Nýtt Helgafell - 01.10.1958, Blaðsíða 34

Nýtt Helgafell - 01.10.1958, Blaðsíða 34
80 helgafell sér til hægri vika kalla Stein síðasta fulltrúa 19. aldar í íslenzkum skáldskap eða upphafs- mann nýs tíma. Með þessum athugasemdum er í raun og veru einungis lagður dómur á hagnýtt skáld- skapargildi kvæða Steins, því að ég er eng- an veginn sannfærður um, að beztu kvæði hans séu þau, sem ótvíræðast samræma forna hefð nýrri hugsun. Ef svo væri, ætti til dæm- is Brúðkaupskvæði að teljast í fremstu röð. Það er fyrirtaks skopstæling að vísu, cn fyrst og fremst er það (eins og kvæðið um Jón Kristófer) snilldarleg bragæfing, scm Steinn gekk mjög upp í, að því að hann var ekki hagmæltur maður í venjulegum skilningi þess orðs. Hann skorti einmitt sumt af því, sem venjulega er talið skáldum til gildis, þegar bera þarf í bætifláka fyrir hæfileika- leysi, svo sem liðuga hagmælsku og öruggt brageyra (Dagbjartur múrari eignaðist dreng í gær, í dag verður herra Petersen kaup- maður grafinn.) Hann taldi sjálfur, að það hefði verið lán sitt, að honum var frekar erfitt um að yrkja. Og beztu kvæði Steins er ekki heldur að finna meðal þeirra, sem liefð- bundnust eru bæði að formi og hugsun, enda þótt sum þeirra kvæða séu einmitt hin persónulegustu og einlægustu, sem hann orti (Gömul vísa um vorið, Siesta, Vísur að vest- an, Athvarf, Og líf hvers manns, hve miklu, sem hann glatar, Það bjargast ekki neitt, Postlude, o. s. frv.) Steinn var að eðlisfari rómantískt skáld og það þurfti engum að koma á óvart, sem kynntist honum persónu- lega, hve miklar mætur hann hafði á síð- rómantískum kveðskap, einkum náttúrulýrik Steingríms og Þorsteins. Tilfinning þeirra og orðalag átti alltaf ítök í honum og skaut upp kollinum í kveðskap hans til hins síðasta. Ég nefni sem dæmi fyrra erindið í Landsýn, sem hann orti 1954 á leið hcim frá Spáni og er með allra síðustu kvæðum hans. ísland, minn draumur, mín þjáning, mín þrá, mitt þróttleysi og viðnám í senn. Þessi vængjaða auðn með sín víðerni blá, hún vakir og lifir þó enn. Tilfinningin í þessu erindi er ósvikin, en hugsunin ekki alveg örugg, eins og kemur fram í hinni ruglingslegu hugtakaröðun í fvrstu og síðustu hendingu (draumur, þján- ing, þrá; vakir og lifir). Þetta er algengur ágalli í rómantískum kveðskap. En einlægni í skáldskap getur verið a. m. k. tvenns konar og sú tegund einlægni, sem gerði Stein að góðu og ef til vill miklu skáldi, kom gleggst í ljós í næst-síðustu bók hans, Ferð án fyrirheits og að noklcru leyti í Tímanum og vatninu, síðustu bók lians. Sú einlægni er fólgin í því að vinna vel, hún er tæknileg, ef svo má til orða taka. I beztu kvæðum sínum í Ferð án fyrirheits (Til hinna dauðu, Að fengnum skáldalaunum, Tileink- unn, Heimurinn og ég, Hin mikla gjöf, í kirkjugarði, í draumi sérhvers manns) leikur Steinn það, sem undarlega fáum öðrum ís- lenzkum skáldum er lagið: að yrkja kvæði með upphafi, stígandi og endi. Bygging þess- ara kvæða nálgast formúlu í höndum Steins. Engu að síður bera þau skáldþroska hans óhrckjanlegast vitni og auðkenna hann hvað mest. En hvert er þá inntak þessarra kvæða, sem ég hefi leyft mér að nefna beztu kvæði Steins? Þau hafa flest að geyma nokkuð ein- hæfa og öfgafulla hcimspeki, sem Magnús Ásgeirsson kallaði í ritdómi um Ferð án fyrir- heits í Helgafclli, 1942, „eins konar háspeki- lega tómhyggju.“ Tilveran er ýmist skyn- villa eða algjör blekking, maðurinn er blekk- ing sjálfs síns, jafnvel ekki annað en draum- ur ófreskju, sem er ímyndun hans sjálfs (í draumi sérhvers manns). En maðurinn sjálfur, er ósigrandi, af því að hann hefir engu að tapa. Gildi mannsins er, í andstæðum skoðað, það að hann er einskis virði, og Steinn fer æ meira að tala í nöktum andstæðum, þcgar á líður. Tómhyggja er þetta að vísu, en fyrst og fremst harðsnúin, heimatilbúin sjálfshyggja, sem stæðist ekki dagsins ljós í prósa, en verður Steini notadrjúgur málstað- ur til að „sigra“ skáldskapinn og síðan heim- inn. Það bjó í Steini einhver „annarleg þrjózka", eins og hann kemst að orði um

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.