Nýtt Helgafell - 01.10.1958, Blaðsíða 40

Nýtt Helgafell - 01.10.1958, Blaðsíða 40
86 HELGAFELL „Hönd dauðans" Hið margumtalaða og snjalla leikrit Kristjáns Albertssonar, sem undanfarið hefir verið flutt í Þjóðleikhúsinu undir nafninu Haust, er senn uppselt hjá forlaginu HELGAFELLSBÓK laugar sig í tíbrá sumarmorgunsins, eða að Jón Stefánsson sé höfundur tröllakirknanna, sem húka þarna máttugar undir hnyklóttum skýja- bólstrum? Það hefir að minnsta kosti oftsinnis hent mig. Þetta skiptir þó í sjálfu sér ekki mestu máli heldur hitt að við verðum okkur skyndi- lega þeirrar fegurðar meðvitandi, sem málar- inn tjáði okkur. Nú höfum við numið hana og getum gert okkur grein fyrir henni — í orðum. Náttúran íslenzka virðist stæla myndir okkar beztu listamanna. Þeir hafa opnað augu okkar og gefið þeim nýja sýn á landið. Okkur þykir það síðan fegurra en áður, máske líka fegurra en forfeðrum okkar þótti það flestum, og hefir þó Jónas Hallgrímsson í ljóðmyndum sínum sýnt þjóð sinni marga dýrð, sem áður var henni hulin. Okkur þykir vænna um landið þegar svo er komið. Við sættum okkur ekki við að það sé spjallað eða sundurtætt af vélum, atað óþverra; látum okkur ekki lengur lynda að allir fagrir hólar séu bomir ofan í bílabrautir eins og gert var við Rauðhólana hérna austan við Reykjavík. Þetta eru áhrif listarinnar sem kenndi okkur að skynja fegurð náttúrunnar. En tónlistin? Hvað glæðir hún með okkur. Ekki dregur hún upp myndir, segir heldur ekki sögur. En hún ljær tilfinningum okkar mál. „Söngurinn göfgar, hann lyftir í ljóma, lýðanna kvíðandi þraut“ kvað Björnstjeme Björnson. „Söngurinn harðúð og hjáræmi eyðir, hófsemi kennir og mát; stríðólmu kraftana stillir og leið- ir“ o. s. frv. Snillingurinn Pablo Casals gerði það nýlega að uppástungu sinni, að 9. sinfónía Beethovens, þessi lofsöngur til gleðinnar og bræðralags allra þjóða yrði leikin, hvar sem fyrirfinnast sinfóníu- hljómsveitir og kórar til flutnings þessa mikla tónverks. Casals þekkir mátt tónanna, hann hef- ir með boga sínum snert strengi í brjóstum þús- undanna og hrifið þær flestum öðrum hljóð- færasnillingum fremur. Tónlistarmenn hvaðan- æva úr heiminum hafa lagt leið sína á hans fund, farið einskonar pílagrímsfarir til litla þorpsins suður undir Pýreneafjöllum, þar sem hann dvel- ur í útlegð. Og vissulega á Beethoven erindi til okkar allra. Tónlist meistaranna kennir okkur hófsemi og mát — hún stillir kraftana, samstillir kenndir okkar, beinir hugum okkar hærra, það er vist. En við þurfum fyrst að læra að skilja hennar mál, finna mátt tónanna. í því felst okkar nám og strit. Hrynjandin bindur tónaflauminn, gefur tónahugmyndunum form. Hún er lögmálið. Meló- dían leitar langt út í ómælisgeyminn, hún er þráin eftir hinu ósegjanlega, en skilst þó því aðeins að hún sé háttföst. Hljómarnir lýsa blæ- brigðum hugarins, styrkbrigðin veðurhæðinni, ef svo má segja. Þegar þú, ungur nemandi nú glím- ir við eitthvert lagið, sem kennarinn setur þér fyrir, ert þú að leita að því hjá sjálfum þér, sem í laginu býr. Að spila hrynfast, vera „rytm- ískur“, eins og kennarinn kallar það, er einmitt að temja sjálfan sig, það er að stæla vilja sinn til sjálfstjórnar. Að iðka tónlistina er aðalatrið- ið. Það stoðar hreint ekki að hlusta, — ekki ein- vörðungu. Við verðum að reyna sjálf. Og hvort sem við nú hlustum eða leikum sjálf fáum við nákvæmlega jafnmikið á móti og við leggjum sjálf fram. En varizt samt, nemendur góðir, að viðra ykk- ur við allan vind. Ekki er öll list jafngóð. Til er ómerkileg list, sem glepur og slævir. Eins- konar deyfilyf. Forðizt hana. Svo er heldur ekki allt list sem því nafni er nefnt. Dægurlagasöng- ur er enginn listsöngur þótt komi úr mannsbark- anum. Coca-cola ekki þrúguvín þótt veitt sé, tuggugúmrm ekki ávöxtur þótt af tré komi. 111- gresið vex innan um fegurstu blóm, en við lát- um það ekki kæfa þau. Eins í listinni —: þar reynir hið illa og lélega, sem í krafti þess hve ómerkilegt það er getur þrifizt hvar sem er, að bera hið vandaða ofurliði. En það tekst ekki ef við hlúum að því, sem við vitum er gott. Á þeim, sem fá að læra hvílir sú ábyrgð. Ykkar er að verja það, sem þið vitið er gott en hafna hinu. Að nema er að þiggja, og miðla síðan öðrum. „Sá gefur sem þiggur af öðrum, andinn er sól- gull sem eykst æ meir sem fleiri því ná“, segir Matthías Jochumsson. Þetta er skólans takmark: að útbreiða tónlist- ina, stuðla að sannri tónlistarmenningu í land- inu. Þið, nemendur, eruð framtíðin. Á ykkur set- ur skólinn sitt traust. Því heitum við á ykkur að vinna vel.“

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.