Nýtt Helgafell - 01.11.1957, Blaðsíða 46

Nýtt Helgafell - 01.11.1957, Blaðsíða 46
140 HELGAFELL Margar lélegar skáldsögur hafa verið skrif- aðar til vegsömunar frelsinu á vorum dögum. Flestar hafa þær, hvað sem öðru líður einn sameiginlegan ágalla: að höfundi eða sögu- persónum hættir til að predika, að leggja útaf frelsinu. Kazantzakis er engan veginn alveg saklaus af þessari tilhneigingu, en honum tekist samt það, sem fáum er lagið, að gera frelsisþrána að allt að því líkam- legri kvöl eins og hurigri eða þorsta. Þess vegna trúir lesandinn því, að frelsisstríð ein- staklingsins haldi áfram, þó að einn falli. Þýðingin er vitaskuld ekki gerð eftir frum- málinu, því að enginn maður hér á landi er, svo að vitað sé, læs á grísku. Þýðing Skúla Bjarkans virðist mjög vel skrifuð, eins og flest, sem hann gerir, þó að ekki sé kostur að mynda sér skoðun um nærfæmi hennar, nema af ágizkunum. Kazantzakis er nýlátinn, á sjötugasta og öðru aldursári. Samkvæmt því, sem lexi- konar segja lætur hann eftir sig 9 eða 10 skáldsögur, 10 leikrit, heimspekilegar ritgerð- ir (um Bergson t. d.) og nokkrar ferðasögur (frá Spáni, Rússlandi, Englandi, Japan, og fleiri löndum). Auk þess hefir hann ort nýja Odysseifskviðu, framhald af kvæði Hómers. K. K. í þunnu gleri Graham Greene: Hægláti Ameríku- maðurinn. Almenna bókafélagið 1 957. Greene aðgreinir sjálfur sögur sínar og kallar sumar „alvarlegar bókmenntir'' en sumar „skemmtilegar''. Saga sú, sem hér um ræðir, telst til fyrri tegundarinnar ásamt The Heart of the Matter og England Made Me og ýmsum fleiri, en skemmtilestur á einkum við ýmsa reyfara hans í gömlum og góðum Balkansögustíl, spæjarasögur, lög- reglusögur (Stamboul Train, A Gun for Sale, og fl.) á borð við leikritið að kvikmyndinni Þriðji maðurinn. Greene segir afburðavel sögur. Annað mál er hitt, hvort hinar „alvar- legu" sögur eru jafn djúpstæð rannsókn á siðferðilegum vandræðum nútímamanna og aðdáendur hans telja. Greene er kallaður katólskur höfundur og það er mikli tízka eins og er að draga þá sennilegu ályktun, að þeir standi öðru jöfnu betur að vígi en aðrir höfundar til að skilgreina siðferðileg vandamál. Greene var ekki alinn upp í katólskum sið. Hann hefir, virðist mér, til að bera óþolinmæði og andstyggð trúskiptamanns á andlegu ráðleysi fjöldans, en skilningur hans ristir varla mjög djúpt. Stíll hans er skýr, skarpur, eðlilegur og krókalaus. Höfundur- inn er eins og slyngur kvikmyndastjóri að stýra auga áhorfandans. En sögurnar hafa ekkert bergmál. Líka mætti segja, að þær minntu á myndir í þunnu gleri fremur en glugga að veruleikanum. I raun og veru er sjaldan ýkjamikill mun- ur á reyfurum Greenes og alvarlegum sög- um. Munurinn virðist einkum eiga að liggja í gerð persónanna. En Ameríkumaðurinn í The Quiet American er t. a. m. talsvert óraunverulegri persóna en mörg reyfara- hetja höfundar. Greene virðist ekki þekkja eða skilja Ameríkumenn, nema helzt af kvik- myndum. Ef höfundi tækist ekki að gera Pyle ískyggilegan, væri hann ekki annað en kátlega misskilin yfirborðsmynd af amerísk- um unglingi í Saturday Evening Post, eða kvikmynd eftir Dore Schary. Annars er gaman að eiga sögu eftir Greene í þýðingu, þó að ekki væri nema vegna samtalanna, sem eru mjög eðlileg. Eðlileg samtöl tíðkast af einhverjum ástæð- um ekki í íslenzkum sögum eins og stendur. Mér virðist þýðanda, Eiríki Hreini Finnboga- syni, yfirleitt hafa tekizt vel að ná samtöl- unum. Hins vegar hafa orðið mistök í þýð- ingu á ýmsum stöðum, eins og ritdómendur hafa þegar bent allrækilega á. K. K.

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.