Nýtt Helgafell - 01.10.1958, Blaðsíða 13
LÍFSGLEÐI í SUÐURSVEIT
59
brýnt hafði verið fyrir honum. Þar var
lónið miklu dýpra en vestur undir sandin-
um og ísinn á kafla sundurlausir jakar. Það
þótti líklegt að þar hefði Steindór revnt
að stökkva á jökum milli skara, en runnið
niður á milli og drukknað.
Eg man ekkert eftir þessum dagi. En ég
man vel eftir parti úr næsta degi. Og það
hefur aldrei vikið úr huga mínum síðar,
að þá var fyrsti sunnudagur í góu. Þá var
leitinni haldið áfram. Það var skafheiðríkt
loft og f'agurt útmánaðasólskin. Við krakk-
arnir vornm að leika okkur á milli bæjanna
á svelli á Gerðisláginni, en fullorðna fólk-
ið amraði á milli bæjanna og talaði í lága
hljóðum. Sólin skein úr suðvestri, og við
vissum, að þar var verið að leita að Stein-
dóri. Það sló engri deyfð á fjörið í leik okk-
ar. Þó braut ég eitthvað heilann um það,
að þetta fallega sólskin stingi átakanlega
í stúf við dauðann. Það hlyti að vera
ákaflega leiðinlegt að deyja frá bjö.rtu sól-
skini. Fólk ætti að deyja í byljum og stór-
rigningum, þegar baðstofurnar lækju mikið.
I þá daga var lítið sólskin annars heims
í fylgd með dauðanum. Þá voru engir
astralheimar til í Suðursveit og annar heim-
ur var þokulegur óskapnaður, sálin efnis-
laus andi, einskonar ósýnilegur gufustrók-
ur, og afdrif hennar óviss og fíluleg, —
dauðinn miklu dularfyllri, vonlausari og
hryggilegri en nú á tímum.
Þennan dag, litlu fyrir sólsetur, fannst
lík Steindórs niðri í djúpum ál í lóninu,
nálægt stað, sem kallaður var Heilsugjöf.
Það var eins og gizkað hafði verið á. Stein-
dór hafði farið of austarlega. í álnum var
ofurlítill straumur og ísinn á honum hafði
losnað sundur í jaka. Steindór hafði auð-
sæilega ætlað sér að stökkva yfir á jök-
unum, en jaki brotnað undir honum eða
hann skrikað niður á milli jaka.
LTtför Steindórs er alveg liðin úr minni.
Þó hef ég áreiðanlega staðið úti á öðru
hvoru hlaðinu og horft á hest með svartri
líkkistu þversum vera teymdan austur göt-
una ofan við bæinn og tvo menn halda
í reipi út af endum kistunnar og hóp af
niðurlútu fólki siðla á eftir.
Piltur var á Gerði eitt ár eða lengur, sem
Sigurjón hét eða kannski Sigjón. Hann mun
hafa verið frá Borgarhöfn. Hann var frem-
ur ófríður með stóran lið á nefi og brostin
á honum ein nöglin upp í kviku. Það var
einhver áberandi nögl, og hún var alltaf
brostin. Mér fannst það ljótt. Mig minnir
hann vera siðugur piltur og viðfelldinn.
Hann lék sér stundum með olckur, þó að
hann væri eldri en við.
Foreldrar hans hétu Ketill og Sigríður.
Ketill hafði verið kvæntur annari konu
áður. Þess vegna kvað Oddný á Gerði í
brúðkaupskvæði til hans og Sigríðar:
Enn er Ketill á bekk brúðar settur með
þekk.
Baugsól yndisleg Sigi'íður er.
Oddný var ákaflega hreinskilin og einörð
og kunni ekki að hræðast og hefði aklrei
kallað Sigríði „yndislega baugsól“, ef henni
hefði ekki fundizt hún vera það.
Það var líka svo, að Sigríður var mikil
myndarkona og forkur að dugnaði, með
fjörlegt andlit og ekki ólagleg. Hún fór
ráðskona til Sigurðar á Kálfafelli, þegar
hann missti konuna. Þá var Sigríður löngu
orðin ekkja og Sigurjón sonur hennar flutt-
ur til Ameríku.
Sigurður var enginn smáræðiskarl og
ekkert lamb að leika sér við, þegar hann
fór í þann haminn, þó að hann væri þá
við aldur. Það þótti málandi dæmi um ein-
urð Sigríðar og skapseiglu, þegar Sigurður
og hún áttust við um pottinn.
Tómur pottur stóð úti á stéttinni á
Kálfafelli. Sigríður vildi hafa pottinn inni
og bar hann inn í eldhús. Sigurður vildi
hafa pottinn úti og bar hann út og setti
hann á sama stað á stéttinni, sem hann
hafði staðið á. Sigríður sækir aftur pott-
inn og ber hann inn. Sigurður sækir hann
ennþá inn og ber hann út. Þetta gekk lengi
dags, Sigríður ber inn pottinn, en Sigurður