Nýtt Helgafell - 01.10.1958, Blaðsíða 41

Nýtt Helgafell - 01.10.1958, Blaðsíða 41
ÚR EINU í ANNAÐ 87 Við lestur þessara hugleiðinga hlýtur hver hugsandi maður að spyrja, hvort ekki vaeri astæða til að endurskoða ýmislegt af því, sem hellt er yfir þjóðina í útvarpi og sjónvarpi og Jafnvel sumt af því sem börnum er gert að skyldu að eyða námstíma sínum við, og beina í stað þess huga þeirra og starfskröftum meira að þeim verðmætum, sem aðeins verða sótt í æðri listir. r. Markaður í musterinu Þjóðleikhús íslendinga er oft kallað „Musteri íslenzkrar tungu“, og mætti það vel vera réti- nefni. En jafnvel ríkisstofnanir þurfa stundum að bregða sér í biðilsbuxur, ef jafna þarf reikn- ingshalla á sjóðnum, og er venjulega fyrst grip- ið til gamanleikja eða léttrar tónlistar. En þess- konar sýningar eru líka fjárfrekar, stofnkostn- aður hár, óhemju glingur og mannfjöldi. Þá er musterinu í svipinn breytt í markaðstorg til að leika á fjöldann. Sá fáránlegi misskilningur er orðinn hér landlægur —- og það virðist ógerlegt að kveða hann niður — að líklegasta leiðin til að skemmta fólki, sé að sýna því eitthvert létt- meti. Þetta er ein versta tegund pólitískra sjúk- dóma, sennilega afleiðing þeirrar stjórnmála- blekkingar, að allir eigi að bera jafnt úr býtum, hvert sem framlag þeirra er, að öðru leyti en því að mæta á kjörstað. Ríkisútvarpið hefir smám saman, með samþykki allra flokka, sveigt út- varpsefni sitt í samræmi við þessa höfðatölu- reglu, og nú virðist Þjóðleikhúsið vera lagt af stað ofan brattann. Það væri ósanngjarnt að segja, að núverandi fjármála og menntamálaráðherrar, væru tiltak- anlega sínkir á fé til lista. Þó mun „Musteri ís- lenzkrar tungu“ oft eiga í fjárhagsörðugleikum og ýmsum ráðum beitt til að rétta við haginn. I vor var ákveðið að fara vestur um haf í leit að efni til að bera á borð fyrir landslýðinn, ef hann vildi sýna örlæti á móti. En enginn kom í svip- inn auga á stórgeníala óperu eftir George Ger- shwin, Porgy og Bess, sem nýlega hefir hálftryllt alla Evrópu, og var engu síður vænleg til fjár- öflunar, heldur varð fyrir valinu amerískur gam- anleikur, sem hlotið hefir á íslandi nafnið >.Kysstu mig Kata“, nákvæmlega útlagt af amer- isku. Og einhvernveginn gefur sjálft nafnið til kynna að leikhúsgestir eigi að leggja til hliðar alla borgaralega afstöðu til helgra dóma. Nafnið ..Kysstu mig Kata“ hljómar mjög einkennilega a þessum helga stað. Músíkin er vel samin, fjörug og skemmtileg, stundum bráðsnjöll, en meginhluti hennar er alltípísk fjöldaframleiðsla, °g efnið ekki skemmtilegt. Höfundur: Tónskáld- ið, sem einnig semur sönglagatextana, heitir Cole Porter, en aðaltextinn er að öðru leyti eftir Samu- el og Bellu Spewack. Hljómsveitarstjórinn er líka amerískur, Saul Schechtman, harðduglegur stjórnandi, sem aldrei er í neinum vafa um hvað hann vill, og fær sinn vilja fram. Af þeim sök- um er líf og fjör yfir sýningunni. Leikstjórinn er borgarbúum að góðu kunnur. Sven Aage Lar- sen hefir verið hér áður og þó kannske einu sinni um of. Hann er að ýmsu leyti hæfur leik- stjóri, en ekki sérlega hugkvæmur eða listrænn. Hann fer ekkert dult með það i túlkun sinni, fremur en hljómsveitarstjórinn og ballettmeist- arinn, Sven Bunch, að hann er ekki að sýna okk- ur óperettu, heldur einhverskonar revíu. Hér fer því ekkert milli mála nema ef vera skyldi eftir- farandi lítilræði: Hvort þetta sé í raun og veru óperetta, og er það orðaleikur, vegna þess að fyr- iríækið hefir farið húsavillt. Hvort stofnútgjöld og kvöldkostnaður séu hærri en svo að unnt verði að skila fyrirhuguðum ágóða. Hvort til sé fólk til þess að flytja hér erlendar revíur, samdar fyrir stórborgarleikhús. Það er fjarri mér að fara að gera tilraun til að skýra nafnið óperettu. Upphaflega er það not- að um stuttar óperur og söguleiki þar sem skipt- ist á söngur og tal, og þá oftast einnig aðgengi- legri tónlist, en ekki revíur, „show“ eða aðrar skemmtanir, þar sem tónlist er höfð til punts. Þetta verk er hreinlega of fátæklegt af góðum hugmyndum, of gróft og einhæft til að bera þetta lævísa nafn. Það þarf helzt að standa illa á fyrir gjaldkera þjóðleikhúss, sem grípur til fjáröflun- ar af þessu tagi, og það ætti að vera annarsstað- ar til húsa en í helgidómnum. En nú voru vorhreingerningar framundan — og ef maður græðir vel á því? Til þess að flytja leik af þessu tagi, þarf margs með, sem torvelt er að ná hér til. Tilfinnanleg- astur er þó skorturinn á sviðvönu kórsöngsfólki og fjölda spengilegra og fimra dansmeyja. Þjóð- leikhúskórinn er orðinn allvel þjálfaður, og sýndi hann það nýlega í óperunni Carmen. Og margir meðlimir hans eru liðtækir á sviði, sumir ágæt- ir. En hér þarf allt annað og meira. Það sem Carmen bukkaði sig fyrir í þakklátri aðdáun, lít- ur Kata með storkandi fyrirlitningu. Hér er þetta ágæta fólk ekki í sínum bransa. Ameríku- menn kunna hinsvegar ágætlega að íara með svona efni. Það sem í okkar höndum verður að argasta klámi, hjúpa þeir áferðarfallegri skikkju léttrar gamansemi. Þjóðleikhússtjóri stofnaði fyrir nokkrum árum ballettskóla, og réði dönsk listahjón til að veita honum forstöðu með sér. Þar hefir Guðlaugur Rósinkranz og Bistedhjónin unnið gott verk. Bi- stedhjónin eru meðal þeirra heillasendinga, sem

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.