Nýtt Helgafell - 01.11.1957, Síða 41

Nýtt Helgafell - 01.11.1957, Síða 41
BÓKMENNTIR 135 lendra, sem fólk les eins og bókmenntir. Ég dreg þati m. a. af því, sem J. A. segir, að í glæparitunum eru þó ýmsir, þrótt fyrir allt, hausaðir „upp á nýstárlegan máta". Annað mál er það, að höfundar þeirra rita mættu gjarnan sitja meira við skrifborðið og „snur- fusa'' mál sitt og stíl betur! En hvað um tunglhausinn? 1 síðari grein sinni kemst J. Á. m. a. svo að orði: „Mér hefur sem sé fundizt að samtíð okkar, og ekki hvað sízt sú kynslóð, sem við tilheyrum báðir (i. e. þeir Jóhannes Helgi rithöfundur, sem ritað hafði svargrein til J. Á.), væri ískyggilega mikið farin að fjarlægjast böm." Hvernig væri að freista að líta á þetta atvik með hausinn og reyndar ýmislegt fleira í skáldskap ungra höfunda með auga bams- ins og samkvæmt listrænum lögmálum ævin- týrisins? Það hefur margt furðulegt gerzt í þeim fræðum, án þess að það vekti hneyksli. Að lokum get ég ekki stillt mig um að minna á það sem Jóhannes Helgi orðar svo skemmtilega í svargrein sinni til J. Á. í Þjóð- viljanum 1. okt. og aldrei hefir verið tekið fram fyrr: „Nokkrir þeirra (þ. e. ungra höf- unda íslenzkra), nær eingöngu ljóðskáldin, eru jafnframt að gera tilraunir með ný tján- ingarform. Það er að sjálfsögðu þeirra einka- mál og kemur þeim einum við, . . . (Leturbr. Helgafells). Er þess að vænta, eftir svo skor- inorða áminningu, að lesendur láti bækur ungra höfunda afskiptalausari en áður. Og mega höfundamir vera Jóhannesi þakklátir fyrir það. Sangen om den röde rubin Fyrir alllöngu tóku dag- blöðin að ympra á því að þessi fræga norska saga myndi eiga að koma hér út í þýðingu um hátíðimar til að gleðja þá, sem kynnu að hafa farið á mis við hana á frummálinu eða dönsku, enda þótt við séum býsna vel settir og verði helzt að kenna áhugaleysi, ef fólk hefir ekki getað fengið að líta í bók- ina, og það er rétt, sem ráðuneytisstjóri dóms- málaráðuneytisins hefir spurt (skv. viðtali við Mbl. 1. nóv.), að bókin hafi selzt hér í um það bil 2000 eintökum. Eftir að frétt um væntanlega útgáfu bókar- innar í íslenzkri þýðingu komst á kreik, skrif- aði Kristján Albertsson grein í Morgunblað- ið, þar sem hann skoraði á yfirvöldin að stöðva útkomu hennar og beindi máli sínu til lögreglustjórans í Reykjavík sérstaklega, að gömlum og góðum sið. Nú hefir lögreglu- stjóri í umboði dómsmálaráðuneytisins til- kynnt þeim útgefanda, sem hefir þýðingar- rétt bókarinnar með höndum, og sömuleiðis öllum prentsmiðjum í sínu umdæmi, „að ákvörðun hefir verið tekin um að stöðva út- gáfu framangreindrar bókar, ef hún verður prentuð á íslenzku og verður málið sent dómstólunum til meðferðar." (Bréf lögreglu- stjóra birt í Mbl. 1. nóv.) Þetta er aðvörun og vafalaust í þeirri mannúðlegu veru, að útgefandi fái tækifæri til, áður en hann legg- ur í útgáfukostnað að hugsa sig um, hvort hann vilji eiga útkomu bókarinnar undir úr- skurði dómstólanna. Um bann er vitaskuld ekki að ræða, fyrr en bók er komin út. Hitt er álitamál, hvort smekklegt sé af dóms- málaráðuneytinu, svo að ekki sé dýpra í árinni tekið, að birta, á þessu stigi málsins, viðvörun um væntanlega saksókn og hafa þannig fyrirfram áhrif á áætlanir útgefenda. Mér kemur ekki til hugar, að hér hafi verið beitt rangindum, en skyldi þessi aðferð ekki gefa dálítið varasamt fordæmi? Ef rangs- leitnum yfirvöldum væri mikið í mun ein- hvern tíma, að fá bókaútgefanda ofan af einhverju áformi dómsúrskurðarlaust, þá

x

Nýtt Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.