Nýtt Helgafell - 01.11.1957, Blaðsíða 37

Nýtt Helgafell - 01.11.1957, Blaðsíða 37
PARKINSONS LÖGMÁL 131 greiðslu F fyrir að mæta á ráðstefnu úti á landi, og E hefur talað um að sækja um stöðu í félagsmálaráðuneytinu, svo að þar losnaði önnur staða, sem þyrfti að fylla. Nýlega frétti A um mjög óheppilegt ástar- ævintýri D innan ráðuneytisins og af ein- hverjum undarlegum orsökum eru G og F hættir að talast við. Það væri því sannarlega freistandi fyrir A að skrifa undir uppkast C, án frekari tafa. En A er samvizkusamur embættismaður. Og þó hann sé hlaðinn vandamálum, sem undirmenn hans hafa bakað honum, og orð- ið hafa til eingöngu vegna tilveru þessara undirmanna, bregzt hann ekki skyldu sinni. Flann les uppkastið vandlega, sker niður málalengingar C og H, svo að bréfið er að lokum nokkum veginn eins og F gekk frá því. Svo bætir hann málfarið, því enginn þessara ungu manna virðist kunna íslenzku, og niðurstaðan er svo að segja sama svar- ið og hann mundi hafa skrifað á jafnlöng- um líma, þótt enginn undirmannanna hefði verið til. Miklu fleiri menn og miklu lengri tími hef- ur farið í að vinna nákvæmlega sama verk- ið jafn vel og áður. Allir hafa haft nóg að gera. Enginn hefur legið á liði sínu. Og A íer ekki heim úr vinnunni fyrr en langt er liðið á kvöld og flestir löngu komnir heim frá vinnu sinni. Á leiðinni hugsar hann um að langur vinnutími og gránandi hár er hlut- skipti þeirra, sem komast áfram í lífinu. Eg hef nú gefið ykkur, lesendur góðir, yfir- lit yfir kenningar snillingsins Parkinsons og útlistanir hans á frumatriðum lögmálsins. Út í stærfræðilegar formúlur er ekki unnt að fara að sinni, en ef til vill gefst tækifæri til þess síðar. Rétt er að benda á það, að Park- inson hefur sýnt fram á það með mörgum dæmum úr heijnalandi sínu, að lögmál hans er þar í fullu gildi. Ráðuneyti og stofnanir þar hafa ekki aðeins vaxið hraðar en verk- efni þeirra hafa gefið tilefni til, heldur hafa þau stundum haldið áfram að vaxa, þótt verkefnin hafi stórminnkað. Sömu sögu er að segja frá öðrum þjóðum, sem kannað hafa sannleiksgildi Parkinsons lögmáls. Því miður hefur mér ekki unnizt tími til nægilega víðtækra rannsókna á þessu sviði hér á landi, en af mörgum augljósum dæm- um þykist ég sjá, að Island sé engin undan- tekning frá lögmálinu. Fróðlegt þætti mér, ef lesendur Helgafells gerðu sem flestir at- huganir á þessu innan þeirra stofnana, sem þeim eru kunnar, og sendu Helgafelli niður- stöður sínar. Ef til vill verður þá brátt hægt að gera sér grein fyrir því, að hve miklu leyti það er fyrir áhrif Parkinsons lögmáls, sem skattarnir stóraukast ár frá ári og þjóðin þarf alltaf að borga meiri og meiri peninga fyrir síversnandi stjórnarfar.

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.