinn að koma öllu þessu í kring, hefur mikilvægi hans vaxið svo í augum umheims- ins, að hann hlýtur að verða hækkaður í tign og gerður að deildarstjóra, en að skrifstofu- stjóra, strax og tækifæri gefst. Nú er svo komið að sjö menn vinna starf, sem áður var unnið af einum. Hafa þeir þá nokkuð fyrir stafni? Já, sannarlega, því að hér kemur regla tvö til skjalanna. Þessir sjö menn skapa svo mikið starf hver fyrir annan, að þeir munu áreiðanlega allir hafa nóg að gera og A líklega mim meira en nokkru sinni fyrr. Tökum dæmi. Erindi, sem berst til útskurðar, fer frá einum til annars til athugunar. E ákveður, að það falli undir verksvið F, sem semur uppkast að svari og leggur það fyrir C. En C endurskoðar það og gjörbreytir því, áður en hann sendir það til D til umsagnar. D biður G að íhuga málið, en áður en hann hefur lokið því, fer hann í sumarfrí og lætur því málið ganga til H, sem semur álitsgerð, sem D samþykkir og sendir undirskrifaða til C, en hann endur- skoðar hið upphaflega uppkast sitt í ljósi hinnar framkomnu gagnrýni og leggur það svo breytt fyrir A. Hvað á A nú að gesra? Enginn mundi lá honum, þótt hann undirskrifaði svarbréfið ólesið, því að hann hefur meira en nóg á sinni könnu. Nú er útkljáð, að hann á að taka við skrifstofustjórastarfinu næsta vor, svo að hann verður að gera upp við sig, hvort hann eigi að mæla með C eða D sem eftir- manni sínum. Hann þurfti að fallast á að gefa G sumarfrí, enda þótt hann ætti í raun- inni ekki rétt á því á þessum tíma. Heilsa H er honum áhyggjuefni, svo að kannski hefði hann átt að láta hann fá frí á undan G. Svo er vandamál óleyst varðandi auka-

x

Nýtt Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.