Nýtt Helgafell - 01.10.1958, Blaðsíða 26

Nýtt Helgafell - 01.10.1958, Blaðsíða 26
72 HELGAFELL hugsuði Júpiter. ,,Hellir yfir mig rigningunni, þegar ég einu sinni ætla að skemmta mér svo- lítið. Ég skal samt sýna henni, þó ég sé í nautslíki, að ég er ekki hræddur við að vökna“. Áður en Evrópa litla vissi sitt. rjúkandi ráð, var allt komið á bólakaf. Hún horfði kringum sig óttaslegin og fór að hágráta. Bolinn byltist um í hafrótinu. Það gaf á á báðar síður. Til þess að hughreysta hana sneri hann að henni andlitinu og brosti. Allt í einu var þar kom- ið mannshöfuð á nautshálsinn. Nú varð hún fyrst vernlega lirædd og grét hálfu meira. Stúlkan hélt sér dauðahaldi og gat varla varizt því að velta í sjóinn. Hann greip þá til þess ráðs að láta sér vaxa í hvelli stærðar hreifa út frá báðum síðum. Þetta hjálpaði. Nú gekk ferðin stórum betur. Evrópu var einkennilegt innanbrjósts. Aðra stundina var skelfingin svo mikil, að henni lá við að missa vitið. Ilina stundina fannst henni þetta alveg draumur og agalega spennandi. Nautið hamaðist í sjónum. Hin himneska slefa úr báðum munnvikjum bland- aðist sjávarlöðrinu allt í kring. Allt í einu snarstoppaði hann. í stað nauts- ins var þar kominn guð upphimnanna. Hann vafði stúlkuna að sér og kyssti hana glóð- heitum kossi. „Almáttugur“! hrópaði Evrópa, „þú hefur svívirt mig“. „Auðvitað er ég almáttugur,“ sagði hann hátíðlega. „Mig getur enginn svívirða nálgast. Ég er sjálfur upphaf og endir alís heiðurs og allrar virðingar á himni og á jörðu. Hrein- leiki þinn verður hvergi betur varinn en í mínum höndum. Ég er jörðin. Ég er himin- inn. Ég er hið liðna og það sem ókomið er, — og það, sem meira er, ég held ég sé bráð- ástfanginn í þér“. Satt að segja hálfskammaðist Júpiter sín fyrir að brúka svona mikið púður á svona spörfugl. En hann skammaðist sín ekki lengi. Það gera guðirnir aldrei. Yfir ásjónu hans leið himneskt bros. Honum leið ágætlega. „Hvað ætlar þú svo sem að gera við mig?“ spurði stúlkan. „Engin ósköp svo sem“, svaraði hann. „Ég ætla bara að eiga þig. Þú átt að vera konan mín“. Þau lágu í innilegum faðmlögum. Þá fann Júpiter allt í einu, að einhverju var stungði beint í rassinn á honum og það með þvílík- um krafti, að hann hófst í háaloft. „Ilver vogar sér slíkt“, öskraði konungur allra guða á Olympstindi. Þaj var þá kominn Neptúnus sjávarguð með þríforkinn sinn. „Hvernig í skrattanum átti mér að detta þetta í hug“, sagði konungur sjávarins. „Ætla mætti að öll ríki veraldar, og upphimnarnir með, ættu að nægja fyrir þetta kvennafar þitt. Þú hefðir að minnsta kosti getað gert mér aðvart“. En honum var ekki eins leitt og hann lét. Neptúnus karlinn liafði auðvitað strax þekkt bróður sinn. Og svo þessi unaðslega stúlka, og sjávarlöðrið og nautshúðin, sem enn þá iðaði af lífi-------. Iíann kunni bara betur við að sýna, að hann væri húsbóndi á sínu heimili. „Iíann er hálfleiðinlegur til lengdar með allt sitt blessað vatnsgutl“, sagði Júpiter og gekk í burt. „Evrópa mín, þú skalt vei'ða konan mín. Við skulum fá okkur hús og heimili. Það er ekki síður hægt að njótast á þurru landi“. Evrópa undraðist enn. IJún stóð allt í einu við lilið konungs guðanna í miðjum nýjum eyjaklasa, sem var að rísa úr sjó. Þar voru skuggsælir pálmar, marglitir fuglar og hvers kyns dýr. Þar stóð yndislegt, drifahvítt hús og fyrir dyrum þess brosandi þjónar, sem hneigðu höfuð sín og biðu fyrirskipana. Af öllu draup enn sjávarseltan. — Júpiter hefði orðið með seinna móti heim í kvöldmatinn, hefði hann ekki falið sólina bak við skýjableðil og látið hana standa þar kyrra. svo sem eins og rösklega tvo tíma eða svo. Svona fór hann að því að seinka klukk- unni. Og svo vel var þetta gert, að ekki einn einasti stjörnufræðingur varð þess var og eng- in húsmóðir heldur. Karlarnir í heyinu tóku ekki eftir neinu. Þeir voru að binda heim

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.