Nýtt Helgafell - 01.10.1958, Blaðsíða 39

Nýtt Helgafell - 01.10.1958, Blaðsíða 39
ÚR EINU í ANNAÐ 85 <!•>——„—..—,.—„—.,—.,—..—„„—„„—„„—..—„„—,,j, FYLGIZT MEÐ UNGU SKÁLDUNUM „BORGIN HLÓ" fyrsta ljóðabók Matthíasar Johannessen Matthías er einn þekktasti og listrænasti blaðamaður okkar og hefir ljóðabók hans fengið mjög góða dóma HELGAFELLSBÓK +—— ----------------------------------* * E*'——««——•">—•"•—•"•—•■••——•"•—«»—«“—'•*—•"■—«“—,,;i—■•f* FYLGIZT MEÐ UNGU SKÁLDUNUM „FJALLIÐ" ejtir Jökul Jakobsson Mjög spennandi nútíma skáldsaga HELGAFELLSBÓK Ur einu í annaö List og andleg ögun Árni Kristjánsson er í hópi þeirra íslenzku listamanna, sem mótað hafa nútíma tónlistarlíf á íslandi dýpstum og varanlegustum dráttum, ekki aðeins sem frábær tónlistartúlkari, heldur engu síður sem fræðari og kennari. Hann tók fyrir tveimur árum við stöðu skólastjóra Tón- listarskólans að beiðni Páls ísólfssonar, stofn- anda skólans og fortöðumanns um aldarfjórð- ungs skeið. Það sem Árni Kristjjánsson hefur til mála lagt í orði og verki er með þeim hætti að það hlýtur að vekja allt alvarlega þenkjandi fólk til umhugsunar. Eftirfarandi er tekið úr ræðu er hann flutti við skólaslit s.l. vor: „Tónlistarnám er tamning. Við erum ekki ein um þessa skoðun þó hún virðist ekki mikilsráð- andi hér á landi, sem stendur. Tónlistin er, og var frá fornu fari, talin eitt undirstöðuatriði sannrar menningar með mörgum þjóðum. Um allan hinn forna heim var tónlist í heiðri höfð og talin af guðlegum uppruna. Spartverjum var í æsku aðeins kennt þetta þrennt: lestur, skrift og músík, en svo’nefndist ljóðlist og tónlist einu nafni. Að öðru leyti voru dagarnir helgaðir íþrótt- um og líkamsþjálfun. Tónlistinni var talið til gildis að hún kenndi mönnum sjálfstjórn og aga, þroskaði sál þeirra, stældi viljann. Iþróttir voru tamning líkamans, tónlist einskonar leikfimi sál- arinnar. Listaskóli á ekki einungis að uppfræða held- ur fyrst og fremst að rækta nemandann, fegra hann, gera hann næman, svo hann geti fundið til. Þið hafið sjálfsagt, sum ykkar að minnsta kosti, orðið snortin af myndlist. Málverk af ís- lenzkri náttúru gefur að líta víðsvegar nú á dögum. Enska skáldið Oscar Wilde, sem frægur var fyrir mörg hnittyrði og spakmæli sagði eitt sinn, að „það væri ekki listin, sem hermdi eftir nátt- úrunni“ eins og almennt væri talið, „heldur öf- ugt, náttúran, sem hermdi eftir listinni“. Þessi orð eru ekki tómt gambur, heldur geyma þau eftirminnanlegan sannleika ef rétt eru skilin. Við sjáum nefnilega það, sem við erum. Segjum við ekki stundum þegar við erum á ferð um landið okkar og lítum mosavaxið hraun- ið með hinum marglitu og margvíslegu kynja- myndum þess, að landslagið sé kjarvalskt? Finnst okkur ekki líka að Ásgrímur hafi með pensli sínum gert þessi sindrandi fell sem blám- ar fyrir í fjarska, þennan „heiðjöklahring" sem

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.