Nýtt Helgafell - 01.10.1958, Blaðsíða 6
52
HELGAFELL
nokkru sinni ella. „This is our finest hour“,
sagði Churchill á einni mestu hættustund
síðustu styrjaldar, og talaði þá í sama
anda og framangreindur ræðumaður.
Ekki fer fjarri, að segja megi að sam-
hugur þjóðar standi í réttu hlutfalli við
það, hve mikill fjandskapur er milli henn-
ar og annarra. Engin þjóð hefur í verald-
arsögunni sýnt slíka samheldni sem hinir
tortryggnu og ofsóttu Gyðingar. Og mörg
dæmi má finna, ekki sízt í löndum
kommúnismans, um það, að stjórnvöldin
hafa af ásettu ráði alið á liatri og ótta við
umheiminn í þeim tilgangi, að menn yrðu
ánægðari og sættu sig betur við hlutskipti
sitt.
Aðgerðir brezka fiotans hér við land
hlutu að reita íslendinga til reiði og
skapa hér þjóðareiningu, sem allir ílokkar
kepptust við að lofsyngja. í sjálfu sér var
gleðilegt að sjá slíkan samhug hjá Islend-
ingum í stað þeirrar hagsmunatogstreitu og
flokkadrátta, sem lamað hefur stjórnmála-
legt viljaþrek þjóðarinnar um margra ára
skeið. Engu að síður ættu menn að vera
minnugir þess, að æskilegra væri, að þjóð-
areining byggðist á heilbrigðari grunni en
liatri á öðrum þjóðum. Hún ætti öðru
fremur að vera reist á þekkingu og skiln-
ingi á þeim málum, sem um er deilt, og
vera ávöxtur af frjálsum, hreinskilningsleg-
um umræðum, en ekki slagorðum eða of-
stæki.
Ilætt er við, að Islendingum takist ekki
að halda réttri stefnu í landhelgismálinu,
nema þeir séu reiðubúnir að ræða allar
hliðar þess af einurð, jafnvel þótt það
yrði að einhverju leyti á kostnað einingar-
innar. Einingin er ekki markmið í sjálfu
sér. Hún getur að sjálfsögðu styrkt að-
stöðu þjóðarinnar út á við, en af því verð-
ur elcki ávinningur til lengdar, ef menn loka
augunum fyrir mikilvægum þáttum máls-
ins eða forðast að segja skoðanir sínar af-
dráttarlaust af ótta við að vera sakaðir
um að reyna að spilla málstað þjóðarinn-
ar. Slík eining er vafasöm. Hún getur kom-
ið í veg fyrir, að málin séu brotin til mergj-
ar, og hún getur bundið hendur ríkistjórn-
ar og annarra, sem með málið eiga að fara,
við ósveigjanlega stefnu án tillits til þess,
hvað líklegast er til árangurs hverju sinni.
Um kjarna málsins, þá réttlætiskröfu, að
Islendingar öðlist sem víðtækastan um-
ráðarétt yfir hafsvæðunum umhverfis
landið í því skyni að vernda fiskstofn-
inn og tryggja afkomumöguleika þjóðar-
innar, eru allir landsmenn áreiðanlega sam-
mála. Það er sú eining, sem mestu máli
skiptir. Hitt er ekki nema eðlilegt, að menn
greini á um, hvaða leiðir séu heppilegast-
ar að þessu marki.
Landhelgismálið er óvenjulega flókið og
vandasamt mál meðferðar. Alþjóða
réttarreglur í þessum efnum eru ekki að-
eins óljósar, heldur ná þær um margt mun
skemmra en Islendingum þykir við þurfa.
Málið má ýmist relca með samningum við
þær þjóðir, sem hlut eiga að máli, sem
réttarmál fyrir alþjóðadómstóli eða stofn-
unum eða sem löggjafarmál á sviði al-
þjóðaréttar. Meðferð þess er enn vanda-
samari vegna þess, að því fer fjarri, að
með 12 rnílna landhelgi sé náð lokatak-
marki Islendinga varðandi fiskveiðilög-
sögu, og verður því ætíð að hafa í liuga,
livaða áhrif ákvarðanir, sem nú eru teknar,
hafa á framtíðarhorfur í málinu.