Nýtt Helgafell - 01.10.1958, Blaðsíða 10

Nýtt Helgafell - 01.10.1958, Blaðsíða 10
56 HELGAFELL inu. Það væri Lárus, sem væri faðir þess. Þessu reiddist Lárus ákaflega og orti skammarbrag um Hall og Herdísi, sem varð frægur um alla Skaftafellssýslu. Lárus vildi lesa braginn yfir þeim hjónum til þess að gera þeim svívirðu þeirra sem eftir- minnilegasta. Hann mun ekki hafa árætt einn i vesturbæinn í þessum erindum eða hefur viljað hafa vitni að lestrinum og fékk sér til fylgdar Björn Björnsson úr Borgar- höfn, harðgreindan mann og launkýminn og einkennilegan. Hann var dóttursonur Þorsteins skálds tóls og sonur Björns þess, sem merina átti, sem nykurinn í Fífutjörn fyljaði. Þeir Lárus og Björn gengu í vesturbæ inn og upp í baðstofustigann og námu þar staðar. Lárus stóð ofar í stiganum og tók að lesa upp braginn hátt og skörulega. Björn stóð fyrir neðan og lygndi aftur aug- unum og glotti. „Jú, jú, hvernig skyldi nú eigninni verða við?“ I því kemur Herdís æðandi fram á pall- inn með koppinn sinn og miðar honum með öllu innihaldinu á höfuðið á Lárusi. Hallur stóð þar hjá og sló hendinni undir koppinn um leið og hann sveif af stað. Við það hækkaði hann á fluginu, svo að hann fór fyrir ofan Lárus og steyptist með öllu í niður á Björn. „Jú, ógæfan! Mikil skelfing var nú að heyra, hvernig eignin lét.“ Jón sonur Halls og Iíerdísar trúlofaðist einhverntíma eftir þetta. Ég heyrði sagt, að stúlkan hefði heitið Sigríður Eyvinds- dóttir og verið ættuð vestan undan Eyja- fjöllum. Þá var siður, að prestar lýstu með hjónefnunum af predikunarstóli fyrir söfn- uðinum. Ef einhver var í kirkjunni, sem vissi meinbugi á trúlofun hjónaefnanna, skyldi hann kalla þá upp svo hátt, að prestur heyrði. Þetta var þegar séra Jóh- ann Knútur Benediktsson var prestur á Kálfafellsstað. Fyrsta lýsingardaginn var margt fólk við kirkju á Staðnum. Jón var mikill á lofti og vínhneigður og svæsinn í orðum og hentu spaugarar gaman að honum og gerðu sér leik að því að stríða honum og það því fremur, að hann tók slíku mjög illa. Um Jón sagði Steinn afi minn við Gísla son hans: „É-ég þekkti vel föður þinn. Þa-það var sluddmenni.“ „Hann hefur víst verið það,“ svaraði Gísli. Sigurður á Kálfafelli gat verið stríðinn og hrekkjóttur og beitti því helzt við ofláta. Nú hafði hann undirbúið að gera Jóni svo- litla glennu í lýsingunni til þess að koma upp í honum ofstopanum og hefur máski haft í huga barneign hans áður. Hann fékk Sigríði nokkra Þorsteinsdóttur til að lýsa meinbugum, þegar prestur spyrði, og hét henni 25 aurum að launum. Það voru pen- ingar þá. En Sigurður var klókur maður og mun ekki hafa treyst Sigríði fullkomlega til að hrópa upp meinbugina á réttu augnabliki og féklc því Helgu dóttur prests til að sitja hjá henni og hnippa í hana, þegar hún ætti að kalla. Svo fór lýsingin fram af predikunarstóli samkvæmt reglunni. Og loks segir prestur: „Viti nokkur meinbugi hér á, þá segi hann til í tíma.“ Þá gellur Sigríður upp með skrækri og skerandi röddu, svo að kvað við um alla kirkjuna: „Ég veit þá!“ Það kom á söfnuðinn. Svona lagað var alger nýjung í kirkju liins heilaga Ólafs. Allra augu beindust að Sigríði. Hvað ætli hún viti? Og af henni á brúðhjónaefnin. Sigurður glotti niður í barm sér og lygndi augunum kænlega. Það kom snöggvast hik á prest, en hann áttaði sig fljótlega og spurði ekki meira um meinbugina. Fleira gerðist ekki sögulegt í kirkjunni. En þegar úti var messa lét Jón hinum verstu látum. Hann grunaði, að Sigríður hefði verið ginnt til þessarar lmeisu af ein- hverju hrekkjasvíni. En Sigurði var skemmt. Þetta hafði lukkazt vel. Hann hafði drifið upp svolítið gaman í fásinninu fyrir sjálfan sig og söfn-

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.