Nýtt Helgafell - 01.10.1958, Blaðsíða 12

Nýtt Helgafell - 01.10.1958, Blaðsíða 12
58 HELGAFELL Eitt vor á stríðsárunum síðari kom lóan seinna í Suðursveit en vant var. Þá var Guðrún orðin mjög gömul og var öðru hverju að spyrja þá sem voru úti við, hvort lóan væri ekki ennþá komin. Þá sögðu einhverjir gárungar, að hún væri ekki komin og mundi ekki koma í sumar. Hún hefði ekki fengið útfararleyfi vegna stríðsins. Þá varð Guðrúnu þetta að orði: „Miklir bölvaðir harðstjórar eru þetta í útlöndmn að banna svona meinlausum fugli að korna til landsins.“ Guðrún andaðist fvrir nokkrum árum, næstum hundrað ára gömul. Afkomendur Jóns Hallsonar er sómafólk, enda áttu þau Hallur og Herdís til mætra manna að telja, þó að skapsmunir þeirra hjóna stæðu stundum fyrir ljósi vitsmunanna. Hallur, sem lék sér með okkur á Eystra- rofinu, þegar orustan stóð um Port Arthur, fór síðar til vesturheims og er dáinn. (Stúlka var um eitthvert skeið á Gerði hjá Þórarni föðurbróður. Hún hét Agnes Hreiðarsdóttir, ættuð úr Vestur-Skafta- fellssýslu. Hún var eldri en ég. Hún hefur sennilega leikið sér með okkur. Þeir leikir eru mér fyrir löngu gleymdir. En þeir eru samt ekki týndir. Agnes hafði verið til vika á Skálafelli hjá Guðmundi og Snjólaugu Jónsdóttur, systur Eymundar smiðs í Dilksnesi. Eg held það hafi verið áður en hún kom að Gerði. Agnes mun hafa fermzt frá Skála- felli. Þá þjónaði Kálfafelsstað milli presta séra Olafur Magruisson, prestur í Sandfelli og síðar í Arnarbæli. Snjólaug var dugn- aðarforkur og skörungur í skapi og óhrædd, en Agnes var óframfærin og mjög feimin við prestinn. Snjólaug sá, að feimnin háði Agnesi í spurningum hjá presti og revndi að tala í hana kjark og sagði: „Hann er ekki Guð, hann séra Ólafur. Oft hef ég sagt þér það, Agga! Hann er bara einn af Kristi postulum. Hann er maður eins og við.“ Agnes fór frá Gerði eitthvað austur. Svo hverfur tíminn, þar til einn dag í góðu veðri um vor. Faðir minn var að hlaða túngarð norðvestan undir bænum og ég var hjá honum. Þá veit ég það ein- hvernveginn, að Agnes er komin á bæinn til að kveðja. Sjálfsagt het'ur hún komið við á Hala, þó að ég muni það ekki. Hún var að fara í átthaga sína í Vestur-Skafta- fellssýslu. Þar giftist hún og bjó í Fljóts- hverfinu. Hún lifir enn og mun nú eiga heima í Reykjavík. Svona liggja vegir lífs- ins stundum kynlega. Telpa, sem maður lék sér með á Fagraflötnum á Gerði, þeg- ar maður var barn og aldrei séð síðan, á nú heima gömul manneskja á næstu grös- um við mann eins og ósýnileg huldukona.) A efri bænum á Reynivöllum var vinnu- piltur, sem Steindór hét, Bjarnason, af Steinsætt. Hann mun hafa komið þangað austan úr Borgarhöfn. Hann var prýðis- drengur, stilltur, greindur og laglegur. Ilann var eldri en við. Hann mun stund- um hafa slæðzt í leik með okkur, þegar hann átti leið austur á Breiðabólsstaðar- bæi. Steindór hafði þann starfa að ganga á fiskreka á Reynivallafjöru á vertíðinni. Þær i'erðir voru farnar í bítið á morgnana. Fjörumaðurinn varð helzt að vera kominn út að sjó um það leyti, sem fugl fór á hreyfingu, því að hann sótti að éta fisk- inn, einkum máfur og hrafn. Leið Steindórs lit á fjöruna lá yfir Breiðabólsstaðarlón vestan til. Hann var áminntur um að fara vestarlega yfir lónið, vestur undir Breiðamerkursandi, þegar ótryggur ís væri á því. Þar var lónið ör- grunnt og engin hætta á ferðum, þó að maður skryppi niður úr. Einn morgun lagði Steindór af stað í dög- un á fjöruna. Þá var ís á túninu, en sum- staðar ótraustur. Sá dagur leið fram til hádegis og Steindór ókominn og hvergi sást til ferða hans. Þá var hafin leit frá Reyni- völlum og Breiðabólsstaðarbæjum og leitað allan daginn fram í myrkur, en Steindór fannst hvergi. Einhver merki sáust þess, að hann hefði farið austar yfir lónið en

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.