Nýtt Helgafell - 01.10.1958, Blaðsíða 18
64
HELGAFELL
um og kom of seint. Nokkru síðar var mér
boðið að ganga aftur í flokkinn, en sagði þá
af eintómu stolti: Nei, takk. Síðan hef ég
aldrei gengið í neinn flokk. — Ojá, þetta voru
crfiðir tímar og maður var fátækur, og sann-
leikurinn var sá, að það kom sér vel fyrir
mig að losna úr sellunni, því að það var
alltaf verið að skjóta saman í bollapör handa
einhverjum fátæklingi, sem þarna var og
Bergsteinn hét. Ég gaf tvisvar 2p aura, sem
var mikil upphæð í þá daga, en ckki held
ég Bergsteinn hafi fengið bollana, því að hann
lenti á Kleppi litlu síðar. Ég ætti að vita
það, hitti hann einu sinni, þar sem hann var
að rjátla uni nágrennið. Ég gekk til lians og
fór að tala um veðrið, en hann sagði aldrei
annað en þessa vafasömu setningu: Skáld-
ið er komið, skáldið er komið. Það var alveg
sama, hvað ég talaði um, ég fékk aldrei ann-
að svar. Hann hélt ég væri kominn á Klepp,
hann var ekki svo vitlaus . . .
Og nóttin leið og reykjarmökkurinn lá eins
og skýjaflóki yfir herberginu. Þegar við stóð-
um upp til að kveðja, tók skáldið upp gamlan
virðulegan staf og sýndi okkur: — Þetta er
stafur Guðbrands Jónssonar, sagði liann. Ég
keypti hann á uppboði fyrir 500 krónur. Þótti
það vissara. Það er harður viður í honum og
einu sinni barði Brandur mig með stafnum.
Við kvöddum og gengum út. Ég vona, að
þið týnist ekki í skaflinum, sagði skáldið, en
við gengum út í morguninn og heilsuðum
sólinni, sem kom brosandi á móti okkur á
gulum skóm.
II.
Þegar ég heimsótti Stein Steinarr nokkru
síðar, var ég einn á ferð og kom gagngert í
þeim erindum að hafa viðtal við skáldið: —
Þetta er eiginlega mikill misskilningur, sagði
hann, þegar við gengum inn í stofuna, ég
ætti miklu fremur að eiga viðtal við þig.
Ég mundi skrifa ágætt viðtal. Ég sagði hon-
um, að ég efaðist ekki um það, en við yrðum
að láta það bíða síns tíma: — Ja, ég er nú
að verða gamall, svaraði Steinn þá.
— Ilvað gamall ertu?
— Eg er víst orðinn 48 ára.
— Nú ekki meira.
— Finnst þér það ekki nóg. Maður er orð-
inn fimmtugur áður en varir. Ásthildur er
meira að segja byrjuð að baka. Hún tók sér
eiginlega frí í kvöld, því Petrína Jakobsson
ætlaði að ræða um launamál „opinberra“
kvenna á fundi. Hér verður enginn maður,
hingað kemur eiginlega aldrei neinn.
Þegar ég hitti skáldið að máli þetta kvöld,
voru aðeins liðnir nokkrir dagar, frá því
að hann hafði sagt okkur af lagkökunni hans
Ásmundar og blúnduhöllum Krúsjevs. En það
hafði margt breytzt, það var komið vor,
drekinn lá í blóði sínu í túni skáldsins, tvær
tíkur léku á tröppunum. Það var ljós í
hænsnakofanum.
— Já, hvenær ég byrjaði að yrkja? sagði
Steinn, þegar við vorum setztir. Það var ein-
mitt árið, sem þú fæddist. Það var 1930. Þá
kom andinn allt í einu yfir mig, en ég ætla
ekki að segja þér, hvar fyrsta kvæðið mitt
birtist — onei, það mundi ég aldrei gera,
kemur ekki til mála. En liej'rðu annars, þetta
er víst ekki alveg rétt hjá mér, ég man vel
eftir mínu fyrsta kvæði og ég skal segja
þér meira um það, ef þú villt. Ég var í far-
skóla í sveitinni og Jóhannes úr Kötlum var
kennári minn. Hann gegndi því virðulega
embætti marga vetur. Ilann var alltaf að
yrkja sjálfur, eins og allir vita, og það hafði
þau áhrif á mig, að ég fór auðvitað að yrkja
líka. Ég afhenti honum fyrsta kvæðið upp-
skrifað, viltu heyra meira um það?
— Ja.
— Efnið er gleymt, en ég man vel hvað
kvæðið hét. Það hét „Skemmtanalífið í hel-
víti“. Og enn hristir Jóhannes höfuðið, þegar
ég minnist á kvæðið við hann. Hann segist
að vísu ekki vilja úttala sig um það, en
kveðst munu nota það á mig, þó seinna verði.
— ITm sveitina? Þú vilt fá að vita meira um
hana. Þetta var ágæt sveit. Og ágætis fólk,
lauslátt, alvörulaust og bláfátækt. Og svo voru
þarna tveir menn, sem gerðu allt dálítið
órólegt, Jóhannes og Stefán frá Ilvítadal. Við
Stefán urðnm snemma góðir kunningjar, þótt