Nýtt Helgafell - 01.10.1958, Blaðsíða 17

Nýtt Helgafell - 01.10.1958, Blaðsíða 17
BROT ÚR ÓPRENTUÐUM SAMTÖLUM VIÐ STEIN 63 það er skrítið í þeim hljóðið og merkilegt, hvað það getur verið fallega lyriskt. Samt fékk ég mér rottueitur og setti það í skál á borðinu. Ég man það nú ekki, en lield það hafi borið einhvern árangur. Hitt var merki- legra, að Asmundur frá Skúfsstöðum fékk sér vænan mola af því, þegar hann kom ein- hvern tíma í heimsókn. Það var von, þetta var eins og lagkaka, ágætt á bragðið, en undarlegt að honum skyldi ekkert verða nieint af því. Þetta var góð byrjun fannst okkur. Páll Hafstað fór nú að minnast á stjórnmál, enda var Steinn nýkominn úr frægri heimsókn sinni til Sovétríkjanna. Steinn talaði gjarna um Rússlandsförina og fór ekki dult með skoð- anir sínar. Hohum þótti gaman, J)egar hon- um tókst að espa menn upp á móti „stór- veldapólitík" sinni og talaði þá eins og sá, sem valdið hefur: — Það er skrítið, en Rússar kunna ekki að byggja hús. Þeir hafa ekki frekar vit á byggingarlist en lélegur smalahundur í Flóanum. Þetta eru tómar blúnduhallir, óskaplega ómerkilegar. Bolsi- víkar hljóta að vera bæði fífl og ofbeldis- nienn. Þetta er eins og Hornstrendingur fengi sendan emeleraðan koj)i> og stillti honum upp a stofuborði. Það er alveg óskaplegt. Annars ffitla þeir víst að reyna að lagfæra þetta eitt- hvað: Krúsjev segist vera á móti sykurhöll- um og ég las ])að fyrir skömmu, að liann hefði sagt við óánægða arkitekta, sem vildu láta endurskoða byggingarstefnu ríkisins: — Verið J)ið bara rólegir, piltar mínir, þetta brynur allt saman einn góðan veðurdag. Það var gott hjá honum, finnst ykkur það ekki? Krúsjev er ágætur maður og veit, hvað hann syngur. Það er vafalaust rétt hjá honum, að þetta er eina lausnin. — Einhver bezti niaður, sem ég hef hitt, er þjóðskáld þeirra Grúsíumanna; frábær gestgafi, sómasamlegur drykkjumaður og góður ræðumaður. Hann dutti margar ágætar ræður. En hann skildi ekki rússnesku. Því lenti J)að í hálfgerðu stimabraki, þegar Hallgrímur Jónasson farar- stjóri ætlaði með miklum hátíðleik að skýra honum frá efni vísunnar „Yfir kaldan eyði- sand“. Ég þýddi vísuna á dönsku, svo var hún þýdd á rússnesku og armenisku og loks á grúsisku og ])á skyldi karlinn vísuna og hafði gaman af. Hann er nefnilega ágætt rímnaskáld. Nú var hlé á frásögninni, J)ví að köttur- inn var farinn að trufla húsbónda sinn með mjálmi og ólátum. Hann var settur frarn í eldhús og lokaður inni: „sakadómaranum“ létti, því honum hafði aldrei verið neitt um bölvaðan köttinn gefið: Hann lyfti glasi og leit á skáldið, þegar hann kom aftur inn í stofuna og settist: — Það var árið 1934, sagði Stcinn, og brosti með öllu andlitinu. Iíann hafði verið spurður um það, hvenær hann hefði sagt skilið við Kommúnistaflokk Islands. — Annars sagði ég ekki beint skilið við hann, bætti hann við, því ég var rekinn úr flokknum með mikilli skömm. Ætli ég muni það ekki, Sella B 5 hét hún víst, og það var ákaflega leiðinlegt að vera í henni. Þegar ég var rekinn, var líka samj)ykkt síðasta aðvörun til Einars Olgeirssonar. Mál hans var tekið fyrir á undan mínu, svo ég mátti greiða atkvæði. Dýrleif Árnadóttir var formaður sellunnar og þegar atkvæði voru greidd um Einar, laumaði hún hendinni upp í loftið, svo lítið bar á. Og hún grét. En ])cgar kom að mér, rétti hún höndina upp af miklum mvndugleik, aldrei ákveðnari á ævi sinni. Þegar samþykkt hafði verið að reka mig, stóð ég upp og hélt ræðu. Ég sagði, að allir við- staddir væru þorparar og illmenni. Þá skifti ])að engum togum, að séra Gunnar Benedikts- son og Dýrleif ráðast á mig og hrinda mér niður brattan stiga, sem þarna var. Ég marð- ist á baki, en slapp að öðru leyti ómeiddur á sál og líkama úr Jiessum hildarleik. Þó hafði þetta þær óþægilegu afleiðingar, að mér hefur alltaf síðar staðið ógn af háurn stigum, hugsa mig um tvisvar áður en ég legg í J)á. Nú glottir skáldið: — Svona var þetta og þó var það skemmtilegasta eftir. Þetta var allt saman herfilegur misskilningur. Það var ekki ætlunin að reka nokkurn mann, en Jens Figved, seni átti að sækja „línuna“ til Moskvu, lenti á viku fylliríi í Vestmannaeyj-

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.