Nýtt Helgafell - 01.11.1957, Síða 43

Nýtt Helgafell - 01.11.1957, Síða 43
BÓKMENNTIR 137 tvívegis. En mér er ráðgáta, hvernig heilbrigt fólk ætti að geta siðspillzt af hinum lopa- löngu umkvörtunum Mykles um staðleysi holdlegra ásta, fremur en nokkur líkindi virð- ast til, að menn verði sósíalistar núorðið af lýsingum höfundar á barnalegu og ömur- legu tilhugalífi skólapilts við sósíalisma á kreppuárunum fyrir stríð. Eg er alveg sam- mála Gísla Ólafssyni útgefanda, að það sé erfitt að sætta sig við „það sjónarmið, að unglingar eigi að ráða því, hvað kemur út af bókmenntum hér á landi". (Sbr. Mbl. 1. nóv.) Söngurinn um roðasteininn er hversdags- leg og alvarleg saga af stúdent, sem lífið vill einhvern veginn ekki tengja sig við hvað sem hann reynir (hann er reyndar ekki ýkja mikið gáfnaljós, en mjög viðkvæmur): eftir sem áður „skrev hans livsvisdom sig i stor utstrekning fra romaner." Meginkostir sög- unnar liggja í sannleiksblæ hennar og ein- stöku frásagnasprettum, sem minna á Henry Miller, en spillast þó flestir af glaðklakka- legum stúdentsstíl. Agnar Mykle stendur greinilega langt að baki Miller, sem helzt virðist vera meistari hans í bersögli. Munurinn er einkanlega fólginn í því, að Miller er afburða húmoristi eins og flestir aðrir meiri háttar höfundar, sem hafa skrifað klám: Rabelais, Boccaccio, Chaucer, Restif de la Bretonne, Balzac eða höfundur Bósasögu. Ég get vel fallizt á þá skoðun, að klám sé helzt ekki bókmennta- hæft, nema í gamanmálum. Og vel á minnzt: úr því að ofangreindum höfundum tókst ekki að fyrirkoma siðmenn- ingunni, er varla hætta á því, að þessi fá- tæklega saga verði til þess. Ef svo væri hins vegar, og einkum ef voðinn ætti upp-’ tök sín í Bandaríkjunum, eins og prófessor| Sigurbjörn Einarsson heldur fram í grein í Vísi, Listin lifi, þá væri ástæða til að sjá að sér, því að Bandaríkjamenn eru mjög áhrifa- miklir í bókmenntum Vesturlanda eins og er. Við rólegri íhugun kunna menn samt að uppgötva að þessi ályktun próf. Sigurbjarn- ar er ekki á góðum rökum reist. I Banda- ríkjunum eru lög um klám yfirleitt óbilgjarn- ari (það er dálítið mismunandi eftir ríkjum) og yfirvöldin árvökulli en annars staðar.á Vest- urlöndum. Henry Miller, amerískur borgari, hefir orðið að gefa út helztu bækur sínar í París og fær þær ekki fluttar inn í Bcmda- ríkin (þessar sömu bækur hafa hins vegar komið út á norrænum málum). Og Lady Chatterley's Lover má ekki gefa út eða selja í Bandaríkjunum, nema í vanaðri útgáfu. Þannig mætti lengi telja. Thomas Wolfe, sem prófessor Sigurbjörn álítur að Mykle hafi sér til fyrirmyndar, af því að einhver hefir bent á setningar í Söngnum um roðastein- inn, sem minna á Wolfe, var ekki ýkja ber- sögull um feimnismál, þó að prófessor Sig- urbjörn kalli hann í háði „amerískan yfir- jöfur í snilldinni", þ. e. klámi. Væri sanni nær að segja, að Wolfe hefði verið dálítið feiminn við kynferðislega bersögli, svo mælskur sem hann var, þegar hann talaði um ástina. Hitt er óvart rétt, að hann var „yfirjöfur í snilld" og er almennt talinn með fremstu skáldsagnahöfundum enskrar tungu á þessari öld. Ég efast hins vegar ekki um, að Ameríku- menn leggi fram sinn skammt af siðferði- lega hæpnum bókum til ómenningar heims- ins og siðferðilega vankaðir höfundar finnast þar eins og annars staðar. En þeir eru ekki mjög útsmognir í klámi. Með því er auðvitað Jekki sagt, að Ameríkumenn séu skírlífari en íaðrir eða lög þeirra um þessi efni að öllu

x

Nýtt Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.