Nýtt Helgafell - 01.11.1957, Blaðsíða 39
bDÓIcmsnntin'
7
Um Metternich
og fleira
TILRAUNASTARFSEMI I BÓKMENNTUM er alla
jafna vanþakklót atvinna. Ein meginástæðan til
þess að höíundum helzt hún uppi er sú, að ýmsir
andstæðingar hennar kunna illa við sig hver með öðrum Ég
ætla að vona, bókmenntanna vegna, að Jónas Arnason rithöfund-
ur kunni illa við sig í félagi við afturhaldssama einvalda, enda
þótt greinar hans í Þjóðviljanum 1. og 3. sept. s.l. um „íslenzkar
nútímabókmenntir og afstöðu ungra skálda og rithöfunda til al-
mennings", minni dálítið á tortrygginn einræðisherra. Metter-
nich, segir Stendhal einhvers staðar, var illa við að sjá rit-
höfunda vera að stinga saman nefjum á kaffihúsum, en honum
var jafnilla við að vita þá eina í herbergi, af því að hann
bjóst við, að þeir væru að hugsa upp einhverja vizku, sem gæti
komið valdhöfunum illa. (Tilvitnunin er eftir minni). J. Á. tortryggir
á sömu lund þá unga höfunda, sem hafi „ekki annað samband við
mannlífið en það að sitja við veitingaborð og vera gáfaðir hvor
framan í annan", og honum er „engu minna áhyggjuefni" breytni
hinna, sem sitja stöðugt við skrifborð. Munurinn er hins vegar sá,
að J. Á. óttast ekki, að þeir séu að ráða valdhöfum launráð,
heldur almenningi, snurfusa stíl sinn, eða undirbúa „skrípalæti"
til að hrekkja alþýðu manna, eins og t. a. m. sögu þá
um mannshausinn, sem fór til tunglsins, og Jónas vitnar til og
fyrri grein hans dregur nafn af. Mér er ljóst, að þetta er ekki alls
kostar sanngjarn samanburður. En grein J. Á. geldur þess að
nokkru og þar með málstaður hans, að hann virðist ekki kunna
að meta sem skyldi þá lífsnauðsyn rithöfundar að fara einförum
og fá að vera í friði. Og víst er ekki aukandi a alþyðlega tor-
tryggni gagnvart sérvizku og pukri rithöfunda.