Nýtt Helgafell - 01.10.1958, Blaðsíða 11
LÍFSGLEÐI í SUÐURSVEIT
57
uðinn, og hann borgaði Sigríði aurana með
glöðu geði. Um þetta var kveðið í Suður-
sveit:
Fyrir kallið fékk ég kaup
fullkomið með ekkert raup,
lúsakamb svo laglegan.
Litli Siggi gaf mér hann.
Sigríður hafði keypt sér kamb fyrir aur-
ana.
(Jón Hallson hafði þann sið að ganga
mikið út úr kirkju um messu og fór þá
geyst og rismikið. Stundum var þetta gert
til að staupa sig úti undir kirkjuvegg.
Einu sinni kom Jón úr útferð og gengur
hratt og hnarreistur inn kirkjugólfið og
ætlar í sæti sitt við kór. Þá teygir Sigurður
á Kálfafelli fyrir hann fótinn. Jón dettur
áfram endilangur á magann á kirkjugólfið
og varð af dynkur mikill, svo að allir
hrukku við í kirkjunni.
Jón veðnr að Sigurði eftir messu og ber
það upp á hann, að hann hefði hrekkt sig
af ásettu ráði og hótar honum hörðum
hefndum, þó að síðar verði.
Sigurður svaraði: „Mér datt ekki í hug
að hrekkia þig, vesalingur. En ég dottaði,
piltar, og teygði óvart frá mér fótinn.“)
Hallur og Herdís áttu dóttur, sem Guð-
nin hét. Hún giftist Páli Benediktssyni
frá Arnanesi. Þau bjuggu á Smvrlabjörgum
í Suðursveit, ég held við góð efni. Páll var
nettur maður og fremur laglegur. Hann var
ekki sagður greindur. Ekki veit ég hvort
það var satt. Hann var kýminn.
Guðrúnu sá ég einu sinni, svo að mig
reki minni til. Hún var feiknalega stór og
stórskorin og mikil í allar áttir. Mér
fannst hún líkari tröllkonu þjóðsagnanna
en mennskri manneskju. Páll kallaði hana
Fjallkonuna. Mig minnir hún vera fyrir-
mannleg, og ekkert slæmt heyrði ég um
hana.
Guðrún hafði gaman af hestum á sínum
yngri árum og þótti alltaf skemmtilegt að
heyra fréttir af gæðingum. Einu sinni
heyrði hún sagt frá veðreiðum austur í
Nesjum. Hún spurði vandlega um veð-
reiðarhestana. Þegar hún hafði frétt ýtar-
lega um kosti þeirra og galla, fer hún að
segja frá fola, sem Jón Benediktsson í
Árnanesi hefði átt þegar hún var þar á
sokkabandsárum sínum, og sagði hún sög-
una sem dæmi um það, hvað mikið efni
gæti leynzt í ungum hestum, þó að þeir
litu ekki út fyrir að vera merkilegir.
„Hann sýndist ekki líklegur til að gera
mikil afrek, hann Brúnn hans Jóns Bene-
diktssonar. Það höfðu allir hann í háði og
spotti, og enginn vildi vera þekktur fyrir
að koma honum á bak. Ég bað svo að lofa
mér að ríða honum á engjarnar vestur á
Völlu. Ég var ekki fyrr komin á bak honum
í Árnaneströðunum en hann tók sprettinn
með mig og yfir alla paldra ok keldur og
nam ekld staðar fyrr en vestur á Fljóta-
bakka, eins og ekkert væri á bakinu á hon-
um. Það var þó haldið, að ég hefði verið
kúlukvetti í þá daga, þó ég sé nú ekki nema
skorpin bein skuðin ein,“ og snöri sér um
leið út í horn og sagði svo: „og eftir það
var farið að sýna honum sóma.“
(Guðrún spurði Pál í fyrri heimsstyrjöld-
inni: „Með hverjum eru Þjóðverjar?“
Páll svaraði: „En með þýzkurunum,
þarna gamla skilningsleysi!“
Páll keypti 25 krónu hlutabréf í Eim-
skipafélagi Islands. Það þótti Guðrúnu
óþarfa bruðlun og átaldi Pál fyrir að fara
svona með efni þeirra.
Páll svaraði: „Verð ég ekki að sjá fyrir
því, að það séu til skip í landinu til þess að
flytja korn ofan í kjaftinn á þér.“)
Eina vertíð fiskaðist illa á Hornafirði
og var um það talað í héraðinu. Einhverjir
spaugsamir laumuðu því að Guðrúnu, að
aflaleysið væri því að kenna, að hann
Guðni á Höfn stæði úti í Hvanney og
bandaði öllum fiski frá landinu.
Guðrún sagði, þegar hún fór að segja
þetta öðrum: „Mikill andskotans maður
er hann Guðni. Þarna stendur hann úti í
Hvanney og varnar öllum fiski að kom-
ast upp að landinu.“