Nýtt Helgafell - 01.10.1958, Blaðsíða 3

Nýtt Helgafell - 01.10.1958, Blaðsíða 3
Hér er sýnishom af skáldskap Jakofos Thorarensen sjötugs ORNINN Um fir'ðleiðir svimhátt ílýgur hinn fráneygi, þögli örn, er hugstór í sókn og harður, en halda þarf lítt á vörn. Hann fár er að sjá í fasi og framkoma þóttaherð, mun stuttur í skapi og stríður, en stendur við sína gerð. Og vökull hann svífur víða, sér viðhorfin tvenn og þrenn. Um eitt er hann illa ræmdur: hann ágirnist smáa menn. Þá metur hann snöggt og mælir, sé manneskjan nógu stutt, þá hraðar 'ann sér og hremmir, og hún er í burtu flutt. Þó meiðir hann vart né myrðir, hitt mun vera ætlun hans, sín kjörböm að herða í klettum og koma þeim vel til manns. Því arnarins mið er aflið og óðal hans hvelið blcrtt, — hann sér eigi að smælkið saki að svífa eða skyggnast hátt. Á Fróni er nú fuglinn mikli mjög fáliða á vorri öld, rétt einn eða tveir í amti, og annarra meiri völd. Nýjasta ljóðabók Jakobs Helgafellsbók

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.