Nýtt Helgafell - 01.10.1958, Blaðsíða 16

Nýtt Helgafell - 01.10.1958, Blaðsíða 16
MATTHÍAS J OHANNESSEN : Brot úr óprentuöum samtölum viÖ Stein I. — Þú hefur komizt yfir skaflinn, sagði Steinn Steinarr um leið og liann bauð mér inn. Eg kinkaði kolli og leit snöggt til baka: Þarna lá hann í túninu, eins og særður dreki og var ekki á því að yfirgefa hús skáldsins, að minnsta kosti ekki fyrst um sinn. Þegar ég hugsaði um skaflinn og veturinn, kom í mig einhver óhugur. Það var eins og ég væri heltekinn af einhverjum óljósum ótta; vetur- inn og myrkrið, og sólin gengin til viðar, en við sitjandi í lítilli stofu, hlustandi á skáldið í þögninni. Það var aftur hlýtt og notalegt, og Halldór Þorbjörnsson fulltrúi sakadómara tek>ir upp koníakspela. Þeir skála. Ásthildur kemur inn með kaffi: Hefur nokkur verið kærður fvrir að stela öskutunnu? spyr hún „sakadómarann“. — Það er nýbúið að stela tunnunni okkar, bætir hún við. „Sakadómar- inn“ hristir höfuðið og lítur síðan á skáldið og bíður. — Já mikið helvíti var það skrítið, sagði skáldið, að þeir skyldu nenna að stela öskutunnunni. En hún var nýmáluð og þeim hefur fundizt lnín falleg. En ég ætla ekki að kaupa aðra, onei — dettur það ekki í hug, fyrst þær eru ekki greiddar niður af ríkis- sjóði. Ég er bóndi og kaupi ekki annað en það sem er niðurgreitt. En öskutunnur eru bráðnauðsynlegar og það er eins og sumir hafi aldrei nóg af þeim. Hann strauk kettinum, kveikti í sígarettu og sagði svo: — Það er undarlegt, hvað maður getur vanizt rottum. Ég bjó einu sinni í litlu her- bergi, það var fyrir mörgum árum og ég átti ekkert nema borð og bókaskáp. Herbergið var fullt af rottum, stórum og smáum rott- um, og stundum klifruðu þær upp á bóka- skápinn og duttu niður á mig, þar sem ég lá í rúminu. Mér var lítið um þær gefið, en f v Þegar ég jrétti, að Matthías Jóhannes- sen œtti í jórum sínum upphast að óprentuðum samtölum við Stein, jór ég þess óðar á leit við hann, að hann gengi jrá þeim og léði ohlcur þau til birtingar í Helgajelli. Matthías tók þessari beiðni treglega i jyrstu, og taldi ýmis tormerhi á að birta þessi samtöl eða samtal nú, en einkum þótti honum það til jyrir- stöðu, að Steinn hajði elchi sjáljur jar- ið yjir þau, ejtir að þau voru tehin niður. Ilins vegar leyjði hann mér að lesa minnisblöð sín um samtölin. Mér þótti strax einsœtt, að það vœri ósann- gjarnt við almenning að birta ehhi þessi brot, svo sanna mynd sem þau geja af hversdagslegu tali Steins. Ég býst chhi við, að hann haji þótzt segja neina varanlega spehi í þessum viðtölum, né heldur neitt af því allra shemmtilegasta, sem „engum kom við“. En rödd hans heyrist í þeim, blœbrigðarík, þýð, en með undirtóni varnaðar, eins og rœðu- maður sé alltaf til alls vís. Ég lagði þess vegna enn jastar að Matthíasi en áiður, ejtir lesturinn, að birta þennan þátt og jéhk leyji hans til þess. En eins og hér segir, ber ég mesta ábyrgð á birtingu þáttarins og hlýt að reyna að svara til saha, ej nokhrar eru, jyrir lesandanum — og minningu mins góða vinar. K. K. v____________________________________________j

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.